Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1983, Síða 11

Símablaðið - 01.12.1983, Síða 11
Viðtal við Símstjórann í Reykjavík — Hafstein Þorsteinsson Hafsteinn Þorsteinsson. Símablaðið hefur alla tíð leitast við að flytja öðru hvoru frásagnir úr ævi og starfi símamanna, enda er blaðið öðrum þræði heimildarrit. Slíkar frásagnir eru ekki einungis mikilsverður fróðleik- ur um símastörf frá liðnum árum, þær eru einnig góðar heimildir um sögu Símans. Með þetta í huga hélt ég á fund Símstjórans í Reykjavík, Hafsteins Þorsteinssonar, en hann á að baki yfir fimmtíu ára langan starfsferil hjá Stofnuninni. Eg hef oft áður nefnt það við Hafstein að fá viðtal við hann í Símablaðið, en hann hefur alltaf verið tregur til. Að þessu sinni tókst mér að fá hann til að slá til og fer viðtal okkar hér á eftir: — Mig langar, Hafsteinn, að biðja þig að segja frá þínum langa starfsferli hjá Stofnun- inni, en viltu fyrst segja frá æsku þinni og árun- um í Eyjum. Ég er fæddur í Vestmannaeyjum 5. mars 1918, frostaveturinn mikla, sem oft hefir ver- ið nefndur svo. Foreldrar mínir voru Ingibjörg Þorsteins- dóttir frá Reykhólum í Reykhólasveit og Þor- steinn Hafliðason skósmiður frá Fjósum í Mýrdal. Þau gengu í hjónaband í Reykjavík árið 1905. Vorið 1908 fluttust þau búferlum til Vestmannaeyja og bjuggu Þar til ársins 1947, er þau fluttu aftur til Reykjavikur. Ég minntist í upphafi á frostaveturinn mikla. Þá var ís fastur við land frá Reykja- nesi, vestur og norður um land, allt suður fyrir Hornafjörð. Spánska veikin geysaði þá í Reykjavík, á Suðurnesjum og á Suðurlandi og barst hún einnig til Eyja. í Vestmannaeyj- um létust margir úr þessari pest. Foreldrar mínir bjuggu í húsi, sem hét Þingvellir og stóð við svonefndar krossgötur, sem var einskonar lítið torg. Við þetta torg stóð hió fræga hús Boston, þar sem símstöðin i Eyjum var fyrst til húsa. Astandið í Eyjum var vægast sagt alvar- legt. Skortur á eldsneyti og matvöru. Fór svo er leið á veturinn að verslanir lokuðu um skeið vegna vöruskorts Ég minnist þess að móðir mín sagði mér seinna frá þessu ástandi: Að það hafi aðeins verið hægt aðHiita upp eitt herbergi með þríkveikju olíuvél að degi til. Á nóttunni hélaði panillinn í lofti og á veggjum og þegar hitað var upp, þá lak hélan úr lofti yfir rúmin og niður veggina. Sem dæmi um hið alvarlega ástand, sem þá var í Eyjum, er að í spönsku veikinni varð alveg símasambandslaust við land. Allt starfsfólk símstöðvarinnar var veikt. Þegar loks náðist samband við land upplýstist að forráðamenn i Reykjavík höfðu alvarlega hugleitt að senda bát til Vestmannaeyja til að kanna ástandið, en til þess kom þó ekki. Árið 1923 fluttum við búferlum að Skjald- breið við Urðarveg í Eyjum. Þetta var eitt erfiðasta ár í búskap foreldra minna. Faðir minn veiktist alvarlega í fæti og læknar hér heima gátu ekkert fyrir hann gert og ráðlögðu SÍMABLAÐH) 85

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.