Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.2000, Blaðsíða 37

Freyr - 15.09.2000, Blaðsíða 37
Múlakvísl hefur landræman frá fjalli til sjávar verið grædd þar sem áður voru sandar. A sjálfum Mýr- dalssandi sem heita má að allur hafi verið ein ægileg auðn síðan eftir Kötluhlaupið 1918 hafa nú verið græddir upp allbreiðir bekkir beggja vegna vegar allt austur undir Álftaver, nokkuð á annað þúsund hektarar að flatarmáli. Fyrir austan Skálm liggur þjóðvegurinn austur undir Kúðafljót, m.a. framhjá Lauf- skálavörðum um svæði sem á síð- ustu 20-30 árum hefur gróið upp frá því að vera berir aurar eða sandar. Þar fyrir austan tekur við Eld- hraunið allt austur á móti Kirkju- bæjarklaustri. Þetta ríflega tvö- hundruð ára hraunflæmi er nú nær allt fallega gróið og hefur miklu munað um gróðurframvinduna síð- ustu áratugina, þó að enn sé háð hörð glíma við sanda og jökul- hlaup. Austan við Skaftá hjá Klaustri tekur við Stjómarsandur, svo að enn sé fylgt þjóðveginum. Við hann hófst glíman þegar fyrir aldamótin 1900, en nú er hann að mestu gróinn og ræktuð skjólbelti setja svip sinn á landið. Neðan við Eystra-Eldhraunið er Brunasandur sem ekki ber lengur nafn með rentu. ■..... , ..-.™ Þegar kemur austur fyrir Lóma- gnúp tekur við hinn ógnarvíðfeðmi Skeiðarársandur, sem í flestra aug- um mun vera auðnin ein, en svo er ekki. Þrátt fyrir nýleg jökulhlaup er sandurinn að verulegu leyti að gróa upp bæði ofan þjóðvegar, þar sem m.a. birki er tekið að nema land, og einnig þar fyrir neðan eru að gróa upp mellönd og jafnvel mýrlendi enn nær sjónum. Þar hafa um nokk- um aldur verið afréttarlönd bæja í Öræfum, en ákveðinni ítölu fylgt. Öræfasveit, frá Skeiðará að Jök- ulsá á Breiðamerkursandi, hefur orðið fyrir meiri áföllum vegna eldgosa og jökulhlaupa en nokkur sveit önnur. Alkunna er að hún breyttist við eitt hlaup samfara eldgosi í Öræfajökli 1321, úr Litlahéraði í „Öræfi“. Nú þegar allar ámar hafa verið brúaðar og hamdar með fyrirhleðslum er land þar að gróa upp og birki og víðir hefur numið land á stórum svæðum frá Skaftafelli í vestri austur fyrir Virkisá austan við Svínafell, svo dæmi sé nefnt. Grávíðir þekur þar einnig stórar flesjur. Um miðbik sveitarinnar hefur Landgræðslufélag Öræf- inga, stofnað 1992, haslað sér völl. Það girti í samvinnu við Landgræðslu ríkisins um 13 km langa girðingu frá Hofi og austur að Hnappavöllum norðan þjóð- vegar og friðaði um 5000 hektara af ógrónum skerjum (melum) í lághlíðum Öræfajökuls og er nú þegar búið að græða þar stór svæði með plöntun og sáningu lúpínu. Sú græðsla blasir nú við vegfarendum. Austast í sveitinni er svo hinn víðfeðmi Breiðamerk- ursandur austur að Jökulsá, og heldur áfram þar fyrir austan, allt austur undir Reynivelli í Suður- Landgrœðslusáning með lúpínu á vegum Landgrœðslufélags Örœfinga. Örœfajökull á baksýn. (Ljósm. Andrés Arnalds). FREYR 9/2000 - 37 Tveggja ára sáning af beringspunti meðfram þjóðvegi 1 á Mýrdalssandi. (Ljósm. Sveinn Runólfsson).

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.