Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.2000, Blaðsíða 2

Freyr - 15.09.2000, Blaðsíða 2
Ritfregn Skógræktarritið 2000 S t er komið Skógræktamtið árið 2000 en þetta rit er eina sérrit um skógrækt hér á landi, gefið út af Skógræktarfélagi Islands, en ritið hefur komið út nær samfellt frá stofnun félagsins árið 1930. Skógræktarritið í ár er sérlega glæsilegur prentgripur, hvort sem litið er á efni eða búning. Svo sem vænta má á það mest erindi til skógræktarmanna, lærðra og leikra, sem og alls áhugafólks um ræktun, viðhald og eflingu gróðurs hér á landi og þá ekki síst bænda, en áhugi þeirra á skógrækt vex nú hröðum skrefum. Um það vitna m.a. stórverkefni í skógrækt sem hafin eru í öllum landsfjórðungum, þar sem Héraðsskógar riðu á vaðið. Efni þessa heftis má skipta í tvo meginflokka, fræðilegar greinar og alþýðlegt efni. Fræðilegu greinamar eru meirihluti af efni ritsins, en eiga þó beint erindi við hinn almenna skógræktaráhugamann eða bændur. Má þar nefna greinar um klóna víðitegunda til skjólbelta- ræktunar. Tvær greinar em um samanburðarrannsóknir á þeim, en vaxandi áhugi er á skjólbeltarækt í íslenskum landbúnaði um þessar mundir. Skipuleg skógrækt á íslandi er aldargömul um þessar mundir. Lengi, einkum framan af öldinni, var mjög á brattann að sækja fyrir skógræktaráhugamenn, e.t.v. mest fyrir vantrú margra en einnig fyrir það að allt jarð- næði var umsetið og gróður af skomum skammti fyrir þann búsmala sem á landinu gekk og gaf arð í afurðum sínum. Margra alda barátta þjóðarinnar við hungurvof- una var þá djúpstæð í þjóðarvitundinni. Við þessi skilyrði dugðu ekkert minna en hugsjónamenn og helst eldhugar til að beijast fyrir málstað skógræktarinnar. Af því leiddi að skógræktarmenn, meðvitað eða ómeðvitað, stofnuðu til eins konar bræðralags þar sem málstaðurinn ól af sér sterkan samhug og stemningu. Þessi sterka stemming hefúr lengi einkennt skrif um skógrækt og hrifið fólk með sér og sá lesandi er fátækur í anda sem er ekki gripinn af áhuga og framtíðarsýn skógræktarmanna. Ýmislegt efni í ritinu flokkast undir þetta. Skógrækt er um þessar mundir einn helsti vaxtarbroddur í íslenskum landbúnaði. Bændur sem em að leggja hana fyrir sig hafa fulla ástæðu til að kynna sér það sem um skógrækt er skrifað hér á landi og þar ber Skógræktarritið hæst. Ársrit Skógræktarfélags íslands fæst í bókabúðum en allir félagsmenn í skógræktarfélögum em jafnframt áskrifendur að því. M.E. Lítil útgjöld mikilvægust fyrir útkomuna Hagkvæmur rekstur á kúabúum byggist á litlum framleiðslukostn- aði frekar en miklum afurðum. Það er niðurstaða rannsóknar á vegum Sambands kúabænda í Evrópu, European Dairy Farmers. í rannsókninni tóku þátt 116 kúa- bú í löndum ESB. Þeim var skipt í þrjá hópa eftir hagkvæmni í rekstri. Það sem sýndi sig að vera mikilvægasta einkenni hagkvæm- ustu búanna var lágur framleiðslu- kostnaður. Bestu búin framleiddu mjólk með 20% minni kostnaði en meðalbúið í rannsókninni. Á hagkvæmustu búunum vom útgjöld vegna aðkeypts vinnuafls einniglæst. Það stafaði ekki af lág- um launum heldur af meiri fram- legð þeirra sem unnu við búin. Fjöldi kú og nyt þeirra skipti minna máli fyrir útkomuna. Bestu búin vom með 172 kýr samanbor- ið við 150 kýr að meðaltali en árs- nyt þeirra var 7000 kg samanborið við 7400 að meðaltali. Það er ekki unnt að draga fram neitt sérstakt svæði í Evrópu sem betra til mjólkurframleiðslu en annað. (Bondebladet nr. 37/2000, eftir Land Lantbruk í Svíþjóð) 2 - FREYR 9/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.