Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1983, Síða 16

Símablaðið - 01.12.1983, Síða 16
Heimsókn á Fjarskiptastöðina í Gufunesi — Reykjavík-radio/TFA, 65 ára á þessu ári Myndir: Ásgeir Valur Snorrason. Fjarskiptastöðin í Gufunesi skiptist í tvær deildir, annars vegar Reykjavík-radió/TFA sem ann- ast sjófarstöðva- og landfarstöðvaþjónustu og hins vegar Radíó-flugþjónustuna. Stöðvarstjóri er Stefán Arndal. Á þessu ári eru liðin 65 ár síðan Reykjavík-radió/TFA hóf sjófarstöðvaþjónustu sína, en hún var stofnuð 17. júní 1918. í tilefni af því, heimsótti blaðamaður Símablaðsins stöðina og tók starfs- menn þar tali. Það var verulega ánægjulegt að koma þar og sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig, eftir að hafa spjallað við loftskeytamennina í síma gegnum árin. Margir starfsmannanna hafa unnið þarna í mörg ár, en stöðin var flutt af Melunum upp í Gufunes árið 1963. Blaðamaður Símablaðsins, Kristjana H. Guðmundsdóttir og Kormákur Kjartans- son, deildarstjóri á TFA. Það eru ábyrgðarmikil störf sem þarna eru leyst af hendi og gefur auga leið, að menn þurfa að vera vakandi á verðinum. Loftskeytastöðvarnar eru eini tengiliður sjómanna á höfum úti og fjölskyldna þeirra, oft á tíðum eina vonin ef í harðbakka slær. TFA hefur skilað starfi sínu vel gegnum árin og margir eru þeir, sem hugsa hlýlega til starfsmannanna þar. Kormákur Kjartansson, deildarstjóri hjá TFA fylgdi mér um stöðina og kynnti mér Sigurður Baldvinsson, Reykjavík-radió. starfsemina og mennina sem voru á vakt þennan dag. Auk viðgerðarmanna og skrif- stofufólks eru þrír menn á dagvakt kl. 8—22 við sjófarstöðvaþjónustuna og einn við land- farstöðvaþjónustuna, en á næturvakt sinna tveir menn sjófarstöðvaþjónustunni, en einn 90 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.