Freyr - 01.07.2002, Qupperneq 2
Ógnlr gagnvart
matvælaframlelðslu
Ein mesta ógnun við mat-
vælaframleiðslu í heimin-
um eru staðbundnir vaxandi
þurrkar. I fréttum er jafnt og
þétt sagt frá þurrkum í Afríku
og matarskorti í kjölfar þess.
Um 40% af ræktunarlandi
jarðar þarf að vökva til að það
gefi uppskeru. Mest er um
vökvun akra í Kína, Indlandi
og Bandarikjunum.
Sums staðar í heiminum hafa
akrar ekki verið vökvaðir á réttan
hátt, annars vegar hefur saltmagn
jarðvegs aukist og hins vegar hefur
vökvunin leitt til þess að gmnn-
vatnsstaðan hefur lækkað vemlega.
A landssvæðum nálægt sjó hefiir
það leitt til þess að salt grunnvatn
hefur komið upp úr borholunum.
I Kína er lækkandi gmnnvatns-
staða ógnun við tvo þriðju hluta
ræktunarlandsins. Oft er dælt upp
mjög gömlu vatni sem endumýjar
sig ekki og gerir framtíðarhorfur
um ræktun þar óvissar. Þá er mik-
ið af yfirborðsvatni notað til vökv-
unar víða um heim. Dæmi um
það er rennsli til Aralvatnsins, þar
sem notkun á áveituvatni við bað-
mullarræktun veldur þvi að í það
stefnir að vatnið, sem áður var 4,5
milljónir hektarar að stærð, verði
horfið árið 2015.
Þess er vænst að hlutfall akra,
sem em vökvaðir, muni vaxa í
framtíðinni en vatnsnotkunin ekki
að sama skapi, þar sem nýting
vatnsins verði betii með nýrri tækni.
Jarðvegseyðing er enn ein ógn-
un við matvælaframleiðslu í
heiminum. Þar er bæði um að
ræða eyðingu af völdum vatns og
vinda. Ferillinn er oft sá að
skógur er mddur og landið síðan
notað til beitar, sem gengur of
nærri því, þannig að rótarkerfið,
sem bindur jarðveginn saman,
lætur undan. Þá tekur vindur og
vatn við og eyðir jarðveginum.
Aætlað er að árleg jarðvegseyð-
ing nemi á bilinu 4-15 milljón
hektömm á ári, eftir því við hvaða
jarðvegsþykkt er miðað, og alls er
talið að 30% af akurlendi jarðar
hafi orðið fyrir skemmdum af
jarðvegseyðingu. Jarðvegseyðing
skýrir hluta af stækkun eyðimarka
í heiminum en þær fara vaxandi í
öllum heimsálfum, sem nemur 6
milljón hektömm á ári.
Ein ógnun við matvælaffam-
leiðslu, þó að í minni mæli sé, er
að land er tekið undir íbúðar-
byggð. Þar eð fólk hefur ffá upp-
hafi tekið sér búsetu þar sem unnt
er að stunda ræktunarbúskap þá
liggur beint við að besta ræktun-
arlandið liggur í grennd við þétt-
býli. Hver hektari af ökmm sem
tekinn er undir íbúðarbyggð í landi
með góð ræktunarskilyrði, svo
sem í Vestur-Evrópu og víða á
Norðurlöndunum, samsvarar mat-
vælaffamleiðslu á mörgum hekt-
ömm lands í öðmm heimshlutum.
Aðeins um 11% af ræktunar-
landi jarðar er nýtanlegt eins og
það er. Annars staðar er landið of
þurrt, of blautt, sífferi er í jörðu,
jarðvegslagið er of þunnt eða salt-
magn í jörðu hindrar nýtingu
hans. Mikil þekking á jarðvegs-
vemd og vatnsbúskapi jarðvegs er
fyrir hendi. Það sem hins vegar er
flöskuhálsinn, er að koma þessari
þekkingu á ffamfæri við þá sem
þurfa að nýta sér hana.
(Unnið upp úr Inemationella,
Perspektiv nr. 20/2002)
Altalað á kaffistofunni
Þá skal efna
Um niiðjan júni sl. urðu
vega- og brúaskemmdir á
austanverðu landinu vegna
rigninga og vatnavaxta.
Minnti það á að oft hafa orðið
skaðar af völdum veðurs hér
á landi.
A fyrri hluta 18. aldar bjó á
Sauðanesi á Langanesi Þorvald-
ur, kallaður gamli, Magnússon,
f. 1670, d.1740. Hann varð fyr-
ir því að fé hans flæddi og bát
hans braut í fjöru i ofviðri. Unr
það orti hann:
í annan bát
Mas er að hafa þami
mammonsgrát,
þó missist nokknó af auði.
Þá skal efna í annan bát
og ala upp nýja sauði.
Heimild: Torfi Jónsson frá
Prestbakka, en frá Guðmundi
gamla Magnússyni er sagt í
bókinni Syrpu úr handritum
Gísla Konráðssonar, II. bindi,
bls. 80, sem út kom árið 1980
Utgefandi Skuggsjá, en Torfi
vann undir útgáfu.
| 2 - Freyr 6/2002