Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.2000, Blaðsíða 7

Freyr - 15.09.2000, Blaðsíða 7
Er það rétt að ferðaþjónusta blessist betur nálægt hringveginum en þegar lengra dregurfrá honum? Það er ekki hægt að segja þetta svona. Þeir sem búa nálægt eða við hringveginn fá auðvitað meiri lausatrafík inn og þá óforvarandis. Hins vegar svæði í kringum As- byrgi eða Landmannalaugar og Þórsmörk og t.d. Snæfellsnesið, eru allt staðir, sem hafa eitthvað sér- stakt að bjóða upp á, og þeir trekkja líka mikið. í lok sumarvertíðarinnar í fyrra, hringdi ég í ferðaþjónustubændur til að leita frétta hvemig sumarið hefði gengið. Tveir bæir kvörtuðu yfir lítilli að- sókn og þeir liggja báðir um 30 km frá þjóðvegi 1 og buðu bara upp á gistingu. Ferðamenn taka ekki svona krók bara til að gista. Er mikil hreyfing á bœjum út og inn ? Já, það er alltaf eitthvað um það. Sumir bændur hætta fyrir aldurs sakir og svo verða eigendaskipti og hinir nýju vilja ekki stunda þennan rekstur. Svo koma alveg nýir og vilja prófa þetta, sumir endast stutt en aðrir finna sig í þessu. Hins vegar er algengt að þeir bæir, sem fyrir eru, séu að stækka við sig. Það hefur víða verið byggt upp af mjög miklum myndarskap og stórhug. Það eru nokkur dæmi um að bæir geti tekið á móti þetta 50-100 manns. Slíkir bæir taka á móti heilu ráðstefnunum eða starfs- mannafélögum í fæði, gistingu og fundaraðstöðu. Þannig hélt Félag ferðaþjónustubænda sjálft aðal- fund sinn á þessu ári í Sveinbjarn- argerði á Svalbarðsströnd. Það má líka benda á að fyrir 20 árum, þegar við vorum að byrja í þessu, var þetta aukabúgrein, en þeir sem eru núna að byggja upp frá grunni eða stækka við sig, eru að gera þetta að aðalstarfi. Þeim fækkar alltaf sem eru með þessa hefð- bundnu heimagistingu með öðrum búskap. Þarf sá sem œtlar út i ferðaþjón- ustu, ekki að hafa eitthvað til brunns að bera eða hafa lœrt eitt- hvað í því sambandi og hvemig er að því staðið? I raun og veru er ekkert með þessu fylgst. Hins vegar reka menn sig fljótt á það að ef engin lág- marksþekking er fyrir hendi, þá gengur bara ekki nógu vel. Um nokkurt skeið var starfandi ráðunautur hjá Búnaðarfélagi ís- lands og síðar Bændasamtökunum, Margrét Jóhannsdóttir, sem nú er hætt. Þeir sem byrjuðu leituðu þá til hennar og hún gerði fyrir þá arð- semisútreikninga. Þeir reikningar voru síðan lagðir til grundvallar fyrir því hvort menn fengju lán og framlög, þ.e. frá Framleiðnisjóði og Byggðastofnun. Síðustu 2-3 árin hefur ekki verið starfandi ráðunautur í greininni til að gera þessa útreikninga, þó að Árni Snæbjörnsson hafi gripið þama inn í með ýmis verk. En við erum svo að gera samninga við Hólaskóla um ýmsa þjónustu fyrir ferðaþjónustubændur, t.d. gæðamat á þessum býlum. Þessi þjónusta verður tengd námi á ferðamálabraut við skólann. Við fáum þama að- gang að rannsóknum á háskólastigi í ferðaþjónustu, sem ég tel mjög mikilvæga fyrir okkur. Núverandi landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson hefur af röggsemi kom- ið að þessu máli og lagt í það pen- inga og full ástæða er til að þakka honum fyrir það. En er það ekki í ferðaþjónustu, eins og í öðrum búgreinum, að það sé eitthvað í manneskjunni sjálfri sem þarf til að bera til að hún eigi heima þama, rétt eins og við eigum góða fjárbœndur sem hafa auga fyrirfénu? Það er eins með ferðaþjónustu eins og annan fyrirtækjarekstur að rekstrarlegar forsendur þurfa að vera fyrir hendi, en það er ljóst að þeir sem búa ekki yfn þjónustulund eiga að leggja eitthvað annað fyrir sig. Fólk í ferðaþjónustu verður að hafa gaman af að umgangast fólk, vera mannblendið og gefa af sér, annað er útilokað. Þú varst að spyija áðan hvort menn þyrftu ekki að læra eitthvað þessu viðkomandi. Þegar við vomm fyrst í þessu vom haldin nokkuð mörg námskeið á vegum Ferðaþjónustu bænda. Þá var okkur sagt í upphafi nám- skeiðs frá írskri reglugerð fyrir ferðaþjónustubændur. Við hlógum þar mikið að einu sem var kallað Fjölskyldan á Geitaskarði, talin f.v.: Sigurður Örn Ágústsson, Hildur Þöll Agústsdóttir, Asgerður, Agúst, Valgerður Freyja Agústsdóttir og Stefán Páll Agústsson. FREYR 9/2000 - 7

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.