Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1983, Side 29

Símablaðið - 01.12.1983, Side 29
Símaþjónustan á ísafirði 75 ára Símstöðin á ísafirði. Þann 23. september síðastliðinn voru liðin 75 ár frá opnun ritsíma- og gæslustöðvar á ísafirði, en það ár var lögð einþætt símalína frá Borðeyri til ísafjarðar. Stöðin var frá upphafi 1. fl. stöð. Húsnæði var leigt fyrir símstöðina hjá Guðmundi Bergssyni póstmanni. Byggt var innanbæjar- kerfi sama sumarið og voru notendur um 40. Fyrsta skiptiborðið var fyrir 70 notendur. Þetta var þó ekki fyrsti síminn á ísafirði, því að í júnímánuði 1889 lét Ásgeir Ásgeirsson, yngri, leggja síma á milli Faktorshússins í Neðsta-kaupstað og verslunar sinnar við Aðalstræti 15, Ásgeirsverslunar. Þetta var fyrsta símasamband á íslandi , og var í notk- un þar til síminn tók til starfa 1908. Faktors- húsið, ásamt fleiri elstu húsum bæjarins í Neðsta-kaupstað hafa nú verið friðuð, og er unnið að lagfæringu þeirra, og hefur upp- runalega símatækið verið sett upp aftur þar sem það áður var. Einnig var árið 1892 lagður sími á milli ísafjarðar og Hnífsdals að frum- kvæði sýslunefnda ísafjarðarsýslna. Magnús Thorberg var fyrsti símstöðvar- stjóri á ísafirði. Ásamt honum voru í byrjun tvær afgreiðslustúlkur, þær Soffía Thordar- son og Ása Guðmundsdóttir. Haustið 1920 var byrjað að reisa loft- skeytastöðvar á ísafirði og Hesteyri, og voru þær teknar í notkun vorið eftir. Loftskeyta- stöðin á ísafrði varð þó ekki langlíf í þetta sinn, rafveitan var í ólagi og Hesteyrarstöðin reyndist langdrægari en búist hafði verið við, og voru tækin á ísafirði flutt til Kirkjubæjar- klausturs haustið 1922. En eftir að sími hafði verið lagður til Hesteyrar var loftskeytastöð- in flutt til ísafjarðar árið 1936, og hefur verið starfrækt þar síðan. Með henni kom Jón Guðjónsson, símritari, en hann hafði unnið sem símritari á Hesteyri frá upphafi. Haustið 1911 var símstöðin flutt í nýtt steinhús, Pólgötu 10, sem Magnús Thorberg símstöðvarstjóri hafði byggt, og þegar Magn- ús sagði starfi sínu lausu árið 1918, keypti Landssíminn af honum húsið. Póststjórnin keypti húseignina Aðalstræti 18 um 1927—28, en það var áður eitt glæsi- legasta verslunarhús landsins. Þangað flutti Síminn líka við sameiningu Pósts og Síma. Á síðustu árum hafa verið gerðar gagngerar breytingar og lagfæringar á húsinu til hag- ræðis fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Á árunum 1967 og 1968 var byggt tækja- hús á bak við stöðvarhúsið og þar sett upp 800 númera sjálfvirk símstöð, sem tekin var í notkun 25. júní 1969, og voru notendur í byrjun 742. Nú er þessi stöð 1400 númer og fullnýtt og beðið eftir stækkun. Á síðastliðnu ári keypti Póst- og símamála- stofnunin húseignina Áðalstræti 16, gamalt hús við hlið hinna tveggja. Er það nú notað fyrir línudeildina sem áður var í tækjahúsinu við mikil þrengsli. Við Póst- og símstöðina á ísafirði vinna nú 33 starfsmenn, nokkrir þeirra í hlutastörfum, á skrifstofu umdæmisstjóra 4 og í tæknideild 7 að viðbættum 3—6 verkamönnum. Erling Sörensen, Umdæmisstjóri SÍMABLAÐIÐ 103

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.