Símablaðið - 01.12.1983, Page 37
Heimsóknir nemenda á vinnustaði
Skrifstofufólk P. & S. á námskeiði.
F.v.: Inga H. Kjartansdóttir, Endurskoðun póstávísana, Guðný Inga Þórisdóttir, Skrif-
stofu Bæjarsímans, Hrefna Kristinsdóttir, Selfossi, Dóra Laufey Sigurðardóttir, Hafn-
arfirði, Jóhanna Sturlaugsdóttir, Hagdeild, Dóra Þórisdóttir, Endurskoðun, Álfhildur
Jóhannsdóttir, Endurskoðun, Halldóra Jakobsdóttir, Akureyri, Sóley Ingólfsdóttir,
Innheimtunni, Hrafnhildur Hreiðarsdóttir, Endurskoðun póstávísana, Friðrik Haralds-
son, kennari, Unnur Óskarsdóttir, Starfsmannahald, og Kristjana V. Jónsdóttir, ísa-
firði. Á myndina vantar: Danhildur J. Helgason, Hafnarfirði, Emu H. Hannesdóttur,
Frímerkjasölunni og Erlu SigurðardóttUr Bókhaldinu. Mynd; Ásgeir Valur Snorrason.
Þær stúlkur, sem nú stunda nám á hinum
nýju námskeiðum í Póst- og símaskólanum
fyrir talsímaverði og skrifstofufólk, hafa lýst
ánægju sinni með þessi námskeið. Einn þátt-
urinn í náminu, og sem nemendur kunna vel
að meta, eru heimsóknir á hina ýmsu vinnu-
staði Pósts og sima hér á höfuðborgarsvæð-
inu. Slíkar heimsóknir gefa nemendum, sem
eru viðsvegar að af landinu, tækifæri til að
kynnast hinni margvíslegu starfsemi Stofnun-
arinnar.
Stúlkurnar, sem eru á námskeiðinu fyrir
skrifstofufólk, fóru í eina slíka heimsókn á
Birgðastöðina að Jörfa fyrir skömmu, ásamt
einum kennara skólans, Þorsteini Ólafssyni.
Birgðastjóri Pósts og síma, Sverrir Skarphéð-
insson, tók á móti gestunum og sýndi þeim
starfsemina þar.
Þegar hópurinn fór í gegnum eina deildina
á Jörfa, sló einn starfsmannanna þar fram
eftirfarandi vísu:
Lítið hingað oftar inn
og yljið huga mínum.
Varma slœr á kalda kinn
frá kvennaskara fríðum.
Þakkir frá Símablaðinu
Eins og lesendur blaðsins hafa eflaust tekið eftir, þá hafa margar
ljósmyndir, sem birst hafa í blaðinu að undanförnu, verið teknar af
Ásgeiri Vali Snorrasyni.
Asgeir er sonur Kristjönu H. Guðmundsdóttur og Snorra Ásgeirs-
sonar.
Hann er í námi í Læknadeild Háskólans, og þrátt fyrir miklar annir
hefur hann gefið sér tíma til að aðstoða okkur við myndatökur.
Fyrir þessa aðstoð vill Símablaðið færa Ásgeiri hinar bestu þakkir.
Ásgeir Valur
Snorrason.
SlMABLAÐIÐ 111