Freyr - 01.07.2002, Qupperneq 7
Frá Kirkjubæjarklaustri, t.v. byggingar Sláturfélags Suðurlands, en gamla
Klausturbæinn ber I Systrafoss. (Ljósm. S.Ó.).
í Landbroti, Eldvatns í Meðal-
landi og Tungufljóts í Skaftár-
tungu. Við eigum veiðirétt í
Skaftá og leggjum þar lagnet
seinni hluta sumars en í ánni er
jökulvatn og því ekki hægt að
veiða þar á stöng. Það má segja
að veiði sé í flestum ám á svæð-
inu og hafa bændur af því bú-
drýgindi. Má t.d. nefna Geir-
landsá, Hörgsá, Vatnamót sem
teljast til vatnasvæðis Skaftár.
Einnig er veiði í Kúðafljóti og
Tungufljóti í Skaftártungu.
Svo eiga jarðir í lágsveitunum,
Alftaveri og Meðallandi, Qörur
og rétt til reka og hann er nokkuð
nýttur en þó minna en áður var.
Einnig hluti jarða í Landbroti,
einhverjar í Fljótshverfí og tvær
jarðir í Skaftártungu. Aður var
lika töluverð selveiði í Kúðaósi
og á fjörunum hér fyrir austan, en
hún er lítið stunduð í seinni tíð
eftir að selskinn féllu í verði.
Ferðaþjónustan ó svæðinu ?
Ferðaþjónustan er vaxandi og
mjög góð að því leyti að henni
fylgir atvinna yfír sumarmánuð-
ina. Það var byggt gott hótel á
Klaustri, það var hlutafélag á
staðnum, Bær hf., sem gerði það.
Þama fær fjöldi ungmenna vinnu
á sumrin. Núna er það Kaupfélag
Amesinga á Selfossi, sem rekur
hótelið, en áður var það Flug-
leiðahótel og þar á undan Eddu
Hótel.
Svo er ferðaþjónusta á vegum
bœnda ?
Hún er töluverð og rekin af
miklum myndarskap og er alltaf
að aukast. A einum bæ, í Efri-
Vík í Landbroti, er eingöngu
ferðaþjónusta og svo er einnig
búið að byggja mjög myndarlega
upp, bæði á Hunkubökkum og
Geirlandi. Hér á Kirkjubæjar-
klaustri var opnað kaffihús 1.
júní í fyrra, sem sýndi sig að fúll
þörf var fýrir. Á Hvoli í Fljóts-
hverfi var opnað Farfúglaheimili
á síðasta ári.
Veika hliðin við ferðaþjónust-
una er að nýtingartíminn er alltof
stuttur, en þá leggja þeir sem
hana stunda líka nótt við dag.
Er boðið upp á margs konar
afþreyingu?
I Efri-Vík er golfvöllur og víða
er vísað á veiði. Svo em skipu-
lagðar daglegar ferðir í Laka og
Núpsstaðarskóg. Einnig em ferðir
á Skálafellsjökul og Fjallabak á
hverjum degi frá Klaustri yfír
sumarið Auk þess er ijölmargt
annað að skoða í hreppnum, þar
má t.d. nefna Systrastapa, Kirkju-
gólfíð, Fjaðrárgljúfúr, Dverg-
hamra og Tröllshyl svo að eitth-
vað sé nefnt.
Svo er hægt að aka hring um
Meðallandið og Álftaverið.
Aðrar búgreinar ?
Menn hafa aðeins þreifað fyrir
sér í fískeldi, þ.e. bleikjueldi, t.d.
fyrirtækið Glæðir í Nýjabæ hér
rétt utan við Klaustur. Þar eru
góðar aðstæður til fiskeldis, svo
em þeir að stækka við sig, en
þeir em að byggja aðra stöð á
Teygingalæk. Það er ómetanlegt
ef fiskeldið gæti skapað þó
nokkur störf og í okkar samfélagi
er hvert starf dýrmætt, hreppur-
inn nær ekki 600 íbúum.
Þegar ég var ung bjó hér miklu
fleira fólk og samfélagið var
þannig sterkara þó svo að þá
vantaði ýmis þægindi og þjón-
ustu sem nú þykja sjálfsögð.
Er einn skóli fyrir allan hrepp-
inn?
Já, vestan frá Álftaveri og aust-
ur að Núpsstað, það var heima-
vist en nú er daglegur akstur, það
geta lengst orðið rúmir 50 km
hvora leið.
Það var mikið gæfuspor fyrir
þessa fimm hreppa, sem vom þá
Álftavers-, Skaftártungu-, Leið-
valla-, Kirkjubæjar- og Hörg-
landshreppar, að ná saman um
byggingu gmnnskóla hér á
Klaustri. Það gerðist fyrir 1970,
en áður vom litlir skólar í hverj-
um hreppi.
Við fengum góðan skóla og
góða kennara, sem settust að og í
kringum þetta myndaðist þorpið
á Klaustri. Þetta gerðist töluvert
Freyr 6/2002 - 7