Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.2000, Síða 34

Freyr - 15.09.2000, Síða 34
Uppskerustörfum lokið á Auðólfsstöðum. í Skýrslu Hagþjónustu landbún- aðarins (1998) um Hagkvæmni komræktar á íslandi kemur fram að heildarkostnaður á hektara er 61.575 kr. Framreiknaður kostnað- ur án launa nemur 52.370 kr. Launagreiðslugetu komræktarinnar má sjá í 9. töflu. Miðað er við með- aluppskeru sexraðayrkjanna og spáð fyrir um uppskem á Leys- ingjastöðum, Blönduósi og Barkar- stöðum með aðhvarfi uppskeru (85% þe.) að meðalhita. Aðhvarfs- líkingin verður y=l,2x-7,l (R2=0,98). Ljóst er að miklu munar á hag- kvæmni kornræktarinnar milli til- raunastaða. A Auðólfsstöðum er Dýr kýr Fyrr á þessu ári kom upp eitt tilfelli af kúariðu í Danmörku. Kýrin sem greind var með veikina hefur reynst dönskum landbúnaði dýr þar sem ýmis lönd stöðvuðu innflutning á dönsku nautakjöti í kjölfar þess. Áætlað er að danskur landbún- aður hafi orðið af útflutningi á nautakjöti sem nemur 250 millj. dkr. af þessum sökum. (Land nr. 30/31-2000) launagreiðslugeta hvers hektara mikil en greiða þarf verulega með ræktuninni á Tannstaðabakka. Mörkin eru við 2,6 tonn en sé upp- skeran yfir því skilar hún launum. Ekki er gert ráð fyrir tekjum af hálmi en líklegt er að hægt sé að selja hluta af uppskomum hálmi sem hrossafóður eða undirburð undir gripi. Lokaorð Niðurstaða verkefnisins er sú að í Húnavatnssýslum er hitafar afar breytilegt milli staða. Bein afleið- ing af því er að skilyrði til korn- ræktar eru þar mjög misgóð. í hlýjustu dölum jafnast þau á við það sem best gerist í Skagafirði og Eyjafirði, en þar sem kaldast er má segja að kornrækt sé vonlaus jafnvel þótt á láglendi sé. Meginhluti héraðsins býður upp á skilyrði sem eru einhvers staðar þarna á milli. Nú er það svo að hægt er að hafa gagn af kornrækt án þess að uppskera sé árviss ef hún er liður í endurræktun túna og ekki stunduð í stórum stíl. Þá er auðvelt að slá kornið í grænfóður þegar illa árar. í stórum hluta héraðsins gæti kornrækt gengið á þeim forsendum. Kornrækt í stórum stíl eins og hún hefur verið stunduð í Eyjafirði og Skagafirði nú um nokkurra ára bil væri þó aðeins möguleg í hlýjustu dölum í Austur-Húnavatnssýslu, en þar er ræktunarland líklega takmarkandi þáttur. Heimildir Bjöm M. Ólsen, 1910. Um kom- yrkju á Islandi að fomu. Búnaðarritið 24: 81-167. Hagþjónusta landbúnaðarins, 1998. Úttekt á hagkvœmni komrœktar á Islandi ásamt samantekt um stuðning við kom- rœkt í þekktum komrœktarlöndum. Skýrsla unnin fyrir landbúnaðarráðuneyt- ið. 53 s. Jónatan Hermannsson, 1993. Kom- rækt á Islandi, I: Ráðunautafundur 1993. Búnaðarfélag Islands og Rann- sóknastofnun landbúnaðarins: 178-187. Klemenz Kr. Kristjánsson, 1943. Komræktartilraunir á Sámsstöðum og víðar gerðar árin 1923-1940. Atvinnu- deild Háskólans, Rit landbúnaðardeild- ar Bl: 107 s. Nurminiemi, M. & O. A. Rognli, 1996. Regression analysis of yield sta- bility is strongly affected by companion test varieties and locations - examples from a study of Nordic barley lines. Theor Appl Genet 93: 468-476. Nurminiemi, M., Á. Björnstad & O.A. Rognli, 1997. Yield stability and adaption of Noric barleys. Adaption in Plant Breeding 1997: 213-224. Páll Bergþórsson, 1965. Þroskalíkur byggs á íslandi. Veðrið 10: 48-56. Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 1997. Jarðræktarrannsóknir 1996, Fjöl- rit Rala nr.189 (ritstj. Hólmgeir Bjöms- son og Þórdís Anna Kristjánsdóttir). Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 1997b. Korntilraunir á Norðurlandi 1997. Sundurliðaðar niðurstöður ein- stakra tilraunastaða, óbirt gögn. Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 1998. Jarðræktarrannsóknir 1997, Fjöl- rit Rala nr.193 (ritstj. Hólmgeir Bjöms- son og Þórdís Anna Kristjánsdóttir). Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 1999. Jarðræktarrannsóknir 1998, Fjöl- rit Rala nr.199 (ritstj. Hólmgeir Bjöms- son og Þórdís Anna Kristjánsdóttir). Veðurstofa íslands, 1999. Gögn um hitafar á veðurstöðvunum á Biönduósi og Barkarstöðum. 34 - FREYR 9/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.