Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1996, Síða 16

Freyr - 01.02.1996, Síða 16
launamiða. Jafnframt skal færa hér allar greiðslur til þeirra, sem stunda sjálfstæða starfsemi eða atvinnurekstur en reikningar frá þessum aðilum eiga að vera á númeruðum eyðublöðum með nafni og kennitölu. í reit 22 færast greiðslur fyrir vöru- bflaakstur, t.d. áburðarflutning og gripaflutning. I reit 30 skrifar bóndi fullt nafn, kennitölu og fullt heimilisfang. Frekari skýringar eru prentaðar aftan á launamiða. Hér að framan hefur aðeins verið minnst á þá reiti, sem bændur nota mest. Athygli skal vakin á því að reiknuð laun barna yngri en 16 ára skal ekki færa á launamiða. Sú nýbreytni fylgir þessum launamiðum er að í reit 03 skal færa helming greidds iðgjalds í lífeyrissjóð frá 1. aprfl 1995. Þessi iðgjöld eru frádráttarbær á skatt- framtali. í reit 70 þarf að færa vinnulaun á ný, þ.e.a.s. laun sem reiknuð er staðgreiðsla af. Afdregin stað- greiðsla færist í reit 71. Fyrningarskýrsla. í almennum búrekstri er árleg fyrning reiknuð samkv. eftirfarandi reglum: Lágmark Hámark Búvélar ........................ 11% 15% Útihús .......................... 3% 4% Ræktun......................... 4,5% 6% Loðdýrabú ..................... 4,5% 6% Gróðurhús ....................... 6% 8% Tölvur, skrifstofubúnaður ...... 15% 20% Borholur ...................... 7,5% 10% Bændur hafa nokkurt val um fymingarprósentu, þ.e.a.s. fyrningarprósentan verður að vera á því bili sem hámark og lágmark gefa tilefni til. Heimilt er að breyta fyrningarprósentunni árlega. Almennt eru bifreiðar ekki eign búsins heldur einkaeign og færast því á skattframtal. Nú má lækka það verð sem fært er inn á skattframtal, sjá leiðbeiningar ríkisskattstjóra. Notuð er föst fyrning (nú 136.837 kr.), sem ríkisskattstjóri gefur upp árlega og er sú upphæð skráð á eyðublaðið fyrir rekstur bflsins á bls. 6. Bflar eða önnur einkaeign er ekki háð ákvæðum um söluhagnað eða sölutap. Allar eignir í atvinnurekstri, hvort sem það er landbúnaður eða annar atvinnurekstur, eru hins vegar háðar ákvæðum um söluhagnað eða sölutap, þegar og ef eignir eru seldar, sem notaðar eru í atvinnurekstri. Gerð fyrningarskýrsiu: Ekki eru nein tengsl á ntilli fasteignamats og fymingarskýrslu. Það má sem sagt ekki nota fasteignamat sem fyrningargrunn fyrir ný útihús. Aftur á móti er fasteignamatið notað, þegar eignir eru skráðar á framtalið og gildir það um allar fasteignir. í þeim tilfellum þegar hús er í byggingu og það hefur ekki verið metið til fasteignamats, þá er nýja húsið fært á kostnaðarverði eða réttara sagt bókfærðu verði. Þá ætti það að vera ljóst að við gerð fymingarskýrslu kemur fasteignamatið ekkert við sögu. Á mynd 1. er sýnd handunnin fymingarskýrsla. Þar sem töluvert tap er fyrir hendi er valin sú leið að fyma eignir um lágmarksfymingu. Úthús 3%, ræktun 4,5% og vélar um 11% og skrifstofuáhöld um 15%. Dráttarvél sem var keypt er þó fyrnt um 15% til að benda á að fyrna má mishratt, sjá mynd. Dráttarvél er seld á 258.646 kr. Framreiknað bókfærð verð er 74.791 kr. og söluhagnaður því 183.856 kr. Fullvirðisréttur var keyptur 1993 á 1.400.000 kr og er færð á fymingarskýrslu. Niðurfærsla er 280.000 kr. á ári. Ástæða þess að sú leið er valin að færa keyptan fullvirðisrétt á fyrningarskýrslu, er sú að betra er að halda utan um niðurfærsluna. Bókfært verð á framleiðslurétti 560.000 kr. færist til eignar á landbúnaðarskýrslu á bls. 4. Nú skal skýrt betur hvernig fymingaskýrslan er unnin. Byrjað er á því að færa af gömlu skýrslunni yfír á þá nýju. Dálkar 5 og 11 á gömlu skýrslunni fara í dálka 3 og 4 á nýju skýrslunni og tölumar eru óbreyttar. Síðan eru þessir dálkar margfaldaðir með verðbólgustuðli ársins, sem er nú 1,0321. Niðurstöður eru settar í dálka 5 og 6. Með þessari margföldun er verið að reyna að skrá eignir rétt miðað við upprunalegt verð. Árleg fyming er síðan reiknuð af þessari upphæð. Síðan er árleg fyrning og áður fengnar fyrningar lagðar saman og sú upphæð færð í dálk 11. í síðasta dálk, nr. 12, er fært bókfært verð, sem er mismunur á upphæð í dálk nr. 5 og 11. Allar eignir á fymingarskýrslunni eru meðhöndlaðar á sama hátt nema að því leyti að árleg fyming er mismunandi há prósenta því að eignir endast misjafnlega lengi. Aðrar fyrningar. Fyrna má á móti söluhagnaði, en það er því aðeins leyfilegt, að búið sé rekið með hagnaði og ekkert yfirfæranlegt tap sé fyrir hendi. Nokkur atriði til minnis. 1. Allar eignir á fyrningarskýrslu (þó ekki fram- leiðsluréttur) skal framreikna með verðbólgu- stuðli ársins. Hann er 1,0321 fyrir árið 1995. 2. Nýbygging færist á kostnaðarverði samkvæmt húsbyggingarskýrslu og byrjað er að fyma bygginguna niður það ár, sem húsið er tekið í notkun og þá heilsársfyrningu. 3. Ekki má fyrna eignir á söluári, en hins vegar eru eignir fyrndar á kaupári og þá heilsársfymingu. 56 FREYR - 2 '96

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.