Freyr - 01.07.2002, Page 13
Verkun og geymsla byggs
moð própíonsýru
- nokkrar níðurstöður tilrauna og reynsla bænda
Reynd hafa verið ýmis
hjálparefni til þess að stýra
verkun byggs. Hvað best hefur
gefist að nota própíonsýru.
Hún heldur aftur af óæskilegri
gerjun svo og starfi myglu- og
gersveppa. Tvær leiðir eru
einkum farnar: I fyrsta lagi að
úða 4-5 lítrum í tonn af ný-
skornu byggi sem síðan er sett í
loftþéttar umbúðir (síló, poka,
tunnur...) en hins vegar að úða
til muna meira magni í byggið
sem síðan er geymt í opinni
stæðu (í bing, stíum, gryfj-
um...). Sýrumagnið ræðst þá af
þurrkstigi byggsins, og þarf
þeim mun minna sem byggið er
þurrara og geymslutíminn
styttri. Virkni própíonsýru
byggist á þrennu; réttu magni
miðað við þurrkstig byggsins,
mjög vandaðri íblöndun, og
fullkomnu hreinlæti við alla
meðhöndlun og geymslu.
SÚRSUN BYGGS
- NOTKUN PRÓPÍONSÝRU
Haustið 2000 voru hafnar til-
raunir með notkun própíonsýru í
bygg. Þá voru þær gerðar í rann-
sóknastofústíl á Hvanneyri en í
fúllri stærð að Keldudal í Hegra-
nesi. Haustið 2001 var tilraunun-
um svo fram haldið á báðum
stöðum, auk þess sem allmargir
bændur í Skagafirði og Langadal
verkuðu kom sitt með própíon-
sým, að hluta til eða að öllu leyti.
Súrsun byggs í stórsekkjum og
tunnum hefúr verið algengasta
aðferðin hér á landi en er í báð-
um tilfellum vinnufrek og
geymsla er óömgg. Þurrkun er
mjög kostnaðarsöm þar sem ork-
an sem þurrkað er við er í flest-
um tilfellum olía. Þurrkunar-
kostnaðar á Vindheimum var að
jafnaði kr. 3,62 á kg koms (85%
þe.) haustið 2001 (án VSK) en
ætla má að kom hafi verið að
jafnaði 65% þurrt þegar það var
slegið til þurrkunar. Hvert kg af
própíonsýru kostaði um 140 kr.
síðasta haust (án VSK). Kostnað-
ur við sýmverkun miðað við að
nota 12 kg sým á hvert tonn af
blautu komi er því 2,40 kr./kg
(m.v. 85% þurrt kom) miðað við
65% þe. og 3,05 kr./kg (m.v. 85%
þurrt kom) miðað við 50% þe.
Þurrkun á svo blautu komi er
vart raunhæf vegna kostnaðar.
Sýmverkað korn hefúr aftur á
móti mun minna geymsluþol en
kom sem er þurrkað. Ljóst er að
hin mikla aukning í komrækt hér
á landi síðustu ár kallar á önnur
og afkastameiri vinnubrögð við
frágang og verkun á afúrðinni þar
sem heimaræktað bygg er víða
orðinn stór hluti af fóðurforða
búanna.
Tilraunin í Keldudal
HAUSTIÐ 2000
Með tilrauninni skyldi reyna
geymslu súrbyggs í opnum ílát-
um og kanna hversu mikið af
própíonsým þyrfti til ömggrar
geymslu. Hinn 7. september var
skorið bygg í tilraunina af sex-
raða yrkinu Arve. Þurrefni þess
var 53,2%. Própíonsýmnni var
blandað í byggið í snigli sem
færði það frá sturtuvagni upp í
eftir
Þórarin Leifsson,
Keldudal,
Hegranesi
og
Bjarna Guðmundsson,
Landbúnaðar-
háskólanum
á Hvanneyri
600 1 fiskkör, en í þeim var súr-
byggið síðan geymt. Sérstök
sýradæla af gerðinni Mini-Minor
frá Jetway var notuð til þess að
úða sýmnni neðst inn í snigilinn
við fyllisvelg hans. Dælan er
tengd við venjulegan 12 V raf-
geymi og er hönnuð til að ganga
ofan í 200 1 tunnur. Rennslismæl-
ir var tengdur dælunni svo að
hægt væri að fylgjast með sýra-
magninu sem notað var. Snigill-
inn er 8 m langur en á þeirri leið
blandaðist sýran bygginu mjög
vel - en það er gmndvallaratriði
eins og áður sagði. Lágmarks-
lengd á snigli er 6 metrar. Snigill-
inn var knúinn vökvamótor er
tengdur var við dráttarvélina sem
stóð fyrir sturtuvagninum. Sým-
magnið var mælt sem nákvæmast
svo og byggmagnið sem fór í
hvert kar, en það vom 417 kg að
meðaltali. Til að blöndun sé ná-
kvæm þarf að rennslismæla snig-
ilinn og finna út hversu mörg
Freyr 6/2002-13 |