Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.2000, Blaðsíða 15

Freyr - 15.09.2000, Blaðsíða 15
hennar, bæði hafsjór af fróðleik, þau voru þessir dæmigerðu bændur sem voru að taka á móti fróðleiks- fúsum gestum. Eins og nú er statt þá tel ég að ferðamálabrautin á Hólum sé mjög góður skóh og þangað hafa nokkrir úr okkar röðum þegar sótt nám og standa nú fyrir myndarlegum rekstri. Hvemig sérðu fyrir þér framtíð- ina íþessari grein? Útlitið er á margan hátt gott. Það eru aftur á móti ýmis hættumerki á lofti, þar má nefna þann straum fólks sem flytur úr dreifbýlinu í þéttbýlið. Það er áleitin spuming hvemig staðan verður í sveitum landsins eftir tíu ár? Áhugi ferðamanna á að koma er fyrir hendi í ríkum mæli og ég tel að sú framtíð sé björt. Menn mega þó ekki gleyma því að veturinn er langur þegar lítil eða engin umferð er. Það þarf að vera gott jafnvægi milli fjárfestingar og möguleika á tekjuöflun. Það er mikil aukning í veltunni hjá bændum en hún skipt- ist ekki jafnt milli þeirra. Við höf- um jaðarsvæði sem verða útundan. Við því þarf að bregðast. Á þeim svæðum úti á landi, þar sem hafa verið starfandi ferðamála- fulltrúar, hefur verið unnið gott verk. Vandinn er hins vegar sá að ekki hefur alltaf verið fjárhagslegur grundvöllur fyrir ráðningu þeirra nema í skamman tíma og þá hefur botninn dottið úr starfinu. Hvað um hugtakið „Island - ósnortið land“? Það er bæði rétt og rangt. Á fjöl- sóttustu stöðunum á það ekki við, þar blasa mannanna verk hvarvetna við Á jaðarsvæðunum áðumefndu gildir þetta hins vegar mjög vel og það er algengt að þeir erlendir ferða- menn sem em að koma í annað sinn, þeir sækjast eftir þessum stöðum. Þar má nefna Homstrandir, Mel- rakkasléttu, svæðið kringum Borg- arfjörð eystri og svo allt hálendið. Hér eiga bændur víða góða möguleika til að eiga aðild að. En bændur geta líka verið sjálfum sér verstir þar sem draslaraskapur er á ferð. Flaksandi plast á gaddavírs- girðingum eða önnur slæm um- gengni er mjög slæm auglýsing og fer illa með ímyndinni um ósnortið land. Hér þarf mikið að taka til hendinni og víða er verið að því. Hins vegar eigum við annað sem margar aðrar þjóðir eiga ekki og það er hin mikla víðátta og hreinleiki vatns og lofts. í svissnesku ölpunum eða í Þýskalandi er ferðamönnum boðið upp á marmelaði hússins eða minjagripi og annað handverk býlisins. I þessum efnum gætum við gert betur, en hér stendur og fellur margt með frumkvæði og hug- myndaríki fólksins sjálfs og þá eru víða möguleikar að fá fyrirgreiðslu. Ég nefni að á Suður-Bár í Grund- arfirði er ungt fólk sem hefur byggt upp myndarlegan golfvöll og merkt gönguleiðir og fengið hjálp við það. Þess vegna þurfum við í framtíð- inni, og þá á ég við Hólaskóla og Ferðaþjónustu bænda, með Bænda- samtökin og fleiri að bakhjarli, að gera fólki kleift að gera hluti á eigin forsendum. Að lokum, hver er staða Ferða- þjónustu bænda um þessar mundir? Ég tel hana standa vel, á síðasta ári, 1999, jukust umsvifin um 30% og horfur eru á svipaðri aukningu í ár. Þessi auknu umsvif hafa kallað á stærra og hentugra húsnæði og nú erum við að flytja úr Hafnarstræti 1 í Síðumúla 13, hér í bæ. Síminn á nýja staðnum er 570 2700. M.E. ESB herðir bann gegn vaxtar- hormónum ESB neitar að aflétta banni á innflutningi á kjöti af gripum sem hafa fengið vaxtarhormóna, m.a. kjöti frá Bandaríkjunum. Embætt- ismannaráð ESB vill þvert á móti setja á algjört bann á notkun fleiri vaxtarhormóna, en það er líklegt til að valda nýju viðskiptastríði milli sambandsins og Banda- ríkjanna. Þegar árið 1988 ákvað ESB að banna bæði notkun á vaxtarhorm- ónuni og innflutning á hormóna- kjöti. Þetta bann hefur reitt bæði Bandaríkin og Kanada til reiði en í þessum löndum er notkun horm- óna í búijárrækt bæði lögleg og útbreidd. í samþykkt innan Alþjóða við- skiptastofnunarinnar árið 1998 kom fram að engar vísindalegar sannanir lægju fyrir að ástæða væri til að banna sex tiltekin hormón. ESB fékk þó ffest fram í maí 1999 til að leyfa notkun þeirra. Þar sem ESB tókst ekki á þeim tíma að leggja ffam ný gögn um skaðsemi þeirra var þá bæði Bandaríkjunum og Kanada heimilt að leggja á háa refsitolla á inn- flutning ESB til þessara landa. Samkvæmt niðurstöðum dýra- lækna í ESB hefur nú komið í ljós að eitt af þessum umdeildu horm- ónum, 17-beta-östradiol, veldur krabbameini. Embættismannaráð ESB leggur því til algjört bann á notkun þess. Meðan beðið er nýrra niðurstaðna úr rannsóknum vill ESB jafnframt ffamlengja bann gegn fimm öðrum vaxtarhormón- um um óákveðin tíma. Þau eru: Testosteron, progesteron zeranol, trenbolnacetat og melenge- strolacetat. Þess er vænst að landbúnaðar- ráðherrar ESB-landanna samþykki þá tillögu síðar á árinu. Jafnvíst er að Bandaríkin munu mótmæla þeirri ákvörðun en 17-beta-östra- diol hormón er þar talið hættulaust og er notað í meirihluta banda- rískrar nautakjötsframleiðslu. (Landsbygdens Folk nr. 22/2000). FREYR 9/2000 - 15

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.