Freyr - 01.07.2002, Side 23
byggingu (vatnsrásir) sem íyrir
er. Áður en hafist er handa þarf
að hafa verið þurrt í nokkum
tíma þannig að allt laust vatn sé
horfíð úr jarðveginum. Ekki er
nóg að yfírborðið sé þurrt heldur
þarf að skoða jarðveginn í losun-
ardýpt og ganga úr skugga um að
hann sé það þurr að við losun
brotni hann upp en smyrjist ekki
saman. I langvarandi vætutíð get-
ur vissulega verið erfítt að hitta á
réttan tíma, sérstaklega í þéttum
og blautum jarðvegi, en víða eru
aðstæður þannig að ekki er hægt
að reikna með réttum skilyrðum
á hverju ári.
Erlend reynsla
Erlendar tilraunaniðurstöður
sýna að jarðvegslosun (subsoil-
ing) skilar umtalsverðum árangri
í bættri framræslu og meiri upp-
skeru í þeim tilvikum þar sem
jarðvegur var orðinn þéttur
og/eða framræslu var ábótavant.
Jafnframt kemur fram að lítill
árangur er af jarðvegslosuninni
þar sem jarðvegsskilyrði eru
góð. Notkun tækisins við
aðstæður þar sem loftun og
framræsla verður ekki bætt vel-
dur því að sumir fá vantrú á
þessari tækni. Einnig gerist það
að stundum fá menn vantrú á
tækinu þar sem því er ranglega
beitt eða það notað þar sem aðrir
þættir en þéttur jarðvegur og
léleg framræsla valda minnkandi
uppskeru. Erlendis er jarð-
vegslosunin nær eingöngu notuð
í steinefnajarðvegi en lítið sem
ekkert á mýrlendi.
Sérstaklega þykir aðferð þessi
góð þar sem bijóta þarf upp þunn
en þétt lög í jarðveginum, en lög
þessi geta bæði verið í jarðvegi ffá
náttúrunnar hendi eða myndast
vegna vélaumferðar, en þar em
einna þekktust þéttu lögin í botni
plógfara þar sem reglulega er
plægt.
Mynd 3. Jarðvegslosunartæki (subsoiler/grubber)
eru fáanleg I mismunandi geróum. Hér sést tæki
sem hefur vökvalyftan valta aftan á tækinu til þess
að jafna ójöfnur sem oft myndast.
Innlend reynsla
Jarðvegslosunartæki
hafa fremur lítið
verið notuð hér-
lendis. Helst má
nefna að við ffum-
vinnslu lands hefúr
dálítið verið gert af
því að losa um jarð-
veginn með sk. „rip-
per“ tönnum sem
tengdar eru við jarð-
ýtu. Vafalaust er slíkt
til bóta en erfitt er að
koma þessari aðferð
við nema í upphafi
þegar land er brotið
eða ef jarðýtu er beitt við
endurræktun. Hafa skal í huga að
hér koma örugglega upp sömu
atriði og erlendis sem kunna að
fæla menn ffá notkun þessara
tækja. Nýjustu gerðir af jarðveg-
slosunartækjum hafa verið í notk-
un hérlendis í nokkur ár. Þeir sem
reynt hafa láta vel af notkun þes-
sarar tækni, landið þomar mun
fyrr á vorin, gróður er mun fyrr á
ferðinni og meiri uppskera er af
landinu að þeirra mati. Við losun
með tækinu getur orðið örlítil
röskun ájarðvegsyfirborðinu. Best
er að ffamkvæma losunina síð-
sumars eða að
hausti, landið látið
standa þannig yfir
veturinn og valtað
vorið effir.
Þá er komin
reynsla fyrir því að
tækið hentar mjög
vel til að ræsa fram
úr einstökum
bleytublettum og
spara þar með um-
fangsmeiri aðgerðir,
eða losna við
bleytubletti sem
lengi höfðu verið til
vandræða en ekki
vom til aðgengileg
tæki til aðgerða.
Kýfing
Kýfing er það kallað þegar til-
tölulega flatt jarðvegyfirborð er
mótað eða því breytt þannig jafn
yfirborðshalli myndist. Tilgangur
þessa er að losna fljótt og vel við
úrkomu eða leysingavatn eftir
yfirborði og beint út í skurð.
Mikilvægi kýfingar er mest þar
sem jarðvegur er þéttur og hleyp-
ir vatni lítt eða ekki í gegn, þar
sem frost í jörðu hindrar niðursig
vatns og til þess að koma í veg
fyrir klakamyndun á yfírborði
sem getur valdið kali. Þótt kýfing
sé nauðsynleg á öllu flötu landi
Mynd 4. Jarðvegslosunartæki þar sem velja má hversu
margir losunararmar eru notaðir hverju sinni.
Freyr 6/2002 - 23 |