Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1983, Síða 25

Símablaðið - 01.12.1983, Síða 25
Minningargreinar Marinó G. Jónsson. Vinur minn og mágur Marinó G. Jónsson yfirsímritari var fæddur á ísafirði 23. júlí 1906, sonur Jóns Guðbrandssonar skósmiðs frá Kýr- unnarstöðum í Hvammssveit og Valgerðar Hafliðadóttur frá Fremri-Bakka í Langadal N- ís. Á þeim árum er Marinó var að alast upp á ísafirði var félagslíf ungmennafélagsins Árvak- urs í blóma. íþróttir mikið iðkaðar. Árið 1922 er Marinó var 16 ára var hann sendur á vegum Árvakurs á fimleikanámskeið til Reykjavíkur. Hann var mjög fær fimleikamaður og þjálfaði margan ungan mann á ísafirði og síðar í Vest- mannaeyjum í fimleikum. í ársbyrjun 1925 fór Marinó til náms í Loft skeytaskólann í Reykjavík. Áður en hann lauk námi kom Ottó Arnar skólastjóri að máli við hann og réði Marinó, í forföllum, sem loft- skeytamann á enska togarann Imperialist, sem Helliersbræður gerðu út frá Hafnarfriði. Skip- stjóri var hinn landskunni togaraskipstjóri og síðar útgerðarmaður Tryggvi Ófeigsson. Þetta lýsir best hve ótakmarkað traust Ottó Arnar skólastjóri bar til hins unga nemanda síns. Marinó lauk námi frá Loftskeytaskólanum 5. júlí 1926. hann byrjaði sð starfa hjá Landssíma Islands 14. júlí sama ár. Fyrst á viðgerðarverk- stæði Landssímans undir stjórn H. Krag. Einn- ig í línuviðgerðum undir stjórn C. Björnæs. Haustið 1926 veiktist annar símritaranna í Vestmannaeyjum og var Marinó sendur þang- að í forföllum hans, og skipaður símritari 1.1. 1927. Dvöl Marinós í Eyjum varð lengri en til stóð, eða 20 ár. Árið 1946 fluttist hann til Reykjavíkur og var skipaður yfirsímritari 1. mars 1966. Hann fór á eftirlaun 15. júlí 1973. Árið 1929, 8. júní kvæntist Marinó systur minni Jakobínu Þórunni. Þau eignuðust þrjú börn, Sigurð Emil forstjóra, Sigurður er kvæntur Ágústu Sigurjónsdóttur og eiga þau 6 börn. Agnesi sem er gift Kristni Guðjörns- syni tæknifulltrúa, eiga þau 2 börn, og Jón Val forstjóra. Jón Valur er kvæntur Sabinu Marth, þau eiga 4 börn. í ársbyrjun 1948 veiktist Jakobína af ólækn- andi sjúkdómi. Hún andaðist 8. júní 1948, að- eins 42 ára að aldri, eftir 19 ára ástríkt hjóna- band. Það var mikið áfall og erfiðir tímar fyrir Marinó og börnin þrjú. Sjö árum síðar kynntist Marinó góðri og kærleiksríkri konu, Hjördísi Ólafsdóttur. Þau gengu í hjónaband 28. janúar 1956. Marinó og Hjördís eignuðust eina dóttur, Valgerði, sem er gift Valdimar Guðmundssyni tæknifræðingi, þau eiga eina dóttur. Marinó var afar vel liðinn af öllum sem hon- um kynntust. Hann var glaðsinna, bjartsýnn, áræðinn en jafnframt gætinn. Hann hafði góða leikhæfileika og lék í nokkrum leikritum í Eyjum og hlaut góða dóma. Hann andaðist á sjúkrahúsi aðfaranótt 22. júlí s.l. Blessuð sé minning Marinós G. Jónssonar. Hafsteinn Þorsteinsson. SÍMABLAÐIt) 99

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.