Freyr - 01.07.2002, Blaðsíða 24
Mynd 5. Hér hefði þurft að taka tillit til undirlagsins áður en framræslu-
skurðir voru grafnir. Miðjan í svona spildu verður sifellt vandamál nema til
komi sérstakar og dýrar aðgerðir.
Mynd 6. Áður en kýfing og jarðvinnsla fer fram er upplagt að urða grjót,
möl, leir og annað óæskilegt efni sem komið hefur upp úr skurðum.
Mynd 7. Áður en land er kýft er nauðsynlegt að plægja eða plógherfa
svæðið á milli ruðninga. Jarðvinnsta fer síðan fram á hefðbundinn hátt að
kýfingu lokinni.
Mynd 8. Lágmarkskýfing er 2%. Það samsvarar því að bakkinn sé tekinn
niður um 25 cm og miðjan hækki um 25 cm á 50 m breiðri spildu. Eftir því
sem meira leggst til af efni við uppmokstur úr skurðum eða með öðrum
hætti, (hólar, hæðir, aðflutt efni), má að sama skapi draga úr efnistöku á
skurðbökkum.
Mynd 9. Kýfing má allt eins vera nær öðrum hvorum skurðbakkanum ef
það hentar betur vegna efnisflutninga. Ef kúfurinn er á 50 m breiðri spildu
og er 12,5 m frá öðrum bakkanum þarf hæðarmunurinn á skurðbakkanum
fjær að vera 75 cm. Ekki þarf að taka bakkann svona mikið niður ef
nægjanlegt efni I 75 cm hæðarmun fæst með öðrum hætti.
I 24 - Freyr 6/2002
þá á það sérstaklega við um mýr-
lendi. Sérstaklega er mikilvægt
að kýfa gömul mýrartún sem
hafa sigið og þéttst og gera það
þá um leið og endurunnið er.
Alltaf er nauðsynlegt að taka tillit
til þess efnis sem fýrir hendi er
og notað er í kýfínguna. Forðast
ber að dreifa of miklum leir, set-
lögum ýmiss konar og öðru
óæskilegu efhi um yfirborð spild-
unnar. Sé slíkt efni fýrir hendi
þarf helst að meðhöndla það sér-
staklega (sjá siðar). Fyrir kýfíngu
er mikilvægt að vinna landið,
annað hvort að plægja eða plóg-
herfa.
Hæfileg kýfíng er að yfír-
borðshalli sé um 2%. Hins vegar
þarf að taka tillit til þess þegar
kýft er að jarðvegurinn sígur.
Því getur þurft að kýfa meira en
þessu nemur í upphafí til þess að
endanlegur yfirborðshalli verði
hæfilegur. I Noregi er oft ráð-
lögð meiri kýfíng eða allt að
5%. Astæða þess að hér er
miðað við minni yfirborðshalla
er sú að allur tilflutningur á efni
er dýr. Einnig að rotnun mýran-
na vex eftir því sem neðar dre-
gur og ef of mikið er tekið úr
skurðbökkum er oft komið niður
í meira ummyndaðan/rotnaðan
jarðveg sem hefur lítið burðar-
þol. Slíkt getur aftur skapað tals-
verðan vanda varðandi umferð á
skurðbökkum. Jarðvegurinn er
breytilegur og því skal ávallt
taka tillit til aðstæðna á hverjum
stað
Þá getur það skapað vanda ef
jarðvegsgrunnurinn er mishæð-
óttur. Hafa þarf slíkt í huga strax
frá upphafi þegar lega og stefha
skurða er ákveðin. Mishæðóttur
jarðvegsgrunnur getur valdið því
að ekki næst réttur og hæfilegur
yfirborðshalli fyrr en landið hefur
verið endurunnið einu sinni til
tvisvar. Land, sem augljóslega á
eftir að síga, má nota undir græn-