Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.2000, Blaðsíða 35

Freyr - 15.09.2000, Blaðsíða 35
Land í tötrum skrýðist aftur gróðri Um eyðingaröfiin Engum blandast nú hugur um að gróið land á Islandi er langt frá því svo mikið eða í því ástandi sem það gæti best verið. Gróðurfarið endurspeglar allt í senn, áhrif meira en ellefu alda bú- setu, breytilegs veðurfars, mikilla harðinda á löngum öldum, en betri tíða á milli, og ekki síst ber það í stórum landshlutum menjar, land- mótunaraflanna miklu, eldgosa og jökla. Samverkan „elds og ísa“, hin ægilegu jökulhlaup, sem einkum hafa bitnað á landi með Suður- ströndinni nær allri, einkum austan Þjórsár, hefur tvímælalaust verið lang hraðvirkast og stórtækast við að færa í kaf gróður eða beinlínis svipta gróðurþekju af landinu. En ekki þurfti eldsumbrot til, jökulám- ar smáar sem stórar réðu á meðan þær voru enn allar óbeislaðar yfir ótrúlegum eyðingarmætti. Þær voru síbreytilegar eftir því sem jöklar gengu fram eða hopuðu, að þeim verður vikið síðar. Hér hefur ekki verið vikið að uppblæstri lands, sem var á sumum öldum geigvænlegur og er enn á ákveðnum svæðum. Því megum við allra síst gleyma eða afneita. í allra stærstu dráttum er upp- blástur - áfok sands á gróðurlendi og beint vindrof jarðvegs og gróð- urs bundið við móbergssvæði landsins - hinn eldvirka hluta þess. Hér er einkum um að ræða upp- blástursgeira sem ganga niður til byggða frá miðhálendi landsins en þar ráða jöklamir einnig rikjum - frá þeim bera jökulámar ár og síð leir og sand. Við upptök flæða þær um sand- og aurflæmi sem ýmist stækka eða minnka eftir því hvort gengur á jöklana eða þeir skríða fram. Þama er ótæmandi uppspretta sands sem smám saman skríður svo niður yfir gróðurlendin ef þau eru þá ekki þegar eydd og orpin sandi. Undir þessa grófu lýsingu má heimfæra langflest af þeim alvarlegu gróðureyðingarvanda- málum (uppblástur og áfok) sem enn er glímt við af Landgræðslu ríkisins og fjölmörgum bændum í samvinnu við hana. Þáttur búsetunnar En hver er þá þáttur búsetunnar - mannsins? Hvað um eyðingu skóg- anna og þar af leiðandi skjólleysi og veikingu gróðursvarðarins? Hvað með beitina? Allt hefur þetta haft afar mikil áhrif - og hefur enn, en þó miklu minni nú en áður, og við þetta getum við ráðið, það er mergurinn málsins. Óþarft er að tíunda hér hve mikið hefur dregið úr álagi á landið af völdum beitarfénaðar, einkum sauðfjár, og áníðsla skóga t.d. heyr- ir nánast sögunni til. Fé hefur fækk- að um nær helming frá því sem flest var fyrir 20 árum, vetrarbeit er lögð af, fé sem gengur í afréttum hefur fækkað enn meira, en sem svarar heildar fjárfjölda og beitartími á út- haga hefur einnig styst verulega. Mest af þessu hefur verið að gerast síðustu þrjá til fjóra áratugina. Ein- kenni hinna stórfelldu breytinga í búskaparháttum er að ræktunarbú- skapur hefur komið í stað fleyt- ings- og sjálfsþurftarbúskapar. En hvað þá um hrossin? Mun einhver spyrja, eru þau ekki að níða land? Hrossum hefur eins og allir vita fjölgað mjög mikið í landinu síð- ustu áratugina og almennt er viður- kennt að betra væri að þeim fækk- aði verulega. Sú fækkun virðist reyndar hafin. Þess eru óneitanlega dæmi að einstakir bændur og aðrir haldi fleiri hross en þeir hafa haga fyrir sem er bæði óhæfa og óþarfi. A þetta hefur margoft verið bent að undanfömu og nú fer fram skipu- legt starf að frumkvæði Land- græðslu ríkisins og í samvinnu við Bændasamtök íslands, landbúnað- arráðuneytið og viðkomandi bún- aðarsambönd sem miðar að úrbót- um á þessu sviði. Hvar stöndum við? Oft hefur verið um það rætt hvem- ig gróðurreikningur landsins standi og lengi óttuðust menn að meira eyddist af gróðurlendi en það sem vinnst með uppgræðslu og sjálf- græðslu. Eðli málsins samkvæmt er því mikið haldið á lofti að enn á sér stað uppblástur, sandfok og eyðing gróins lands. Hins er sjaldnast getið og þykir e.t.v. ekki nógu fféttnæmt í fjölmiðlum að landið er mjög víða að gróa upp og að gróðri fer mjög víða ffam svo að miklu munar ár ffá ári. Þetta er hægt að fullyrða þó að ekki séu fyrir hendi beinar mælingar. Reyndar er það svo að engar beinar mælingar hafa farið fram, hvorki á því hve mikið eyðist að jafnaði frá ári úl árs né hinu hve mikið grær enda væm slíkar mælingar mjög dýrar. Það er hins vegar mjög röng mynd, sem almenningur fær af þessum málum, ef þess er hvergi getið sem vel hefur til tekist í þess- um efnum, ekki hvað síst í störfum Landgræðslu ríkisins nú í hart nær eitt hundrað ár. Það hlýtur að vera í FREYR 9/2000 - 35

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.