Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.2002, Qupperneq 34

Freyr - 01.07.2002, Qupperneq 34
islenskt búsetulandslag: Hvallátrar I Vesturbyggð, áður Rauðasandshreppi. (Ljósm. ÞEÞ). breytni milli minnst-ræktaða og mest-ræktaða landsins hér á landi en í Evrópu og á sama hátt miklu minni munur á landslagi. Það hefur því ekki verið brýn ástæða til að tengja verndun búsetuland- slags við vemdun líffræðilegrar fjölbreytni. En hver skyldu vera helstu ein- kenni og sérkenni íslensks bú- setulandslags? Allt fram á 20. öld má segja að íslensk mannvirki hafi samsamað sig landinu: yfír- lætislausar byggingar úr torfí og grjóti sem úr fjarlægð urðu varla greindar frá umhverfínu og urðu áreynslulaust hluti af landinu á ný eftir að þær gengu úr sér. Ræktaða landið var oft aðeins lít- ill skiki kringum bæinn. Ætli dæmigerður íslenskur bóndabær standi ekki undir brattri hlið eða fjalli og horfi niður að á eða sjó, með víðáttumikil íjalllendi eða óbyggðir að baki. Viða myndar byggðin einfalda röð bæja, t.d. við rætur fjallshlíða í dölum á Vestfjöröum, Norðurlandi og Austljörðum, sömuleiðis á Síð- unni og á Snæfellsnesi. Að Öræf- unum undanskildum varð óvíða margbýli, ólíkt því sem gerðist í Evrópu þar sem bóndabæir mynduðu lítil þorp. Islenskur sauðfjárbúskapur, eins og hann hefur verið stundaður hingað til, sver sig helst í ætt við hjarðbú- skap. Hér hefur ekki orðið til bú- setulandslag tengt sauðfjárrækt svipað þvi sem sést í Wales og á Irlandi þar sem landinu er skipt í beitarhólf með hlöðnum veggjum úr lausum steinum (random stone). Að frátöldu ræktunarstiginu hlýtur það að vera mest sláandi einkenni íslensks búsetulandslags að hér eru bæir og tún eins og litlar eyjar í óræktuðu landi, þveröfúgt við Evrópu þar sem sæmilega náttúrlega útlítandi svæði eru yfirleitt litlir blettir í endalausu flæmi afmarkaðra ræktaðra skika. I Evrópu virðist manninum hafa tekist að gera náttúruna sér undirgefna, - hér vekja mannvirki í landinu frekar tilfmningu íyrir smæð mannsins og verka hans í náttúrunni. Ferðalangur um íslenska sveit | 34 - Freyr 6/2002 verður meðvitaður um baráttu mannsins við óblíða, harðneskju- lega og oft duttlungafúlla náttúru. Hann sér merki skriðufalla og ffamhlaupa, hann sér hvar hraun hafa lagst yfir land og hann sér jökulár sem flæmast um víða aura að eigin geðþótta og brjóta land, eða bera aur og grjót á gróður. Hér er fjöldi náttúrufyrir- bæra enn áberandi í landinu; læk- ir og ár hafa gjarnan náttúrlegan farveg, tjamir eru enn til, hólar og álfaborgir. I einsleitu ræktun- arlandi í Evrópu hafa allir fínir drættir verið máðir út og fá kennileiti náttúrannar eru eftir. Eitt í viðbót kann að vera íslenskt sérkenni, en það er óvenju rík ör- nefnahefð: sagan er skráð í ara- grúa ömefna sem endurspegla landgæði, nytjar, hefðir, trú og hindurvitni og bera vitni um náin tengsl þjóðar og náttúru um aldir. Erum við að glata hluta okkar menningar í hinu hefðbundna bú- setulandslagi? Þónokkrir torfbæir hafa verið friðaðir en eins og Hörður Agústsson hefúr bent á, hefur lítið verið hugað að vemd- un gamalla steinhúsa í sveitum og líklega enn minna að vemdun útihúsa. Emm við ef til vill að glata síðasta tækifærinu til að vemda þennan hluta byggingar- og verkmenningarsögu okkar? Sú spuming vaknar hvort betur hafi verið að verki staðið hvað varðar skráningu á sögu íslensks sjávar- útvegs og vemdun minja tengd- um sjávarháttum og útvegi, en sögu landbúnaðar, hins höfúðat- vinnuvegar þjóðarinnar. Mann- virki sem náð hafa 100 ára aldri em friðuð sem fomminjar undir þjóðminjalögum en oft em lítil tök á að halda þeim við, eða greiða aðgang almennings að þeim. Sem dæmi um minjar sem fallið gætu undir vemdun búsetu- landslags má nefna áveituskurði. Þeir em minnismerki merkilegs I

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.