Símablaðið - 01.12.1983, Page 23
næring ekki meðtekin fyrr en um lágnætti,
er við kæmum á ákvörðunarstað, Nesjavalla-
skóla í Hornafirði.
Á leiðinni frá Vík austur að Kirkjubæjar-
klaustri var Guðnýju falið að vera leiðsögu-
maður — enda vitað að hún er mesti fjalla-
garpur í stéttinni.
Það kom líka á daginn að hún var hafsjór
af fróðleik og var þrungin af frásagnargleði.
Hún fræddi okkur um gamlar og nýjar fjalla-
slóðir og fjölda örnefna, kunni dulrænar
sagnir og fyrirbæri ýmissar náttúru og fyrr
en varði vorum við á hlaðinu á Kirkjubæjar-
klaustri, því ævaforna höfðingjasetri, sem nú
er vel þekkt öllum landsmönnum vegna hinna
góðkunnu og atorkumiklu Klausturbræðra.
Einn þeirra, Valdimar Lárusson var þar
stöðvarstjóri í marga áratugi, en hefur nú á
efri árum látið embættið í hendur dóttur-
sinnar Elínar Önnu, sem bættist í hópinn á
Klaustri.
Elín tók að sér leiðsögn austur Landbrot
og Fljótshverfi, en myrkur var dottið yfir er
við komum í Öræfin.
Er við ókum suður Nestanga ofan Fagur-
hólsmýrar, sáum við ljós gullleitarmannanna
suðvestur á sandi og óskuðum þeim heilla í
huganum.
Eftir það voru það aðeins ljósin á bæjun-
um sem vitnuðu um mannlíf en fullur máninn
sló töfrabjarma á Reynivallaós, Breiðaból-
staðalón, Steinavötn og Hestgerðisós og ótal
huldufólksbyggðir, sem örvað höfðu hugar-
flug Þorbergs skálds Þórðarsonar í bernsku
og valdið honum hugarangri á stundum ein-
semdar og einangrunar, einkum þegar
Hornafjarðarmáninn tróð marvaðan í kólgu-
klökkum.
o O o O o
Næsta morgun var glaðasólskin — næstum
heiður himinn.
Farin var skoðunarferð um Höfn við leið-
sögn Óskars Helgasonar stöðvarstjóra.
Bæjarstæðið er sérkennilegt og fallegt, með
einni fegurstu fjallasýn er gefur að líta á ís-
landi.
En það vekur einnig eftirtekt hve ótrúlega
mikið hefur tekist að framkvæma á stuttum
tíma — m.a. opinberar byggingar, í gatna-
Stjórn deildar stöðvarstjóra, f.v.: Guðbjörg
Thorarensen, Þorlákshöfn, Björgvin Lúthers-
son, Keflavík og IVIarta B. Guðmundsdóttir,
Varmá.
gerð og snyrtingu, við hafnargerð og aðrar
þjónustustöðvar auk fjölda fagurra einbýlis-
húsa, sem mörg eru í umhverfi gróskumikilla
garða. Fagur bær og hreinn.
Höfn er höfuðstaður Suðausturlands. Þó
er það ekki fyrr en um síðustu aldamót að
verslunin er flutt þangað frá Papaósi þar sem
hún hafði verið um aldir.
Óskar mátti vera hreykinn af byggð sinni,
þar eð hann var oddviti þar í 16 ár meðan
uppbyggingin var hröðust, en af hógværð fór
hann fáum orðum um sögu staðarins og ók
siðan með okkur upp í Almannaskarð, en þar
er útsýni fegurra en víðast hvar annars staðar
á íslandi.
Hornafjörður lá fyrir fótum okkar sléttur
og friðsæll, bændabýlin brostu við okkur í
morgunsólinni og jökuldrottningin teygði
arma sína niður á láglendi.
o O O o o
Fundahöld hófust að loknum hádegis-
verði. Formaður deildarinnar, Marta Bíbí,
setti fundinn á tilsettum tíma, tilnefndi
starfsmenn: fundarstjóra þá Garðar Hannes-
son og Hermann Guðmundsson og fundarrit-
ara þá Jón Skagfjörð og Sigurð Jónsson og
hlaut tilnefningin samþykki fundarins. Vart
verður Marta Bíbí sökuð um að halda karl-
SÍMABLAÐIÐ 97