Símablaðið - 01.12.1983, Side 34
bundnum hætti. Starfsmaðurinn tekur niður
símanúmer og vakningartíma og setur síðan
viðkomandi pöntun inn á tölvu, sem tengd er
við „fröken klukku“, sem síðan hringir og
vekur viðkomandi, án þess að mannshöndin
komi þar nærri.
Margt fleira mætti nefna, en of langt mál
að skýra frá því nú.
Fjárhagslega er ferð sem þessi erfið, en það
munaði miklu, að ég fékk styrki til fararinn-
ar, m. a. úr Starfsmenntunarsjóði BSRB.
Ég er mjög þakklátur öllum þeim er
greiddu götu mína til þessarar námsferðar og
sé ekki eftir að hafa eytt sumarfrii mínu á
þennan hátt.
o o O o o
Ólafur Eyjólfsson
Yfirdeildarstjóri
Ritsímanum, Reykjavík
notendur og hinn almenna símnotanda, en
hann hefur að vísu ekki gagn af símatelexinu
nema í aðra áttina. Þó getur símnotandi beð-
ið í símanum eftir svari og fengið síðar skrif-
lega staðfestingu í pósti ásamt sendiafriti.
Með þessari nýju símatelexþjónustu virðist
hafa orðið bylting í símnotkun hjá þeim
þjóðum sem hafa tekið hana upp.
Ég bind miklar vonir við hina nýju tækni
og tel að hún muni veita símnotendum betri
og meiri þjónustu.
o O O o o
Álfhildur Jóhannsdóttir
Skrifstofumaður
Endurskoðun Umdæmi I
Reykjavík.
Þú fórst í námsferð til Englands í sumarleyfi
þínu nú í sumar. Hver voru tildrög þess?
Ég- fór á vegum Stofnunarinnar til Kaup-
mannahafnar í september-mánuði og þá fyrst
og fremst til að kynna mér hina nýju þjón-
ustu, símatelexið, sem senn verður sett á
stofn hér hjá okkur. Einnig kynnti ég mér alla
almenna símaþjónustu, svo sem telex- og
símskeytaþjónustu, langlínuþjónustu innan-
lands og utan, ásamt bílasímaþjónustu.
Ólafur Eyjólfsson.
Fram undan eru miklar breytingar á Rit-
símanum í Reykjavík með tilkomu þessarar
nýju þjónustu og því nauðsynlegt að kynna
sér starfsemi þeirra, sem lengra eru komnir
og byggja á þeirra reynslu.
Símatelexinn verður bæði fyrir símatelex-
Ég stundaði enskunám síðast liðinn vetur
hjá enskum kennara. Þegar hann heyrði, að
ég hafði áhuga á frekara námi í sumarskóla í
Englandi, benti hann mér á skóla sem heitir
Alfhildur Jóhannsdóttir.
Concorde International Study Centre í Folke-
stone á suðaustur-strönd Englands. Ég skrif-
aði til skólans og fékk upplýsingar um náms
tilhögun og fór svo þangað þann 15. maí og
dvaldi þar í einn mánuð.
Skólinn útvegaði mér húsnæði og fæði hjá
enskri fjölskyldu og var sá kostnaður ásamt
námsgögnum innifalinn í skólagjaldinu, sem
var um það bil 400£.
108 SÍMABLAÐIÐ