Freyr - 01.02.1996, Page 22
og hvort tveggja færist til gjalda. Áður en lengra er
haldið er rétt að geta þess, að færsla skulda og vaxta
á landbúnaðarframtal annars vegar og persónu-
framtal hins vegar getur haft töluverða þýðingu
skattalega séð og meðhöndlun er ekki alveg eins.
Lán sem tekin eru til íbúðarhúsabygginga færast öll
á skattframtal en lán sem tekin eru vegna bú-
rekstrar, færast á landbúnaðarframtal og vextir og
lántökukostnaður sömuleiðis. Lán vegna bíla-
kaupa, húsgagnakaupa eða annarra persónulegra
nota, færast á skattframtal. Vísitöluhækkun lána,
þ.e. sú upphæð, sem lánin hafa hækkað um á árinu,
færast til gjalda á landbúnaðarframtali, en sé
vísitölulán á skattframtali, færast þar til gjalda
aðeins vextir og greidd vísitölulækkun. Á þessu er
mikill munur. Ef skuldir eru miklar, getur það orkað
tvímælis hvort lánið er tekið vegna búrekstrar eða
einkaneyslu, en það verða menn að meta. Þegar
búið er að færa inn skuldir og um leið vexti og
verðbætur á bls. 4 á landbúnaðarframtali, er
vaxtadálkurinn lagður saman og upphæðin sett í
reitinn: 7.1, vextir og verðbætur af skuldum vegna
búrekstrar á bls. 3. Aðrir liðir skýra sig sjálfir að
miklu leyti.
Efnahagsyfirlit (sjá mynd 2).
Eignir 31/12 1994. Fyrst skal byrja á því að færa
inn á dálkinn lengst til hægri „31/12 1994“ af gamla
framtalinu á það nýja. í dæminu, sem hér fylgir, eru
veltufjármunir 1.922.198 kr. og þeir færast einnig
neðst á síðuna eins og ör sýnir. Sama er að segja um
skuldir, að þær færast einnig neðst á síðuna.
Mismunur á veltufjármunum og skuldum myndar
„Stofn til verðbreytingarfærslu“, í þessu dæmi
5.559.063 kr. Þar sem skuldir eru hærri en
veltufjármunir reiknast tekjufærsla. Tekjufærslan
er 3,21% af þessari upphæð eða 178.446 kr.
Tekjufærslan færist síðan á á bls. 5 með öðrum
niðurstöðum af landbúnaðarframtalinu. Ef veltu-
fjármunir væru hærri en skuldir, myndaðist
gjaldfærsla, en ekki tekjufærsla.
Eignir 31/12 1995.
Veltufjármunir eru í þessu dæmi 1.762.037 kr„
sjá mynd. Þeir myndast af birgðum, helmingi
matsverðs bústofns, inneign í kaupfélagi v/bús,
inneign í banka og útistandandi skuldum. Það
rekstrarfjármagn, sem bundið er í búrekstrinum á
að mynda veltufjármuni og er litið svo á að það fé
sé óverðtryggt og myndi, að frádregnum skuldum,
„stofn til verðbreytingafærslu“ eins og áður hefur
verið skýrt frá. Það skiptir því töluverðu máli að
veltufjármunir séu ekki vantaldir. Vaxtatekjur af
innistæðum færist til tekna á bls. 2. Um áramótin
eru afurðir fyrir desembermánuð í sumum tilfellum
færðar á reikning ársins 1996 og í þeim tilfellum
þarf að færa þá upphæð sem viðskiptakröfu.
Ogreiddar afurðir um áramót, sem taldar eru til
tekna á afurðamiða, skal færa sem viðskiptakröfu í
lið 1.4.
Fastafjármunir.
Þar færast allar fasteignir (útihús, land, hlunnindi
og ræktun), sem búrekstrinum tilheyra á fasteigna-
matsverði 1/12 1996 en ekki bókfærðu verði
samkvæmt fyrningarskýrslu. Búvélar færast hins
vegar á bókfærðu verði samkvæmt fymingar-
skýrslu. Helmingur af matsverði bústofns færist
undir fastafjármuni en hinn helmingurinn undir
veltufjármuni eins og áður er lýst. Keyptur fram-
leiðsluréttur færist á bókfærðu verði.
Skuldir
Áður hefur verið vikið að færslu vaxta og
vaxtabóta. Skuldir færast eins og kvittanir segja til
um þ.e.a.s. „Eftirstöðvar eftir síðustu greiðslu“ Rétt
er að benda á að færa ógreiddan virðisaukaskatt
sem skuld um áramót. Innistæða sem mynduð hefur
verið til að standa straum af þessari greiðslu VSK
1. mars skal setja í veltufjármuni.
B. Uppgjör hreinna tekna af
búrekstri, bls. 5.
Árlega birtir ríkisskattstjóri viðmiðunarreglur til
ákvörðunar á endurgjaldi bænda, maka þeirra og
barna. Þær eru birtar í lok þessarar greinar. Eins og
fram kemur í leiðbeiningum ríkisskattstjóra skulu
bændur að jafnaði færa á landbúnaðar- og skatt-
framtal þau reiknuðu laun, sem staðgreiðsla á árinu
1995 hefur verið miðuð við. í hjálögðu dæmi, sjá
mynd 3, er hagnaður af búrekstrinum að upphæð
750.516 kr„ eftir að hvort hjónanna hefur reiknað
sér í laun 700.000 kr. og bömum 250.000 kr.
Yfirfæranlegt tap er 807.482 kr. hjá hvorum aðila.
Að frádregnum hagnaði 375.258 kr. er yfir-
færanlegt rekstrartap til næsta árs 432.224 kr. hjá
hvoru hjóna. Ég vil ráðleggja bændum að loka
framtali sínu og reikna sér laun. Almennt séð er
ekki ástæða til þess að reikna sér lægri laun en
viðmiðunarreglur segja til um. Ef búið gefur ekki
þær tekjur, er það rekið með halla en tapið geymist
í 5 ár og er verðtryggt. Þegar síðan batnar í ári má
nota tapið til þess að lækka hagnaðinn. Þó að það
virðist í sumum tilfellum tilgangslítið að safna upp
tapi ár eftir ár, getur sú staða komið upp að tapið
nýtist. Eldri bændur, sem famir eru að draga saman
62 FREYR - 2 '96