Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1996, Side 30

Freyr - 01.02.1996, Side 30
Mynd 2. Hlutfall grójfóðurs í fóðri kúa árin 1994 og 1995. 0,8 = 80% gróffóður. sem höfðu aðstöðu og kunnáttu til að nýta gripi sína betur en áður, fremur takmarkaður heyfengur að magni víða um land haustið 1995 og að síðustu sterkari viðbrögð en áður í þá átt að framleiða mjólk þegar álag er á greiðslur fyrir mjólkina. Hægt er á margan hátt að skoða þróun framleiðslu og kjamfóður- notkunar í samhengi. í mynd 2 er einn slíkur samanburður sýndur. Þar er reiknað hve hátt hlutfall mjólkurframleiðslu í hverju héraði virðist byggt á gróffóðri og er þá gerð krafa um að hvert kg kjarn- fóðurs skili 2,5 kg af mjólk eins og alþekktar niðurstöður fóðurtilrauna segja okkur. Þessi samanburður sýnir glöggt að þróunin er alls staðar í öfuga átt eins og vænta má nema í Suður-Þingeyjarsýslu þar sem ástand er óbreytt á milli ára. Á það skal bent að þessi mælikvarði hentar ef til vill fyrst og fremst til samanburðar en má ekki taka of bókstaflega sem best sést á því að ef kjarnfóðurgjöf er engin þá kemur sá aðili best út óháð því hverjar afurðir eru. Einnig er rétt að benda á að kjarnfóðurgjöf er ekki skráð nema á um tveimur þriðju hlutum búa sem skýrslur senda en hér eru hins vegar notaðar meðaltalstölur um afurðir á öllum búum. Slíkt getur skekkt eitt- hvað samaburð á milli héraða en síður innan héraðs vegna þess að það eru sömu bú sem hafa þessa skráningu bæði árin. Ljóst er, þegar farið er að skoða afurðir og kjarnfóðurgjöf í samhengi, að mis- munur í henni skýrir allmikið af afurðamun á milli héraða. Það vekur einnig athygli að þessi samanburður sýnir ekki þann mun á milli héraða sem búast hefði mátt við vegna munar í burðartíma hjá kúm á milli héraða. Þannig sýnir þessi samanburður hvað óhagstæð- astar tölur í Húnavatnssýslunum en það eru þau héruð þar sem hlutfall kúa sem bera síðla vetrar og að vori er hvað hæst. Meginskýring á þeirri neikvæðu þróun í framleiðslu á milli áranna 1994 og 1995 sem hér hefur verið fjallað um er tvímælalaust hið slaka gróffóður sem víða var notað í mjólkurframleiðslunni á fyrri hluta ársins. Á Suður- og Vesturlandi var gróffóður haustið 1994 víða heldur lélegt. Þetta leiddi til þess að þegar kýr voru bundnar inn haustið 1994 varð víða á þessu svæði mikið fall í afurðum og eins og reynsla hefur kennt mönnum þá gekk lítt að vinna það fall í afurðum upp síðar um veturinn. Þá voraði fremur seint vorið 1995, veturinn hafði verið gjaffelldur og alltof víða í sveitum norðanlands munu bændur hafa verið orðnir knappir með hey. Jafnbetra gróffóður haustið 1995 um allt land, en verið hefur nokkur undangengin ár, mun hins vegar leiða til umtalsverðra breytinga eins og mjólkurframleiðsla um allt land á síðustu mánuðum ársins sýnir. Þessar niðurstöður sýna hins vegar Tafla 2. Afurðahœstu bú á landinu 1995 með 10 árskýr eða fleiri eru skýrslufœrðar Kjam- Kg fóður Bú Arskýr mjólk kg Viðar Þorsteinsson, Brakanda, Skriðuhreppi ............. 25,5 6550 847 Jón og Sigurbjörg, Búrfelli, Ytri-Torfustaðahreppi ..... 23,1 6465 1203 Félagsbúið, Baldursheimi, Mývatnssveit ................. 15,2 6358 1169 Gunnar Sigurðsson, Stóru-Ökrum, Akrahreppi ............. 18,7 6273 1005 Sturlaugur og Bima, Efri-Brunná, Saurbæjarhreppi ... 27,7 6131 1040 Ragnheiður og Klemenz, Dýrastöðum, Norðurárdal ... 16.7 5877 839 Vilhjálmur Þórarinsson, Litlu-Tungu II, Holtum ......... 20,7 5859 Kristján B. Pétursson, Ytri-Reistará, Amameshreppi ... 10,5 5852 1167 Óskar Kristinsson, Dísukoti, Djúpárhreppi .............. 17,6 5851 1013 Reynir Gunnarsson, Leirulækjarseli, Álftaneshreppi ... 21,7 5795 808 70 FREYR-2’96

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.