Símablaðið - 01.12.1983, Qupperneq 15
ig tengdar útstöðvar í Breiðholti, Kópavogi
og í Hafnarfirði, hver stöð fyrir 500 númer.
Þetta eru stöðvar fyrir alls 7500 símanúmer.
Aukningin verður þó ekki fleiri en 5500 síma-
númer, þar sem 2000 númer af eldri símstöð-
inni í Múla verða tekin niður og notuð ann-
arsstaðar. Þessum framkvæmdum á að ljúka
1984. Númeraaukning á Reykjavíkursvæð-
inu verður 9.4%. Þá ætti hinn alvarlegi núm-
eraskortur að hverfa a.m.k. næstu tvö árin
og vonandi um alla framtíð, ef nægjanleg
fjárveiting fæst til að stækka símakerfið eftir
þörfum hverju sinni.
Að lokum vil ég nota tækifærið og óska
Póst- og símamálastofnuninni allra heilla og
velgengis í framtíðinni.
Öllum starfsmönnum Stofnunarinnar óska
ég árs og friðar.
Símablaðið þakkar Hafsteini fyrir viðtalið.
Þess má geta að hér áður fyrr tók hann mikinn
þátt í félagsstarfi F.Í.S. og hann hefur alla tíð
verið velunnari Símablaðsins. Fyrir það viljum
við einnig þakka Hafsteini.
H.H.
Úr Símablaðinu frá 1945:
Vann TFA orustuna um
Norður-Atlantshafið?
Það er ekki lengur neitt hernaðarleyndar-
mál — og hefir raunar aldrei verið — að sjó-
herinn brezki settist að í loftskeytastöðinni í
Reykjavík (TFA) á hvítasunnudag 1940 og sat
þar og notaði radíótæki stöðvarinnar í tæp
fjögur ár.
Vinnuskilyrði starfsmanna TFA voru oft
erfið í þessu ,,tvíbýli“ og þótt ,,sambúðin“
hafi yfirleitt verið sæmileg og báðir aðilar
sýnt sanngirni og tilhliðrunarsemi varð
naumast hjá smávægilegum árekstrum kom-
ist. En þessi grein á ekki að fjalla um þá hlið
málsins heldur um það, sem fæstir ,,óvið-
komandi“ hafa gert sér ljóst, hve þýðingar-
mikinn þátt TFA átti í fjarskiptaviðskiptum
bandamanna í Norður-Atlantshafi.
Þegar hernámsliðið, sem hingað kom 10.
maí 1940 sá, að TFA var betur búin radíó-
tækjum, bæði til sendingar og viðtöku, en
hliðstæðar loftskeytastöðvar í Bretlandi,
vildu þeir ekki líta við þeim tækjum, sem þeir
höfðu meðferðis, enda hefðu þau ekki komið
að verulegum notum hér á landi. Og þær fjar-
skiptastöðvar, sem þeir komu sér upp hér
voru eiginlega ekki tilbúnar til viðskipta fyrr
en eftir dúk og disk. TFA varð þess vegna
einskonar radiómiðstöð fyrir herskipaflota
og skipalestir bandamanna á Norður-At-
lantshafi og við strendur íslands.
Bretarnir létu þá skoðun oft i ljós við mig
að margt hefði farið á annan veg hefði TFA
ekki notið við, og man ég alveg sérstaklega
eftir því þegar H. M. S. ,,Hood“ var sökkt
fyrir norðvestan ísland og eltingaleikurinn
um ,,Bismarc“ — bezt búna orustuskip ver-
aldar — hófst. Þá varð einum sjóliðsforingja
Breta það að orði, að ,,TFA hefði unnið or-
ustuna um Atlantshafið.“
En TFA vann líka oft aðrar orustur upp á
líf og dauða.
Á erfiðustu stríðsárum bandamanna á haf-
inu, 1941 —1943, náði TFA oft, og stundum
daglega, neyðarkalli frá sökkvandi skipum.
Þessi neyðarköll sendi svo TFA áfram til ann-
arra skipa og flugvéla.
Þannig átti TFA þá, eins og svo oft áður,
óbeinan þátt í björgun óteljandi mannslífa.
TFA, 4. des.1945.
Friðbjörn Aðalsteinsson.
SÍMABLAÐIÐ 89