Freyr - 01.07.2002, Page 35
tímabils í íslenskri landbúnaðar-
sögu sem lítið hefúr verið rann-
sakað (sjá þó Asgeir L. Jónsson
1975) og ástæða virðist vera til
að varðveita.
„Égsleppi fegurð náttúrunnar
og hinni fögru útsjón til Alpa-
Jjalla sem blasa við en fer með
lesandann rakleiðis í jjósið, en
það er hið fallegasta sem ég hef
séð, og 30-40 nautgripir á bási. “
Guðbrandur Vigfiisson 1860.
Ferðasaga úr Þýzkalandi.
Því hefúr verið haldið fram að
Islendingar hafi lengst af einung-
is metið náttúruna út frá nytja-
sjónarmiði og að þeir hafi engan
greinarmun gert á náttúrufegurð
og gróðursæld. Fögur náttúra var
búsældarleg sveit og búsældarleg
sveit var fogur náttúra. Fræði-
menn hafa raunar ekki verið sam-
mála um þá náttúrusýn sem birt-
ist í fomum ljóðum og kvæðum
og hafa ýmist talið hana endur-
spegla hreint nytjamat eða næma
tilfinningu fyrir hreinni náttúru-
fegurð (sjá umræðu hjá Þorvarði
Amasyni 1994). Ég notaði hér
orðið náttúmsýn án þess að skýra
nánar merkingu þess. Þorvarður
Ámason (1994), sem skrifað hef-
ur merka grein um náttúmsýn Is-
lendinga, segir að náttúmsýn
manna verði “til við sammna
þess sem raunvemlega ber fyrir
augu og þess sem sjáandinn telur
sig hafa greint”. Þar ræðir hann
hvemig tilkoma landslagsmál-
verksins og fýrstu íslensku mál-
aranna, um og eftir aldamótin
1900, hafi valdið straumhvörfúm
í náttúmsýn Islendinga. Erlendis
verður þessi vitundarvakning
nokkm fyrr og er upphaf hennar
oft tengt rómantísku stefnunni í
bókmenntum og listum, en hún
sprettur líka upp úr breyttum
þjóðfélagsaðstæðum, s.s. fólks-
fjölgun í borgum, og öðmm af-
leiðingum iðnbyltingarinnar.
Samhliða þessari viðhorfsbreyt-
ingu vaknar áhugi á náttúmvemd.
Bandaríkjamenn stofnuðu fyrsta
þjóðgarð sinn í Yellowstone árið
1872, og um aldamótin 1900
höfðu verið mynduð samtök um
vemdun landslags og fagurra
staða í ýmsum Evrópulöndum.
Líklega vakti Matthías Þórðar-
son, síðar þjóðminjavörður, fyrst-
ur athygli á nauðsyn náttúm-
vemdar á Islandi í grein í Skími
árið 1907: “Vemdun fagurra
staða og merkra náttúmminja”
(Páll Líndal 1984).
„Engið, jjöllin, áin þín
- yndislega sveitin mín! - „
Sigurður Jónsson
frá Amarvatni.
Ekki þarf að leita til að átta sig
á því hversu snar þáttur róman-
tískar náttúmlýsingar á íslenskum
sveitum em í skáldskap síðustu
tveggja alda. Hver sveit á sín
skáld sem mært hafa fjöllin og
dalina og karlakórar lofa enn á
hátiðlegum stundum. Hversu
hagnýtt sem fegurðarskynið kann
að hafa verið, er varla hægt að
draga í efa einlægar og djúpar til-
finningar skáldanna til sinna
bemskuslóða og átthaga. En hvað
er falleg sveit? Landslag á Islandi
er talsvert ólíkt eftir landshlutum;
þröngir dalir með háum, bröttum
fjöllum á Norðurlandi og Aust-
fjörðum, flatneskja með ijarlæg-
um fjallahring á Suðurlandi, en
jöklar og sandar ramma inn
landslag í Skaftafellssýslum.
Er hægt að greina almenna
drætti i landslagi sem fólki finn-
ast aðlaðandi, - eða skiptir upp-
vöxtur fólks, aldur, menntun eða
reynsla mestu við mótun
smekks? Engar rannsóknir hafa
verið gerðar á þessu hér á landi
en e.t.v. má líta til Noregs þar
sem norskt landslag er kannski
það sem helst má bera saman við
íslenskt. Stmmse (1994a,b, 1996)
lét tæplega 200 manna hóp gefa
60 ólíkum litskyggnum af land-
búnaðarlandi einkunn. Helmingur
myndanna sýndi hefðbundið
landbúnaðarlandslag, hinn helm-
ingurinn nútima landbúnaðarland
og var hvorum helmingi skipt í 5
hliðstæða efnisflokka (einn sýndi
t.d. fólk við vinnu, í öðmm vom
byggingar í forgmnni, í þriðja
mannvirki s.s. vegir eða brýr).
Niðurstöður vom afdráttarlausar.
Hæstu einkunn fengu annars veg-
ar myndir af hefðbundnu land-
búnaðarlandslagi með gömlum
byggingum, hins vegar myndir af
þar sem íjölbreytt náttúra var
mest áberandi, t.d. blómskrýdd
engi. Lægstu einkunn fengu ann-
ars vegar myndir með nútíma
landbúnaðartækjum og bygging-
um, og hins vegar rnyndir af
greniskógi. Einnig var reynt að
greina hvaða einkenni eða mynst-
ur hefðu áhrif á upplifunina. I
landi þar sem náttúra var í fyrir-
rúmi, einkenndust aðlaðandi
myndir af samræmi eða samfellu
(coherence), landið var fremur
opið, og fjölbreytt. “Aldur”
landslagsins virtist líka skipta
máli (gamalt var fallegra) og
flókið eða margleitt (complexify)
fallegra en en einsleitt og fólki
fannst aðlaðandi landslag sem
virtist búa yfir dulúð og gaf fyrir-
heit um nýja upplifún og
uppgötvanir (mystery).
ÍSLENSKT BÚSETULANDSLAG
21. ÖLD?
Island er mikilúðugt land, og
víðast hvar er það náttúran sjálf
sem mestu ræður um svipmót
sveita. Ég ræddi áðan að það
hefðu einkum verið tvö tímabil í
sögu búsetunnar sem voru afdrifa-
rík við að móta landið, skóga-
eyðing fljótlega eftir landnám og
ífamræsla á síðustu 50 árum. Eru í
sjónmáli breytingar sem gætu
Freyr 6/2002 - 35 |