Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.2000, Blaðsíða 17

Freyr - 15.09.2000, Blaðsíða 17
Höfum við gengið til góðs ? Hugleiðingar um ferðaþjónustu á íslandi Skáldsagan Birtan á fjöllunum eftir Jón Kalmann Stefáns- son, sem kom út fyrir jólin 1999, hefur að geyma kostulega lýsingu á því þegar túrisminn held- ur innreið sína í ónefnt íslenskt þorp á áttunda áratugnum. Af- greiðslustúlku kaupfélagsins verður svo mikið um þann atburð þegar þýsk hjón reka neftð inn í verslun- ina að hún æðir um allt þorpið hrópandi „túristar, túristar“ og þorpsbúar sameinast í því að reka þessa þýðversku ferðamenn eins og ráðvillt sauðfé niður í fjöru svo að hægt sé að fara með þá í fyrstu skipulögðu skoðunarferðina um fjörðinn. Ferðaþjónusta. Það virðist vera svo ótrúlega skammur tími síðan þetta orð hafði frekar framandi merkingu í huga þorra Islendinga. Einna helst að það kallaði fram myndir af dúðuðugum Þjóðverjum í íslensk- um sumarhita, rútum og Eddu hótelum. Fáir töldu sig málið varða og enn færri álitu að um atvinnugrein væri að ræða. Nú er ferðaþjónusta í öðru sæti hvað varðar gjaldeyrissköpun fyrir þjóðarbúið enda komu 262 þús. erlendir ferðamenn til landsins á síðasta ári og var það 13% aukning milli ára. Arið áður var aukning- in rúm 15% sem er mesta aukning á milli ára á þessum áratug. Reyndar stefnir í nýtt met á þessu ári því að í júlí hafði erlendum ferðamönnum fjölgað eftir Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur, deildar- stjóra Ferðamála- brautar Hólaskóla um 17% miðað við sama tíma í fyrra . Vandi vex með vegsemd hverri og því miður settu alvarleg slys mark sitt á nýliðið sumar og alltof margir ferðamenn áttu ekki afturkvæmt úr íslandsför sinni. Aldrei hefur verið jafn ljóst hversu vandasöm ferðaþjónustan er - það nægir einfaldlega ekki að smala ferðamönnunum bara niður í fjöru. Fleiri blikur eru einnig á lofti því að undanfama mánuði hefur verið töluverð umræða um erfiðleika í greininni þrátt fyrir aukin umsvif. í ársskýrslu Samtaka ferðaþjónust- unnar frá því fyrr á þessu ári em raktar helstu ástæður versnandi af- komu fyrirtækja í greininni. Ber þar hæst lægri tekjur af hverjum ferða- manni, ójafna dreifingu ferða- manna um landið og eftir árstíðum og óhagstæða gengisþróun síðustu misserin . Margir hafa því uppgötvað, eftir að hafa hellt sér út í ferðaþjónustu, að þar er oft sýnd veiði en ekki gef- in. Það felst ómæld vinna í því að laða til sín ferðamenn og sú vinna getur verið lengi að skila hagnaði. Ferðaþjónustuaðilar á landsbyggðinni eru flestir smáir og hafa oft takmarkaða sam- vinnu sín á milli. Menn hafa því einatt verið að finna upp hjólið í stað þess að nýta sér þá reynslu sem fyrir er. Mörgum finnst þeir og vera ein- angraðir í sínu striti og skorta leiðarljós um það hvert halda skuli. Ferðaþjónusta og byggðaþroun Undanfarin ár hafa ráðamenn í hinum dreifðari byggðum landsins horft mjög til ferðaþjónustu sem nokkurs konar bjarg- vættar í annars ein- hæfu atvinnuumhverfi þar sem frumfram- Veröld sem var. .. Ljósmynd: Broddi Reyr Hansen. FREYR 9/2000 - 17

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.