Freyr

Volume

Freyr - 15.09.2000, Page 20

Freyr - 15.09.2000, Page 20
Lesið í landið Gönguferðir af ýmsum toga sækja stöðugt á sem vinsæl afþreying hjá almenningi. Gildir þá einu hvort um er að ræða heilsubótargöngur á sléttum gang- vegum eða torfærari leiðir þar sem meira reynir á fæmi gönguhrólfa (mynd 1) Þetta er ódýr skemmtun þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og ekki síst tilvalið fyr- ir alla fjölskylduna að sameinast um áhugamál. A okkar fallega landi em óþrjót- andi gönguleiðir og einungis áhugasvið viðkomandi sem stjóm- ar. Ákveðin svæði njóta þó meiri vinsælda en önnur og ræður þar oft- ast sérstætt náttúrufar, sagan eða ögrandi fjallstindar. Umferð, merk- ingar og hversu aðgengilegt göngu- landið er hefur einnig áhrif. Það er gömul saga og ný að „landslagið væri lítils virði ef það héti ekki neitt.“ Fyrir hinn almenna útivistarmann er vitneskja um það svæði, sem gengið er um, eitt af því sem margfaldar gildi gönguferðar- innar. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða stutt rölt um bæjarhólinn hér á Hólum eða göngu yfir Heljar- dalsheiði svo að dæmi séu tekin. Blessunarlega hefur verið staðið býsna vel að ömefnasöfnun um land allt og þau varðveitt sem skráðar heimildir handa komandi kynslóðum sem innan tíðar vaxa að stómm hluta upp í þéttbýli. Með slíkri þróun rofna hin daglegu tengsl við náttúruna sem gerðu það að verkum að hver hóll og hæð skipti máli í leik og staifi kynslóða öld eftir öld. Sérhver bær á sína sögu En það eru víða „sögustaðir“. Raunar má um landið allt skoða byggða- og búsetuþróun þess. Gamlar rústir, sem gróið er yfir, geta verið sögusvið örlagaríkra at- burða þó að ekki hafi verið fært í annála heldur varðveist í munnlegri eftir Gunnar Rögnvaldsson, Hólaskóla, ferðamála- braut geymd í nágrenninu. Garðbrot, lækur eða álfaþúfa, allt geta þetta verið sviðsmyndir atburða, leikja og dagdrauma fólks um aldir. Og þama kreppir skóinn. Stöðugt fara fleiri bæir í eyði eða þar verða ábú- endaskipti, eldra fólkið flyst í burtu og um leið eykst hættan á að sögur og munnmæli, er tengjast landinu, glatist. Við þessu er þó hægt að spoma. Langar mig í því sambandi að nefna einstaka heimildasöfnun sem nú er í gangi við ritun Byggða- sögu Skagafjarðar. Þar fer ritstjór- inn, Hjalti Pálsson, ekki einungis á hvert einasta býli í héraðinu og skráir sögu þess heldur einnig á öll sel sem vitað er um, teiknar af þeim uppdrátt og staðsetur með GPS mælitæki. Sömuleiðis safnar hann sögum og munnmælum gömlum og nýjum hjá heimamönnum er tengj- ast búsetu jarðanna. Þannig verður mörgum heimildum bjargað frá glatkistunni. Til að viðhalda þessum menning- ararfi okkar og ekki síst koma hon- um til skila þarf að gera tvennt. Annars vegar virkja áhuga almenn- ings og auðvelda honum að lesa í landið, þ.e. vita eftir hverju á að Urð og grjót, upp ímót“. 20 - FREYR 9/2000

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.