Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1983, Síða 24

Símablaðið - 01.12.1983, Síða 24
kyninu utan áhrifa við embættisfærslu á fundinum. Síðan flutti hún skýrslu stjórnar- innar af röggsemi. Sautján ræður voru flutt- ar um skýrsluna, allar jákvæðar og báru vitn- in um samhug og góða stjórn fráfarandi stjórnar. Fundinn sátu 30 stöðvarstjórar og allmarg- ir makar þeirra. Ragnhildur Guðmundsdóttir skrifstofustjóri F.I.S. og Jónas Sigurðsson tæknifulltrúi hjá P. & S. voru fulltrúar sinna stofnana og mjög virkir þátttakendur í störf- um fundarins. Einnig voru gestir fundarins hjónin Ragnheiður Eiríksdóttir og Jón Tómasson. o O O o ° Stéttin var áður fyrr nær eingöngu karla- stétt en nú eru konur að ná meiri hluta. Þykir það benda til þess að stéttin sé lágt launuð, en fleira kemur þó til. Allt frá því að Elínborg Sveinsdóttir stöðvarstjóri á Þingeyri sótti fyrst fund fé- lagsins fyrir nær 40 árum, hafa konur alltaf átt fulltrúa í stjórninni og nú í nokkur ár hef- ur Marta Bíbí verið formaður og átt sér til ráðuneytis þau Guðbjörgu Thorarensen og Björgvin Lúthersson, sem bæði eru lang- þjálfuð í félagsmálum og þrældugleg. Þau hlutu öll einróma endurkosningu við stjórnarkjör sem fram fór undir fundalok, síðari fundardaginn. o o O O o Um miðjan dag var búist til heimferðar. Stöðvarstjórar af Austur- og Norðurlandi héldu austur og norður yfir heiðar, en við hin settumst upp í okkar ágætu rútu og héldum í vesturátt. Við ókum nú í sólskini um Mýrar og Öræfi, sem okkur voru hulin í húmi nætur á austurleið. Þessa leið hafði ég farið tvisvar áður i björtu, en ekki séð landið jafn fagurt og nú, lof sé undangenginni rigningu fyrir það. Hún hafði þvegið kletta og klungur, hreinsað and- rúmsloftið af fokmistri og gefið grasi og öðr- um gróðri sitt fegursta skrúð. Um allar hlíðar dönsuðu ótal lækir, stórir og smáir og kliðuðu sinn ómþýða nið. Gamlar elfur bólgnuðu upp og espuðu sig út af litlu lækjunum sem spruttu fram með ærslum, jafnvel fram úr grjóthörðu kletta- stálinu þar sem aldrei áður hafði sést seytla dropi. Alls staðar perlaði vatn, sums staðar varð það að hvítri slæðu, annarsstaðar að möttul- faldi. Móðir jörð var í hátíðarbúningi þennan sunnudag. Allt þetta líf og allir þessir litir greyptu heillandi mynd í huga mér, sem ég mun seint gleyma. Undirleikurinn að þessum hughrifum, sá, að muna eftir öldnum samstarfsmanni á góðri stund, var slíkur, að hann gleymist heldur ekki. o o O o o Heimferðin gekk greiðlega. Björgvin Lúthersson tók að sér skipulagningu og stjórn skemmtiþátta og kvaddi sér til aðstoð- ar Elías Guðmundsson stöðvarstjóra á Bol- ungarvík. Undantekningalaust urðu allir að koma í míkrafóninn — sumir oft og sögðu gleiðisögur, fóru með kvæði eða sögðu lífs- reynslusögur, allt var þetta samofið söng og þótti hin besta skemmtun. Tíminn var fljótur að líða og fyrr en varði vorum við komin i hlaðið á Klaustri. Elín stöðvarstjóri hafði hringt frá Höfn til móður sinnar og spurt: „Heldurðu ekki að þú hafir kaffisopa handa okkur eftir 2—3 klukkutíma? Ja, við erum eitthvað 30—40 sem komum við.“ „Ekkert mál“, var svarið. Valdimar, gamli félagi okkar, stóð í hlaði og bauð okkur að ganga til stofu og þar voru veitingar einnig að höfðingja hætti á gamal- grónu menningarheimili. í garðinum framan við húsið var svo kveðjustund og allir sungu: „Hvað er svo glatt. . .“, af miklum móði, svo að undir tók í Systrastapa. Siðan var enn ekið í vesturátt og skiptust á skemmtiþættir og kveðjuathafnir við komuna í heimahaga stöðvarstjóranna á Suðurlandi. Til Reykjavíkur var komið síðla kvölds. Ógleymanlegri ferð var lokið. „Þökk sé þeim er veittu mér“ svo eftir- minnilega afmælisgjöf. Jón Tómasson. 98 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.