Símablaðið - 01.12.1983, Síða 32
væri í sniðum en ég bjóst við og er þakklátur
þeim aðilum sem gerðu þessa heimsókn mína
mögulega.
o O O O o
Guðný Gestsdóttir
Fulltrúi
Skrifstofu Umdæmisstjóra
Umdæmi I, Reykjavík.
t>ú fórst á námskeið við Háskólann í Sant-
ander á Norður—Spáni í sumarleyfinu. Hvað
getur þú sagt okkur af því?
Ég hefi stundað spönskunám hér heima við
Námsflokka Reykjavíkur og kennarinn, sem
er spánskur, kynnti fyrir nemendum þessa
námsferð á vegum ferðaskrifstofunnar At-
lantik. Var þetta sumarnámskeið og eingöngu
ætlað útlendingum. Samskonar námskeið eru
haldin við ýmsa háskóla í Frakklandi, Spáni
og víðar í Evrópu.
Við vorum tíu nemendur frá íslandi á þessu
námskeiði, en alls tóku þátt í því þrjú hundr-
uð nemendur frá þrjátíu löndum, fólk á öll-
um aldri og mislangt komið í námi. Aldur
skiptir ekki máli, ef áhugi er fyrir hendi.
Nemendur héldu til í ýmsum heimavistum
á vegum skólans, en ég ásamt sex öðrum ís-
lendingum, bjó í kastala, sem stendur á
höfða, sem skagar út frá borginni. Umhverf-
ið þarna er mjög fagurt, skógur, baðströnd
og margt fleira sem gleður augað. Þetta mun
vera verndað svæði, eða nokkurs konar þjóð-
garður.
Kastalinn virðist mjög gamall og er þar
komið fyrir mörgum fögru munum og lista-
verkum. Þarna var lögregluvörður og urðum
við að sýna passa til að komast inn, enda ekki
óeðlilegt, þar sem um svo marga dýrgripi var
að ræða. Að vetrinum er þarna safn, en á
sumrin eru haldin ýmis listanámskeið, músik-
vikur og fyrirlestrar.
Það var seiðmagnað að dvelja í kastalan-
um. Að vísu var þar margt gamaldags og ekki
eins miklum þægindum fyrir að fara og á
luxushótelum. En það var dásamlegt að
dvelja innan um alla þessa fögru muni. Her-
bergin eru lítil og voru tveir til þrír saman í
herbergi, en ég var svo heppin að fá eitt af
þeim fáu einbýlum sem stóðu til boða. Ekki
voru þarna sérbaðherbergi, heldur hafði ver-
ið komið fyrir sturtum og þvottaaðstöðu á
hverri hæð.
Við fengum þrjár máltíðir á dag og var
maturinn ágætur.
Skólinn er nokkuð langt í burtu og var farið
með hópferðabíl til skólans á morgnana, en
með strætisvagni heim að lokinni kennslu.
Við upphaf sumarskólans, tóku þeir sem
vildu próf, til að sjá hvar þeir stæðu og var þá
raðað í bekki eftir kunnáttu. Þeir sem ekki
tóku próf, fóru í byrjendabekk.
Við vorum í bóklegum- og málfræðitímum
frá kl. 9—12 fyrir hádegi, en um eftirmiðdag-
inn voru fyrirlestrar og talkennsla. Kennt var
á laugardögum frá kl. 9—12.
Um helgar fórum við í skoðunarferðir í
fylgd leiðsögumanns og var mikill fróðleikur
fólginn í því. Þessar skoðunarferðir voru
mjög ódýrar, eða um kr. 200.00 ísl. hver ferð.
Námskeiðið mun hafa kostað, með ferðum
fram og til baka, húsnæði, fæði, skólagjöld-
um og námsgögnum, um kr. 45.000.00.
Ekki voru haldin próf í lok námskeiðsins,
en diplom gefin í samræmi við ástundun.
Ég hefi áður notað sumarleyfi mín til þess
að fara á slík námskeið sem þetta. Árið 1961
fór ég á frönskunámskeið í París og svo aftur
árið 1970 í Nissa. Hingað til hefi ég kostað
þessar námsferðir sjálf, en í sumar fékk ég
styrki úr Starfsmenntunarsjóði BSRB og
Menningar- og kynningarsjóði FÍS.
Það er mjög lærdómsríkt að fara á nám-
skeið sem þessi og finnst mér tilvalið að eyða
sumarleyfinu á þennan hátt.
106 SÍMABLAÐIÐ