Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.2000, Blaðsíða 19

Freyr - 15.09.2000, Blaðsíða 19
Ferðaþjónusta á vegum bænda önnur en á hótelum Mikil þróun hefur orðið á þjónustu Ferðaþjónustu bænda undanfarin ár. Bændur bjóða nú upp á meiri og fjöl- breyttari þjónustu. Má þar nefna aukið úrval af afþreyingu sem ferðamaðurinn getur nýtt sér á staðn- um án þess að þurfa að panta fyrir- ffam. Ferðamaðurinn nýtur góðs af því að fleiri bændur leggja sig nú fram við að lifa af ferðaþjónustu. Við fáum mjög góð viðbrögð frá farþegum okkar sem em ánægðir með þjónustuna sem bændur veita. Gistiaðstaðan á bæjunum er orð- in mjög góð og bilið milli hótela og bændagistingar hefur minnkað. Það getur haft áhrif á væntingar ferðamannsins. Þegar hann ákveð- ur að gista á bæ á vegum Ferða- eftir Franck Lemaitre, sölustjóra þjónustu bænda vill hann finna ákveðið sveitaandrúmsloft; geta sest niður með húsráðendum og spjallað um daginn og veginn. Þess vegna verður hann fyrir nokkmm vonbrigðum þegar hann gistir á sveitahóteli þar sem hann finnur ekki þessa sveitastemmningu. Sú þjónusta sem skrifstofa Ferðaþjónustu bænda veitir er okk- ur mjög mikilvæg. Það er einfald- ara fyrir okkur að senda skrifstof- unni eitt fax með beiðni um að bóka 10 mismunandi bæi en senda að senda fax á hvem bæ fyrir sig. Ljóst er að við getum treyst starfs- mönnum skrifstofunnar sem vinna bæði hratt og örugglega. Skrifstofa Ferðaþjónustu bænda er mikilvæg- ur milliliður milli bænda og ferða- skrifstofa/ferðaheildsala. Hún fylg- ist með þróun markaðarins og getur látið bændur vita hverjar þarfir og væntingar ferðamannsins em. Framtíð Ferðaþjónustu bænda er björt, sérstaklega þar sem aukning er á einstaklingsferðum. Bændur verða einungis að gæta þess að við- halda og rækta það sem aðgreinir þá frá hótelum. Franck Lemaitre er sölustjóri í ís- landsdeild Comptoir d'Islande í París. Fyrirtœkið er ein stœrstaferðaskrifstofan sem sérhœfir sig í Islandsferðum og sendi 2800ferðamenn til íslands árið 1999. þreyingar í ferðaþjónustu - á hvers konar ímynd viljum við leggja áherslu, til hvaða fólks viljum við höfða? Afþreying á borð við gönguferðir, veiði, siglingar, skoð- unarferðir, heimsókn á sögustaði eða á bændabýli, réttarferðir o.fl. er allt dæmi um athafnir sem tengjast dreifbýlinu í sjálfu sér og hafa yfir sér yfirbragð rólegheita og afslöpp- unar. En svo er líka að finna annars konar afþreyingu sem er tækni- vædd, nútímaleg, hröð en þar má t.d. nefna fjallahjólaferðir, jeppa- ferðir, brettasiglingar og klifur- og ævintýraferðir hvers konar. Þessi tegund afþreyingar byggir ekki endilega á eiginleikum dreifbýlis- ins heldur er hlutverk þess miklu frekar að vera leikvöllur, skapa rými fyrir allar þessar athafnir. En er eitthvað að því? Nei, það þarf ekki að vera en ef þessi þróun er lít- ið skipulögð þá aukast líkumar á árekstmm milli hefðbundinnar af- þreyingar og nýjunga. Má þar nefna dæmi á borð við: sportbáta/stangveiði fjallahjól/göngufólk vélsleðar/gönguskíði. í markaðssetningu á ferðaþjón- ustu (reyndar í markaðssetningu al- mennt) er unnið með ímyndir sem eiga að hafa þau áhrif á einstakling- inn að með honum skapist þörf og löngun í ákveðna neyslu. I Evrópu og Norður-Ameríku hefur dreifbýl- ið fyrst og fremst verið markaðssett sem einfaldur, hefðbundinn, óum- breytanlegur og friðsæll vemleiki sem hefur glatast í borgarsamfélagi nútímans. ímynd dreifbýlisins er því ímynd hins upprunalega og ósvikna, þar á að ríkja friður og ró og vera hátt til lofts og vítt til veggja (myndir 1 og 2). ísland á að sjálfsögðu góða möguleika til þess að uppfylla þessar kröfur en það er þó eins og við höfum verið svolítið feimin við að halda sveit- inni á lofti sem eftirsóknarverðum vemleika í sjálfum sér. Við emm alltaf að keppast við að sannfæra útlendinga um að það sé svo mikið stuð að vera á íslandi, hvort heldur er í sveit eða borg. En getur þá ver- ið að við missum af hópi fólks sem er að sækjast eftir því gagnstæða? Ferðaþjónustan á Islandi hefur þróast hratt og ekki alltaf verið tími til þess að hugleiða mikið hvert beri að stefna. Um allt land em þó í gangi jákvæð og spennandi verk- efni sem eiga eftir að stuðla að betri og ömggari þjónustu við ferða- menn. Jákvæðasti þátturinn er sú svæðis- eða staðarvitund sem upp- bygging í ferðaþjónustu hefur víða leitt af sér. Margir hafa áttað sig á gildi þess að þróa og rækta sérstöðu hvers svæðis eða staðar því að fá- um ferðamönnum þykir spennandi að vera alltaf boðið upp á sama rétt- inn í sömu skál. Þennan áhuga þarf að efla og styðja með rannsóknum og aukinni menntun þeirra sem starfa í ferðaþjónustu. Þannig tök- um við á móti gestum okkar með reisn sem byggist á virðingu fyrir umhverfi okkar og samfélagi í stað þess að smala þeim fjöm úr fjöm. FREYR 9/2000 - 19

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.