Freyr - 01.02.1996, Qupperneq 28
Nokkrar niðurstöður úr
skýrslum nautgriparœktar-
félaganna árið 1995
Jón Viðar Jónmundssson
og gert hefur verið um fjölda ára gefið stutt yfirlit um
úr skýrslum nautgriparœktarfélaganna fyrir liðið ár.
í þessari grein verður eins
nokkrar helstu niðurstöður
Þegar þetta er skrifað liggja hins
vegar ekki enn fyrir niðurstöður úr
kynbótamati þar sem ákveðið var að
fresta vinnslu þess um einn mánuð,
eins og áður hefur komið fram í
Bændablaðinu, og verða því gerð
grein fyrir niðurstöðum þess í
annarri grein síðar.
Eins og mjólkurframleiðsla á
verðlagsárinu 1994/1995 sýndi var
hún fyrir landið í heild nánast
nákvæmlega sem svaraði til
greiðslumarks til mjólkurfram-
leiðslu. Framleiðsla á fyrri hluta
ársins var hins vegar víða um land í
miklu lágmarki. Mjólkurfram-
leiðsla hefur aftur verið mikil á
síðustu mánuðum ársins. í ljósi
þessa kemur aftur ekki á óvart að
meðalafurðir eftir hverja kú séu
heldur lægri árið 1995 en 1994.
Eftir hverja árskú fást árið 1995 að
Jón Viöar Jónmundsson.
jafnaði 4132 kg af mjólk eða 15 kg
minna en árið 1994. Kjarnfóður-
gjöf, þar sem hún er skráð, er hins
vegar 563 kg fyrir hverja árskú en
það er aukning um 65 kg frá árinu
áður. Þegar þar við bætist að efna-
innihald mjólkur er öllu lægra en
árið áður, eða 4,01 % fita og 3,35%
prótein, er fullljóst að árið 1995
hlýtur að hafa skilað mörgum
mjólkurframleiðendum slakari af-
kornu en árin tvö á undan.
Lítum þá aðeins nánar á niður-
stöður. Tafla 1 sýnir nokkrar helstu
fjölda- og meðaltalstölur fyrir ein-
stök héruð og landið í heild. Strax
skal bent á að mismunur á tölum um
efnahlutföll þar og þeirra talna sem
áður eru nefndar er sá að tölurnar í
töflunni eru tölur um efnahlutföll
hjá fullmjólka kúm (þær kýr sem
eru á skýrslu alla 365 daga ársins),
eins og ætíð áður hefur verið í
hliðstæðri töflu.
4500
4400
4300
4200
4100
4000
3900
3800
3700
3600
3500
3400
Mvnd 1. Mjólk eftir árskú, í lítrum, árin 1994 og 1995.
68 FREYR - 2 '96