Símablaðið - 01.12.1983, Qupperneq 14
Þorkelsson, verkfræðingur, núverandi fram-
kvæmdastjóri Tæknideildar P. & S. og Einar
Pálsson, fyrrverandi skrifstofustjóri P. & S.,
voru byrjaðir að vinna hjá Flugmálastjórn-
inni og hvatti Einar mig til að fara að starfa
þar.
Þegar ég kom til Reykjavíkur þá báðu
Guðmundur J. Hlíðdal og Gunnlaugur
Briem, yfirverkfræðingur, mig að vera áfram
hjá Stofnuninni og buðu mér verkstjórastöðu
í Símatæknideild. Ég tók þessu starfi, sem
var fólgið í því að yfirfara og lagfæra jarð-
símastrengi, sem Síminn hafði yfirtekið frá
Varnarliðinu. Hjálmtýr Jónsson, sem nú er
símaverkstjóri í Keflavík, var með mér í þessu
starfi. Árið 1948 fór ég svo að vinna á skrif-
stofu Símatæknideildar og vann þar að áætl-
unum um jarðsímalagnir í kaupstöðum og
kauptúnum. Yfirmaður minn var Jón Skúla-
son, verkfræðingur, núverandi Póst- og
símamálastjóri.
í ársbyrjun 1958 var ég skipaður skrif-
stofustjóri Bæjarsímans. Ég gegndi því starfi
til seinni hluta ársins 1974, að ég var settur
bæjarsímastjóri, þegar Bjarni Forberg lét af
störfum vegna aldurs.
I ársbyrjun 1975 urðu miklar skipulags-
breytingar á Póst- og símamálastofnuninni.
M.a. var stöðu Bæjarsimastjóra breytt í
stöðu Símstjórans í Reykjavík. Starfssvið
Símstjórans varð umfangsmeira, tók við
rekstri fleiri deilda.
Nú starfa undir stjórn Símstjórans rösk-
lega 300 starfsmenn.
Staða Símstjórans var auglýst laus til um-
sóknar. Ég var meðal umsækjenda og var
mér veitt staðan frá 1. apríl 1975.
— Þú hefur lengi verið ritstjóri símaskrár-
innar, hvenær tókstu það starf að þér?
Árið 1952 hætti Ólafur Kvaran, ritsíma-
stjóri, sem ritstjóri simaskrárinnar að eigin
ósk. Þá var okkur Magnúsi Oddssyni, síma-
fulltrúa, falin ritstjórnin.
Þegar Magnús lét af störfum vegna aldurs
1962, tók ég einn við ritstjórn og hefi annast
síðan.
— Það hafa orðið miklar breytingar á
vinnslu símaskrárinnar á liðnum árum, er það
ekki rétt?
Jú vissulega, símaskráin var sett í blýsats
þar til 1967. Þá var breytt yfir í nýja tækni,
sem er ,,Fotolist“. Árið 1978 var enn breytt
og þá í tölvusetningu, sem er mikil hagræðing
frá ,,Fotolist“-vinnslunni.
— Að lokum Hafsteinn, hvað er þér nú efst
í huga er þú lítur yfir farinn veg?
Þar er fyrst að telja vígslu Landssimans 29.
september 1906 með ritsímasambandi við
umheiminum, sem Hannes Hafstein fyrsti Is-
lenski ráðherrann barðist fyrir að koma á af
miklu harðfylgi. Þá má segja að einangrun
íslands hafi verið rofin við umheiminn, þegar
sæsímalögn frá Skotlandi um Færeyjar til
Seyðisfjarðar og landssímalögn til Reykja-
víkur var lokið.
Hannes Hafstein leitaði til norsku síma-
stjórnarinnar um að fá hæfan mann til að
skipuleggja og stjórna símalögninni frá
Seyðisfirði til Reykjavíkur. Skyldi verkinu
lokið á einu sumri. Olav Forberg, norskur
símaverkfræðingur, varð fyrir valinu.
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður vegleysur og
yfir heiðar að fara, tókst O. Forberg að
skipuleggja og stjórna verkinu svo vel, að því
var lokið á tilsettum tíma. O. Forberg var
ráðinn fyrsti Landssímstjórinn á íslandi.
Hann gegndi því embætti til 1927, er hann
andaðist um aldur fram 55 ára gamall.
Frá stofnun Landssimans hafa orðið mikl-
ar framfarir á tæknisviðinu, eða öllu heldur
tæknibylting. Seinasta stórátakið er uppsetn-
ing jarðstöðvarinnar Skyggnis og í sambandi
við hana sjálfvirka útlanda símstöðin í Múla,
sem tekin var í notkun 1980. Nú er mögulegt
að velja sjárfvirkt símtöl frá íslandi við allar
heimsálfur.
Nú er langt komið að tengja alla símnot-
endur frá ystu nesjum til innstu dala við sjálf-
virka simakerfið. í því sambandi skal þess
getið að fyrstu sjálfvirku símstöðvarnar á ís-
landi voru teknar í notkun 1932. Það var í
Reykjavík og Hafnarfirði.
Þessa dagana er verið að tengja fyrstu staf-
rænu rafeindasímstöðina hér á landi, það er
í Múla við Suðurlandsbraut í Reykjavík.
Stöðin er 3000 símanúmer. Frá þeirri símstöð
verða tengdar útstöðvar, tvær stöðvar á Mið-
bæjarsvæðinu, hvor 1000 númer, ein á
Árbæjarsvæðinu 1000 númer. Þá verða einn-
88 SÍMABLAÐIÐ