Freyr

Volume

Freyr - 01.07.2002, Page 5

Freyr - 01.07.2002, Page 5
og er sauðfjárræktarráðunautur hjá Bsb. Suðurlands. Hennar maður er Sverrir Gíslason frá Flögu í Skaftártungu, sölumaður hjá Aburðarverksmiðjunni, þau eiga eitt bam. Sú yngsta er Kristín, hún er búfræðingur frá Hólum og lauk þar síðan námi á þjálfara- og reiðkennarabraut. Hún vinnur sem læknaritari á Klaustri. Hennar maður er Guð- brandur Magnússon frá Hrauns- neft í Norðurárdal. Þau búa á Syðri-Fljótum í Meðallandi með sauðfé og örfá hross og stunda tamningar og reiðkennslu með búskapnum, þau eiga eitt bam. Mér fmnst við hjón vera for- réttindaforeldrar, með tvær dætur búandi í hreppnum. Sveitaböm fara oft út fyrir sitt heimahérað til náms og það er nú sú tilhneiging að þar sem fólk stundar nám þar sest það að. Þeim býðst vinna sem hæfir náminu, hafa eignast góða vini og jafnvel maka og hafa þar af leiðandi stofnað heimili. Hvernig bú rekið þið? Við rekum sauðfjárbú, emm með 460 íjár á fóðmm og svo hross til smölunar. Féð er í tveimur ljárhúsum á sama hlað- inu, bæði grindahús. Eldri húsin em byggð um 1959, en ágætis hús. Hitt húsið byggðum við að stærstum hluta 1973 og vomm með féð á taði í upphafi. Síðan stækkuðum við það 1994, settum þá í það grindur og vélgengan fóðurgang eftir því miðju. Heyið er keyrt inn á traktor og rúllumar skomar með rúlluhníf. Síðan mokum við heyinu inn á garðana með kvísl, en þeir em aðeins tæpir 8 metrar á lengd. Ef við væmm að breyta því í dag býst ég við að við hefðum gjafa- grindur í stómm hluta þess. Við rýjum á haustin og svo aft- ur í lok mars, ég rýi og fmnst það Hjónin Sólrún Ólafsdóttir og Lárus Valdimarsson, dóttir þeirra, Kristín, sem heldur á Svanhildi, dóttur sinni, og maður hennar, Guðbrandur Magnússon. mjög gaman, en við fáum alltaf einhverja hjálp við það. Við höf- um haft allt fé í skýrsluhaldi frá 1974. Það er mín deild að sjá um skýrsluhaldið svo og annað bók- hald. Sæðingar byrjuðu hér fýrst 1969 og við höfúm sætt frá 40 og upp í 60 ær á hverju ári síðan. Með sæðingunum gjörbreyttum við fénu. Eg man t.d. eftir að fyrstu haustin min hér á Klaustri þökkuðum við fyrir ef við áttum einn sæmilegan lambhrút til að setja á, en nú er meiri vandi að velja þá hrúta sem settir em á, en þeir vilja oftast verða heldur mar- gir- Það er engin spuming að þeir sem hafa hugsað um sauðijárrækt gegnurn árin eiga betur byggt fé og hafa meiri afúrðir en hinir sem ekkert eða lítið hafa sinnt henni. Ræktunarstarfíð á að vera eitt af þeim verkum sem hver bóndi þarf að vinna, enda fær hann þá vinnu endurgreidda bæði í betri afurðum og meiri ánægju. Seljið þið sjálf hrúta? Já, við seljum alltaf aðeins af hrútum, bæði lambhrúta og eldri hrúta. Hér í Skaftárhreppi er sauðijárræktin aðalatvinnugrein- in, flestir með hrein sauðQárbú, nokkuð margir em með blönduð sauðQár- og kúabú, en einungis tveir em með hrein kúabú. Er mikið um mislitt fé í hreppn- um? Því fækkar sífellt og er að verða mjög lítið um það. Sæðing- amar stuðla líka að því. Svo er lægra verð fyrir mislita ull og það spilar lika inn í. Þeir sem leggja áherslu á ullargæði fá tölu- vert greitt fýrir ullina. Hymt fé er algengara en koll- ótt, en þeir sem eiga kollótt fé halda við þeim stofni. Afréttir? Það eiga allar sveitir í hreppn- um upprekstrarrétt á afrétt nema Meðallandið og Fljótshverfið. Við eigum upprekstrarrétt á Síðu- mannaafrétt eins og allir bændur á Síðunni og í Landbrotinu. Álftaveringar eiga upprekstrarrétt á Álftaversafrétt og Skaftártung- Freyr 6/2002 - 5 H

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.