Símablaðið - 01.12.1983, Qupperneq 9
engin vandkvæði voru á að fá afleysara, þar
sem fyrrverandi tálsímaverðir í Borgarnesi
hjálpuðu upp á sakirnar. En starfsfélagar
okkar voru allar af vilja gerðar, að leggja
sitt af mörkum til þess að við kæmumst á
námskeiðið.
Við héldum til á Hótel Heklu og greiddum
gistinguna með dagpeningum okkar. Við
fengum heldur betri fyrirgreiðslu hjá hótel-
stjóranum en ella, vegna þess hve um langan
tíma var að ræða. Þá notuðum við okkur
mötuneyti Pósts og Síma varðandi morgun-
kaffi og hádegismat, en kvöldmatur var á
lausu, annað hvort snarl, eða lifað á kunn-
ingjunum. Við héldum okkar mánaðarlaun-
um og vorum mjög ánægðar með það. Sú
hugmynd mun hafa komið fram hjá skóla-
nefndinni, að bjóða talsímavörðum utan af
landi upp á bréfanámskeið og olli það mikilli
óánægju meðal taþsímavarða. Ég álít af feng-
inni reynslu, að bréfaskóli geti aldrei komið
í stað þess að ganga í skóla. Námið mun
aldrei nýtast eins vel.
Það er eins og vítamíngjöf að takast á við
ný verkefni, með nýjum, en þó gömlum
félögum. Því raddirnar þekktum við, þótt
ekki hefðum við sést fyrr. Og hugmyndir
okkar um hverja aðra stóðust sjaldnast.
Það var eistaklega góð og mikil samstaða
meðal okkar, enda má segja að við höfum
náð saman í fyrsta kaffitímanum. Lifnaði
mjög yfir kaffisalnum, þegar við komum þar
inn, enda talsímaverðir í heildina sérlega
glaðvær hópur.
Námskeiðið byggðist upp á þrettán náms-
greinum og stóðum við að sjálfsögðu mis-
jafnlega vel að vígi í hinum ýmsu fögum. En
okkur þótti sem ætla hefði mátt meiri tíma
fyrir sum fögin, eins og t.d. erlend tungumál
og íslensku, en minni tíma í aðrar greinar. Þá
þótti okkur vanta mjög fræðslu i landafræði,
ekki síst um okkar eigið land. Þá söknuðum
við talsímaverðir utan af landi mjög, að fá
ekki vélritunarkennslu og fannst okkur þar
fram hjá okkur gengið, þar sem talsímaverðir
í Reykjavík hafa fengið slíka kennslu. Von-
umst við eftir að á því verði ráðin bót. Einnig
mætti gjarna kenna blokkskrift. Þá álitum
við einnig, að heppilegra væri að hafa nám-
skeiðið samfellt, í stað þess að hafa það í
Guðrún María Harðardóttir.
tvennu lagi, því það er dálítið átak, að taka
sig upp aftur og byrja á nýjan leik.
Það er mikið álag fyrir fullorðið fólk, sem
ekki hefur gengið í skóla í mörg ár, að standa
allt í einu frammi fyrir því, að þurfa að taka
próf. Próf eru að sjálfsögðu ágæt á sína vísu,
en ég veit ekki hvort þau eiga heima á slíku
námskeiði sem þessu, en það kom fram, að
margar stúlkurnar voru á móti prófum ein-
göngu af hræðslu.
Það var mjög fróðlegt að sjá hinar ýmsu
deildir Stofnunarinnar, kynnast störfum
þeirra og aðbúnaði og vita hvar þær eru til
húsa. Slíkt færir fólk nær hvert öðru.
Að lokum vil ég gjarnan koma á framfæri
þakklæti okkar talsímavarða í Borgarnesi,
fyrir að fá að taka þátt í þessu námskeiði og
á F.Í.S. heiður skilið fyrir að hafa komið
þessum stóra áfanga áleiðis.
NÁMSSKRÁ FYRIR
TALSÍMAVERÐI í STARFI
1983
íslenska 30 klst.
Danska 60 —
Enska 60 —
Bókfærsla 40 —
Símareglugerð 40 —
Réttindi og skyldur 4 —
Saga, rekstur og skipulag 6 —
Meðferð reiknivéla 10 —
Skýrslugerð 10 —
Póstreglugerð 30 —
Tölvur 12 —
Símatækni 20 —
Mannleg samskipti 8 —
Samtals 330 klst.
SÍMABLAÐIÐ 83