Freyr - 01.07.2002, Blaðsíða 28
í ræsisdýpt þarf jarðvegurinn að
vera rakur en ekki gegnblautur,
eða á því stigi að allt laust vatn
hafi sigið úr og að jarðvegurinn
sé þvalur vegna hárpipuvatnsins.
I landi, sem ræst er með opnum
skurðum, næst heppilegt rakastig
yfírleitt eftir að þurrt hefur verið
í nokkum tíma. Nauðsynlegt er
að kanna rakastig bæði í yfir-
borði og ræsisdýpt áður en hafíst
er handa. I langvarandi vætutíð
getur vissulega verið erfítt að
hitta á réttan tíma, sérstaklega í
mjög blautum og þéttum jarð-
vegi. Fari svo að kílræslan takist
ekki fullkomlega við fyrstu til-
raun, t.d. vegna þess að landið
var of blautt, getur verið nauð-
synlegt að bæta úr því með kíl-
ræslu á sama stað við hlið fyrri
ræsa ári síðar. Ef mikil úrkoma
kemur á nýræstan jarðveg getur
það spillt ræsunum, best er ef þau
ná að standa í 1 -2 vikur í þurru
verðri áður en á þau reynir.
Lagning ræsa
Við lagningu kílræsa raskast
yfírborð jarðvegsins lítið sem
ekkert. Að vísu þarf að varast
spól og rask af völdum hjólfara
og þeirrar umferðar, sem kílræsl-
unni fylgir, en við rétt rakaskil-
yrði jarðvegs er hættan á slíku í
lágmarki. Alitlegt getur verið að
kilræsa tún, sem farin eru að
blotna upp, og reyna þessa aðferð
áður en ráðist er í dýrari fram-
kvæmdir. Eins er kjörið að kíl-
ræsa einstaka bleytubletti eða
minni spildur (ef jarðvegur leyf-
ir) og sjá hversu vel það dugar
áður en lengra er haldið.
Millibil og halli
Hæfilegt er að leggja kílræsin
með 4-6 metra millibili, þó að
stundum tíðkist það að ræsa þétt-
ar. Afar mikilvægt er að leggja
ræsin með jöfiium og góðum halla
og alls ekki má koina lykkja
sm
Krókur aftan úr kólfinum. Þessi útfærsla é að tryggja vatnsstreymi inn í
ræsið og er notuð sums staðar erlendis. Ekki hefur á það reynt hér á landi
hvort krókurinn er til bóta, eða hvort vandræði fylgja þvi ef hann tendir í
trefjum eða seigu rótarkerfi jurta í mýrlendi.
inn jarðveg eða þar sem laus efni
eða blettir koma fyrir sem inn-
skotslög. Bæði hérlendis og er-
lendis hefúr það komið í ljós að
þessi aðferð er ágæt þar sem hún
á við. Jafnframt hefúr reynslan
sýnt að þar sem aðferðin hefúr
verið gagnrýnd hefúr hún verið
notuð við aðstæður sem henta
ekki. Víðast hvar hérlendis eru
mýrartún orðin það gömul að
jarðvegurinn er orðinn þéttur og
líklegur til þess að henta til kíl-
ræslu. Á móa- eða sendinn jarð-
veg henta þau ekki. Alltaf skal þó
kanna vel þann jarðveg sem kíl-
ræsa á áður en ráðist er í fram-
kvæmdir.
Rakastig jarðvegs
OG KÍLRÆSLA
Við kílræslu er mikilvægt að
rakastig jarðvegsins í ræsisdýpt
sé heppilegt. Ekki skal plægja
gegnvotan jarðveg. Yfírborð jarð-
vegsins þarf að vera allvel þurrt.
Kilræsi eru talsvert notuð í Ástraliu. Myndirnar sýna tvær algengar gerðir
kílplóga þar í landi.
j 28 - Freyr 6/2002