Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.2000, Blaðsíða 38

Freyr - 15.09.2000, Blaðsíða 38
Horft yfir Skógareyjarsvœðið inn í Hoffellsdal á fyrstu árum uppgrœðslu þar. (Ljósm. Sveinn Runólfssson). sveit, allir þeir sandar eru nú þakt- ir einhverjum gróðri sem óðum þéttist og er ljóst að þeir verða fyrr en varir algrónir. I Suðursveit mæta vegfaranda fyrstu félagsræktunartúnin í Aust- ur-Skaftafellssýslu, ræktuð á aur- um og söndum, frá byrjun sjöunda áratugs aldarinnar en þau eru víða beggja vegna vegar allt austur á Mýrar. Ræktuð lönd í Austur- Skaftafellssýslu meira en tvöföld- uðust á sjöunda áratugnum, græn- fóðurræktun jókst og túnbeit að hausti og vori var tekin upp sem fastur liður í búskapnum. Álag á úthaga stórminnkaði þessu sam- fara. Sandar og aurar tóku þá hvarvetna að gróa upp, þar sem þeir voru lausir við ágang vatn- anna. Þetta er t.d. mjög áberandi á vesturhluta Mýra austur að Hólmsá. Jökulsá í Lóni var fyrst brúuð af stórám sýslunnar árið 1952, síðan Hornafjarðarfljót 1961 og Jökulsá á Breiðamerkursandi 1967. Fyrir- hleðslur þessu samfara og einnig við minni ár friðuðu stórfelld landsvæði fyrir ágangi vatna og gerðu ræktunina mögulega í mörgum tilfellum, en annars stað- ar tók landið að gróa upp af sjálfs- dáðum. Skógey - Hoffellsjökull Óvíða á landinu getur að líta jafn mikla og árangursríka ræktun og grósku á stóru og samfelldu svæði og á svæðinu austan við Hornafjarðarfljót og austur að Hoffellsá, neðan þjóðvegar og allt niður á móts við Höfn í Horna- firði. Einu nafni er nú svæðið kennt við Skógey sem áður var eyja í Hornafjarðarfljótum. Þarna var hafist handa um gerð varnar- garða árið 1983 austan Fljóta og síðan einnig vestan þeirra og við Hoffellsá. Á vegum landgræðslu- verkefnis hafa verið gerðir 15 km langir garðar. Allt má þetta svæði, sem að stærstum hluta var undir vatni Hornafjarðarfljóta, nú að heita fullgróið. Ofan þjóðvegarins voru stór- felldir ógrónir aurar allt upp að Svínafelli og Hoffellsbæjum. Þar var t.d. korni sáð í svartan sand upp úr 1960, en nú er hann allur gróinn. Sömu sögu er reyndar einnig að segja um dalina inn af þessum bæjum, í botni þeirra voru aurar ógrónir. En vegna mikils 38 - FREYR 9/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.