Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 12

Símablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 12
honum að fara til Kaupmannahafnar. Þá voru engar tryggingar og fjárhagur föður míns ekki það mikill, að hann gæti ráðist í siglingu og fyrirsjáanlega langa sjúkrahús- dvöl. Þá var það, að Ágúst Benediktsson, mágur föður míns, bauðst til að lána honum fyrir ferða- og sjúkrakostnaðinum. Faðir minn dvaldi í eitt og hálft ár á sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn. Hann náði góðri heilsu, en varð upp frá því liðamótalaus í hægri mjöðm. Eftir að faðir minn kom heim, lagði hann hart að sér við vinnu til að endurgreiða sjúkrakostnaðinn. Á meðan faðir minn var veikur, þrælaði móðir mín til að sjá heimilinu farborða. Hún mátti ekki til þess hugsa að „þiggja af bæn- um“, eins og það var kallað í þá daga. Hún vann á veturna í blautfiski hjá Gísla J. John- sen, á vorin í fiskþvotti og á sumrin við fisk- þurrkun. Hún ofbauð heilsu sinni, enda veiktist hún alvarlega árið 1929 og lá lengi á sjúkrahúsi. Móðir mín náði sæmilegum bata, en var ávalt heilsutæp það sem eftir var æv- innar. Hún andaðist árið 1949 og faðir minn andaðist 1965. þegar ég var níu ára vildi ég ólmur komast í sveit, eins og flestir eyjastrákar og fór ég að Hrútafellskoti í Austur-Eyjafjallasveit, til heiðurshjónanna Una Unasonar og Kristínar Ingimundardóttur. Þau tóku mér eins og væri ég þeirra einkasonur. Sem krakki hafði ég dottið alloft í sjóinn, svo móðir mín lagði á það áherslu, að ég fengi að læra að synda í sveitinni. Ég lærði að synda í Seljavallalaug. Sundkunnátta mín kom sér vel síðar meir í Eyjum. Ég dvaldist í sveit á sumrin til fermingar- aldurs. Eftir fermingu komst ég að sem send- ill við símstöðina í Eyjum, 1. október 1932. Kaupið var sjötíu krónur á mánuði. Ég greiddi þrjátíu krónur heim og móðir mín lagði áherslu á að ég legði þrjátíu og fimm krónur inn á bankabók, en afganginn, fimm krónur, hafði eg í vasapeninga. Ég man að ég keypti mér buddu fyrir eina krónu og fimmtíu af fyrstu vasapeningunum mínum. Svona til gamans má geta þess, að sá sem var sendill á símstöðinni á undan mér var Lars Jakobsson, núverandi stöðvarstjóri á Rjúpnahæð og þegar ég hætti sem sendill þá tók við af mér Jón Kárason, núverandi aðal- bókari Pósts og síma. Jafnframt sendistarfinu nam ég íslensku, Ensku og Þýsku í tímakennslu. Seinna lauk ég gagnfræðanámi. Eg hafði mikinn hug á langskólanámi, en kreppan og naumur fjárhagur komu í veg fyrir það. Ég nam símritun í Eyjum. Leysti þar af ár- in 1936 og 1937 í veikindaforföllum og í sum- arleyfum. Árin 1938—1940 vann ég sem símritari á Siglufirði á sumrin. Ég lauk loftskeytaprófi í Reykjavík vorið 1941 og vann jafnframt náminu á Radíóverk- stæði Landssímans og Loftskeytastöðinni á Melunum. Ég notaði öll mín sumarleyfi árin 1940—1943 í siglingar á togurum til Eng- lands. Þetta var á stríðsárunum. Það var bet- ur borgað en vinna í landi. — Þetta hefur verið áhættusamt starf, varstu ekki stundum hálf smeykur á siglingu? Nei, þetta gekk yfirleitt vel, það var aðeins mín fyrsta ferð sem var söguleg. Þá brotnuðu blöð á skipsskrúfunni þegar við vorum á leið til Englands og urðum við að snúa við. Við máttum ekki nota loftskeytastöðina á siglingu. Stöðin var innsigluð. Innsiglið mátti aðeins rjúfa í neyðartilfellum. Á veiðum var leyft að nota talstöðvar, sem teknar voru í land er skipið sigldi til Englands í söluferð. Út af Garðskaga náði ég sambandi á ljósa- morsi við togarann Karlsefni, sem var á veið- um og bað hann að senda skeyti frá skipstjór- anum til útgerðarinnar og biðja um viðgerð í Reykjavík. Daginn eftir var aftur lagt af stað til Englands. Við vorum oft stoppaðir af eftirlitsskipum Breska flotans, sem spurðu um nafn og farm og hvert skipð sigldi. Upp- lýsingar voru gefnar á ljósamorsi og þá var leyft að halda áfram. Úr þessari ferð komum við á jóladag 1940. — Það er eftirtektarvert, að þú ert skipaður stöðvarstjóri á Reyðarfirði svo til strax eftir að þú lýkur símvirkjaprófi vorið 1943. Viltu segja frá aðdraganda þess og frá starfi þínu austur á Reyðarfirði. 86 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.