Símablaðið - 01.12.1983, Side 20
Aðalfundur stöðvarstjóra
Aðalfundur deildar stöðvarstjóra í F.Í.S. var haldinn að Nesjaskóla
Höfn Hornafirði 27. og 28. ágúst s.I.
Að þessu sinni var boðið upp á far með áætl-
unarbíl frá Reykjavík sem fundarmenn not-
færðu sér og tókst þessi nýbreytni mjög vel og
voru allir sammála um að hafa þennan hátt á
framvegis. Var mjög vel mætt á fundinn úr öll-
um landsfjórðungum. Formaður F.Í.S. gat
ekki mætt á fundinn að þessu sinni.
Gestir fundarins voru Ragnhildur Guð-
mundsdóttir frá stjórn F.Í.S., Jón Tómasson
fyrrverandi stöðvarstjóri í Keflavík og kona
hans Ragnheiður Eiríksdóttir, en Jón var um
áraraðir formaður deildar stöðvarstjóra.
Að venju var fræðsluerindi frá Póst- og síma-
málastofnuninni að tilhlutan deildarstjórnar,
og að þessu sinni flutti Jónas Sigurðsson
tæknifulltrúi ítarlegt erindi um nýjungar í sima-
búnaði o.fl. þar að lútandi og svaraði síðan fyr-
irspurnum fundarmanna, var mjög góður róm-
ur gerður að erindi Jónasar og fannst stöðvar-
stjórum tímabært að kynna þeim nýjungar í
símabúnaði sem komnar eru og væntanlegar.
Marta B. Guðmundsdóttir formaður deild-
arinnar flutti skýrslu stjórnar, en þar bar hæst
að vanda kjaramál stöðvarstjóra og breytingar
sem unnið hefur verið að við niðurröðun stöðv-
arstjóra í launaflokka.
Stjórn deildarinnar var endurkjörin en hana
skipa: Marta B. Guðmumdsdóttir formaður,
meðstjórnendur Björgvin Lúthersson og Guð-
björg Thorarensen. Til vara: Ragnar Helga-
son, FJías H. Guðmundsson og Anna Gísla-
dóttir.
í Félagsráð voru kosin: Marta B. Guð-
mundsdóttir og Björgvin Lúthersson, vara-
menn: Garðar Hannesson og Hermann Guð-
mundsson.
Á þing B.S.R.B. var kosinn Garðar Hannes-
son til vara Marta B. Guðmundsdóttir.
Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundinum:
Aðalfundurinn ítrekar fyrri samþykktir um að enginn stövarstjóri sé flokkaður lægra til
launa en póstútibústjórar í Reykjavík eða fulltrúar á stærri stöðvum. Ennfremur leggur fund-
urinn áherslu á hækkun yfirvinnugreiðslu til stöðvarstjóra, en núverandi greiðslur eru ekki
í samræmi við framlagða vinnu þeirra.
í desember verði ávallt greiddar tvöfalt fleiri yfirvinnustundir en aðra mánuði.
Launanefnd leggur til að þær breytingar verði í væntanlegum samningum að stöðvarstjórar
strandastöðva svo og stöðvarstjórar þeirra stöðva, sem veruleg umsvif hafa umfram það sem
almennt gerist, verði hækkaðir um einn flokk frá því sem annars hefði verið.
Aðalfundurinn ítrekar fyrri samþykktir deildarinnar um nánara samstarf milli yfirstjórnar
Pósts og síma og stöðvarstjóra vegna framkvæmda og endurbóta viðkomandi stöðva.
Aðalfundurinn ítrekar fyrri samþykkt deildarinnar um sameiningu F.Í.S. og P.F.I. þar sem
eðlilegt verður að teljast að starfsmenn Pósts og síma séu í einu og sama stéttarfélagi.
Aðalfundurinn samþykkir eftirfarandi tillögu: Stjórn deildarinnar ath. hvort ekki verði hægt
að loka póstafgreiðslum kl. 1600 í stað kl. 1700 til þess að starfsmenn gætu losnað fyrr úr
starfi á daginn.
94 SÍMABLAÐIÐ