Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1983, Side 26

Símablaðið - 01.12.1983, Side 26
Karl Hjálmarsson Karl Hjálmarsson stöðvarstjóri var fæddur í Nesi í Loðmundarfirði 28. desember 1912. Foreldrar hans voru Hjálmar Guðjónsson, yfirfiskmatsmaður á Austurlandi frá Litlu- Laugum í S-Þingeyjarsýslu og Kristbjörg Elísabet Baldvinsdóttir frá Stakkahlið í Loð- mundarfirði. Foreldrar Karls fluttust til Seyðisfjarðar og ólst hann þar upp til 16 ára aldurs, fór þá í símavinnu á sumrin, en í Samvinnuskólann veturna 1930 til 1932 og útskrifaðist þaðan með góðum vitnisburði. Ekki var skólaganga Karls lengri, því að strax eftir Samvinnuskólanámið byrjaði hann vinnu í pósthúsinu í Reykjavík og vann að póst- og símamálum alla starfsævi sína, um 50 ára skeið. í fyrstu var Karl póstberi og við skrifstofu- störf, en 1953—1958 var hann fulltrúi hjá Pósti og síma. Hinn 1. mars 1958 var Karl skipaður stöðv- arstjóri Pósts og síma í Borgarnesi og gegndi því starfi til 1. sept. 1981 og var þá nær 69 ára gamall. Karl kvæntist eftirlifandi konu sinni, Frið- björgu Davíðsdóttur, frá Flatey á Breiðafirði, 16. jan. 1943. Börn þeirra Karls og Friðbjargar voru þessi: Hjálmar, andaðist tvítugur að aldri. Sigríður húsmóðir í Reykjavík, gift Skarphéðni Bjarna- syni flugumferðarstjóra. Birgir kennari kvænt- ur Þórunni Harðardóttur. Kolbrún húsmóðir í Reykjavík gift Gísla Ragnarssyni kennara. Karl var formaður Póstmannafélagsins 1950—1952, í stjórn Byggingasamvinnufélags póstmanna um árabil. Karl andaðist 6. ágúst s.l. Stefán Ólafur Stefánsson Stefán Ólafur Stefánsson stöðvarstjóri var fæddur á Akureyri 3. mars 1916. Foreldrar hans voru Stefán Ólafur Sigurðs- son kaupmaður og kona hans, Jóhanna Sigríð- ur Jónsdóttir. Árið 1934 fluttist Ólafur með foreldrum sín- um til Siglufjarðar. Hann settist í Verslunar- skóla íslands haustið 1935 og lauk þaðan prófi vorið 1938. Árið 1938 var hann ráðinn fulltrúi á póst- afgreiðslunni á Siglufirði og starfaði þar óslitið til ársins 1958, er hann var skipaður stöðvar- stjóri á Sauðárkróki. Þeim starfa gegndi hann til dauðadags og hafði þá verið í þjónustu Pósts og síma í 45 ár. Þann 14. september 1950 kvæntist Ólafur eftirlifandi konu sinni, Ölmu Björnsdóttur. Ólafur og Alma eignuðust þrjú börn, sem öll eru á lífi. Þau eru talin í aldursröð: Anna Birna, 100 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.