Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2002, Blaðsíða 22

Freyr - 01.07.2002, Blaðsíða 22
Mynd 2. Vatnsrás tekur ftjótt við yfirborðsvatni og skilar því niður í lokræsi, vatnsleiðandi lag eða út i næsta skurð. það 12,2% uppskeruauka að meðaltali á níu árum og 10,9% uppskeruauka á níunda árinu. Þá er eftir að meta óbeinan ávinning eins og það að auðvelda umferð og að landið er mun síður ófært í rigningartíð. Taka skal fram að mikil vinna og kostnaður fylgir því að koma 200 - 400 rúmmetr- um (300 - 600 tonnum) af sandi á hvem hektara og verður vart framkvæmt nema þegar jörð er frosin. Við fyrstu sýn virðist vera um það mikið magn að ræða að aðgerð sem þessi sé alltof fyrirhafnarsöm. Margir bændur eiga hins vegar öflug tæki sem henta vel til slíkra verka. Astæða væri til að reyna þessa aðferð hér á landi, t.d. á litlar spildur sem mikið mæðir á. er stór plógur sem vinnur niður á 50 - 80 sm dýpi og jafhvel dýpra. I Noregi og víðar, þar sem 50 -80 sm þykkt lag af þéttum mýrarjarðvegi eða þéttum leir er ofan á sandi eða fíngerðri möl, þá hefur djúpplæging reynst vel, aukið loftun, bætt framræsluna og gert jarðveginn burðarmeiri. Norðmenn nota einnig skurðgröf- ur til þess að blanda lagskiptum jarðvegi saman. Djúpplæging var allmikið reynd hér á landi fýrir nokkrum áratugum og var reynslan af því yfírleitt slæm. Astæða þess var sú að hér á landi er frjósamasti jarð- vegurinn yfírleitt við yfirborðið. Með djúpplægingu var þessi hluti jarðvegsins færður niður á tals- vert dýpi og oft kom upp ísaldar- leir eða setlög sem gerðu yfir- borðið verra til ræktunar en verið hafði. Hér á landi komust menn að þeirri niðurstöðu að djúpplæg- ing hentaði sjaldnast við íslensk- ar aðstæður. Þrátt fyrir reynslu fyrri ára og að mjög víða henti djúpplæging alls ekki hér á landi, þá má ekki útiloka þessa aðferð því að til eru aðstæður þar sem djúpplæging er fyllilega réttlæt- anleg. Grundvallaratriði er að meta aðstæður hverju sinni og kanna vel nokkur jarðvegssnið á viðkomandi stað áður en þessari aðferð er beitt. Jarðvegsblöndun Blöndun jarðvegs með djúp- plægingu (skerpiplóg) eða öðrum aðferðum getur reynst árangurs- rík til jarðvegsbóta. Þetta á eink- um við ef jarðvegur er þéttur. Einnig ef brjóta þarf upp lag- skiptan jarðveg þar sem mjög þétt lög hindra vöxt plönturóta og torvelda streymi vatns að ræsum eða skurðum. Aðferðin hentar einnig ef blanda á undirliggjandi sandi saman við þéttan mýrar- jarðveg eða þéttan leir. Notaður Jarðvegslosun Til þess að bæta bygginguna, losa um þétt jarðvegslög og mynda sprungur í gegnum þéttan jarðveg til að auka streymi vatns og lofts, þá hefur sk. jarðvegslos- unartæki (subsoiler) verið notað erlendis. Notkun slíks tækis er fastur liður í viðhaldi framræslu og ræktunar í mörgum löndum. Sú aðferð hérlendis að losa jarð- veg með „ripper“ er byggð á sömu hugmyndum. Erlend reynsla byggir fyrst og fremst á því að beita aðferðinni á stein- efnaríkan jarðveg, en ekki á mýr- lendi. Mýrlendi hérlendis er hins vegar frábrugðið öðru mýrlendi að því leyti að innihalda mun meira af steinefnum heldur en annars staðar er algengt (áfok, aska o.fl.). Því er líklegt að ofan- greind tækni við jarðvegslosun komi til greina á mýrartún hér á landi. Tæki til jarðvegslosunar Jarðvegslosunartæki, sem hér um ræðir, eru til í ýmsum gerð- um og útfærslum, allt frá því að vera dregin af léttum dráttarvél- um og rista fremur grunnt og upp í stórvirk losunartæki á stærstu dráttarvélar eða jarðýtur og losun niður á eins metra dýpi. Tækið er þannig byggt að neð- an á nk. blaði/sverði er eins kon- ar flatur skór eða plata sem lyftir jarðveginum dálítið upp þegar blaðið er dregið í gegnum jarð- veginn og veldur sprungumynd- un ef rétt er að verki staðið, ásamt því að mynda vatnsrás þar sem botnstykkið/skórinn fór i gegnum jarðveginn. Algeng vinnsludýpt er á bilinu 50 - 70 cm. Sumar gerðir vinna þó dýpra ef þörf er á og ef dráttarafl er nægilegt. Hæfilegt bil á milli rása er 1-2 m. Ef notuð eru öflug dráttartæki má jafnvel setja fleiri (nokkra) anna (blöð/sverð) á hvert tæki. Rakastig jarðvegsins Mikilvægasta atriðið til þess að árangur náist við jarðvegslosun- ina er að rakastig jarðvegsins sé hæfílegt. Neðri hluti þess jarð- vegs, sem verið er að losa, þarf að vera orðinn það þurr að sprungur geti myndast, því að ef hann er of blautur smyrst hann saman í kring um tækið og losun- in verður gagnslaus og jafnvel til bölvunar með því að skemma þá | 22 - Freyr 6/2002

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.