Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2002, Blaðsíða 29

Freyr - 01.07.2002, Blaðsíða 29
(upp/niður) á þau. Lágmarkshalli kilræsa er 0,5% (1:200) og er þá miðað við að þau séu lögð þvert á pípuræsi með möl yfir og þar sem ekki er mjög langt á milli pípu- ræsanna. En almennt þá mæla er- lendar leiðbeiningar með 1 - 2% halla ræsanna (1:100 - 1:50) en vara yfirleitt við því að leggja kíl- ræsi í meiri halla en 3 - 4% (1:33 - 1:25). Vissulega er hugsanlegt að of mikill halli valdi það mikl- um vatnshraða í ræsunum að þau grafist í sundur. Eins vara sumir við of löngum ræsum, slíkt geti skapað of mikið vatnsrennsli í þeim og þá valdið skemmdum. Ef jarðvegurinn er nógu stöðugur getur hins vegar visst lágmarks- rennsli, sem næst með meiri lengd, stuðlað að því að halda ræsunum opnum. Þætti sem þessa þarf því að hafa í huga frá upp- hafi. Dýpt ræsa Æskileg dýpt er 0,9 - 1,2 metr- ar, þótt víða erlendis séu þau lögð á 0,6 metra dýpi, en þá er miðað við þéttan leirjarðveg og að frost fari ekki mjög djúpt. Vegna frosthreyfinga, gróðurs og umferðar búfjár vill endi sá sem kemur út í skurð eða affall oft hrynja saman. Því er æskilegt að setja plaströr (1 - 1,5 m) í útfall ræsanna. Ending og afköst VIÐ LAGNINGU Ending kílræsa er afar misjöfn en algengt er að þau endist í 5 - 10 ár, þótt einstaka ræsi endist mun lengur og önnur skemur. Samkvæmt gömlum vinnumæl- ingum tekur það 1 - 2 klst. að kilræsa 1 hektara lands. Þar hljóta þó aðstæður að ráða miklu, t.d. hversu langt hvert ræsi er og hversu samfellt landið er sem á að ræsa og ekki síst hversu öflugt tæki er notað til verksins. SÉRSTÖK VANDAMÁL Kílræsum, eins og reyndar öll- um lokræsum, fylgir sá vandi að ryðútfellingar (mýrarrauði) set- jast til í ræsunum og þau stíflast. Þetta er þó breytilegt eftir að- stæðum. Þar sem mikil brögð eru að þessu er stundum brugðið á það ráð að plægja nýtt ræsi við hlið þess gamla, eins nálægt því og hægt er. Kílræsin hafa þann galla að þau þola ekki að skolað sé út úr þeim með dælu eins og hægt er að gera þar sem pípu- ræsi eru notuð. Fyrstu ryðútfell- ingamar safnast oft fyrir næst affalli. Þetta má oft hreinsa ef ógatað plaströr hefur í upphafi verið sett í enda ræsanna eins og fyrr segir. Notkun erlendis Notkun kílræsa erlendis ein- kennist af því að nota þau ein- göngu í miklum leirjarðvegi og leggja þau þvert á megin ræsa- kerfið sem þá eru pípuræsi með möl yfir. Með þessu má leggja þau á býsna flötu landi enda yfir- leitt 10-40 metrar á milli pípu- ræsanna. Þessi aðferð er viðhöfð til þess að geta haft lengra á milli pípuræsa og dregið þar með úr kostnaði við framræsluna. Auð- vitað getur þessi aðferð eins hentað hér ef notuð em pípuræsi á annað borð. Hins vegar er ekk- ert sem mælir gegn því að kíl- ræsa við okkar aðstæður, þ.e.a.s. út í opinn skurð eða affall, en Kílplógur. Á síðari árum hafa komið fram tæki til kilræslu sem tengja má aftan i dráttarvél. Þá þarf 90- 120 hestafla vél til þess að draga kílplóginn. gera þá aðeins meiri kröfur um halla kílræsanna. Lokaorð Ljóst er að kílræsi em ódýr og ágæt viðbótarlausn við framræslu lands þar sem þau á annað borð eiga við vegna jarðvegsgerðar. Þau endast að vísu ekki eins lengi og lokræsi með römm eða grjótlyllingu en geta eigi að síður verið góður valkostur. Kílplógur er dæmigert tæki til sameignar, t.d. hjá búnaðarfélögum, ræktun- arfélögum eða verktaka, því að Kilplógar eru ýmist festir beint á þritengi dráttarvéla (mynd til vinstri) eða tengjast alllöngum sleða og eru dragtengdir (mynd til hægri). Þótt plógurinn sem festur er á þrítengið sé liprari og þægilegri í meðförum, þá gefur sá á sleðanum jafnari og þetri rás/ræsi nema þar sem land er mjög vel slétt. Freyr 6/2002 - 29 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.