Símablaðið - 01.12.1983, Side 39
Galdrar og töfrabrögð
— tölvustýrðar símstöðvar sem tengja margvíslega þjónustu við símann þinn
í desemberhefti Póst- og símafrétta frá síðasta ári var skýrt frá nýrri gerð sjálfvirkra símstöðva
sem brátt myndu ryðja sér til rúms á íslandi og hefði fyrsta pöntunin verið send framleiðanda 11.
júní 1982. Hér er um að ræða tölvustýrðar símstöðvar af svokallaðir AXE-gerð sem sænska fyrir-
tækið L.M.Ericsson framleiðir en það átti lægsta tilboð í fjögurra ára áætlun um uppsetningu
slíkra stöðva á svæðunum 91 og 92 með samtals 20500 símanúmer. í fyrsta hluta pöntunarinnar
eru stöðvar með samtals 6500 númer. Þrjú þúsund númer verða sett upp í Múlastöð við Suður-
landsbraut og eitt þúsund í símstöðinni í Keflavík en þær verða miðstöðvar fyrir slíkar símstöðvar
hvor á sínu svæði. Gert er ráð fyrir að stöðin í Múla komist í notkun í desember n. k. og þegar
er hafinn undirbúningur að uppsetningu stöðvarinnar í Keflavík. Á næsta ári verða settar upp tvær
útstöðvar í Reykjavík, önnur í Landssímahúsinu en hin í Árbæ og jafnframt verður sett upp útstöð
í Gerðum. Smátt og smátt mun síðan fjölga númerum við þessar nýju stöðvar. Það er hins vegar
Ijóst að langur tími mun líða þar til þessi gerð stöðva hefur leyst þær gömlu af hólmi alls staðar.
En hvað er svona merkilegt við það að ný
gerð símstöðva sé að komast í notkun á ís-
landi? Verður notandinn eitthvað var við það
að hann kemst í samband við umheiminn í
gegnum fullkomnari símstöð?
Ekki verður hér gefin tæknileg lýsing á
þessum stöðvum, enda skil ég ekki orð af því
sem ég hef um þær lesið á þrem tungumálum.
Þó má geta þess að eins og nýjustu tölvur og
reiknivélar eru þær byggðar upp með raf-
eindakubbum sem hver um sig inniheldur
þúsundir örsmárra rása.
Hins vegar ætla ég að lýsa lítillega þeirri
þjónustu sem þær geta veitt notendum á sjálf-
virkan hátt og má líkja henni við galdra og
töfrabrögð. Ég er þess fullviss að hefðu þess-
ar stöðvar verið eitthvað fyrr á ferðinni, hefði
allt símafólk um tólf hundruð að tölu, verið
brennt til ösku fyrir galdra.
ÞJÓNUSTUMÖGULEIKAR
Hefur þú hringt í 02 og beðið um að láta
vekja þig? Hefur þú hangið heima vegna þess
að þú áttir von á áríðandi símtali þegar þig
jafnframt hefur langað til að heimsækja
kunningja? Hefur einhvern tíma staðið þann-
ig á hjá þér að þú hafir þurft að tala við tvo
aðila í síma í einu?
AXE stöðin leysir á einfaldan hátt úr svona
málum og hefði mátt spyrja 10—12 spurninga
í viðbót því að svo fjölbreytt er þjónustan sem
stöðin veitir á sjálfvirkan hátt.
Áður en þjónustutegundunum er lýst er rétt
að geta þess að til þess að geta hagnýtt sér þær
allar, þarf notandinn að hafa síma með 13
tökkum, þ. e. þrem fyrir utan þá sem hafa töl-
ur. Þessir 3 aukatakkar eru merktir með
stjörnu, ferningi og R og eru þeir einmitt not-
aðir til þess að komast í samband við minni
stöðvarinnar. Hins vegar er hægt að komast
í samband við hluta þjónustunnar með eldri
gerðum síma og jafnframt getur notandinn
beðið símstöðina að tengja vissa þjónustu við
símanúmer sitt. í öllum tilvikum nema einu
þarf að biðja símstöðina um aðgang að þjón-
ustunni en eftir að notandinn er orðinn á-
skrifandi, getur hann á sjálfvirkan hátt notað
þjónustuna.
Hér á eftir verður lýst helstu þjónustu-
möguleikunum sem AXE-stöðin hefur upp á
að bjóða:
VAKNING ÁMINNING
Hægt er að stilla símann þannig að hann
hringi á ákveðnum tíma, til þess t.d. að láta
hann vekja sig eða minna á eitthvað áríðandi.
Aðferðin er þessi: Fyrst lyftir þú heyrnartal-
færinu og velur ákveðinn kóða til þess að
komast á réttan stað í minni stöðvarinnar.
Kóðinn gæti t.d. verið stjarna 55 stjarna.
Næst setur þú inn tímann, t. d. 0715 og að
lokum ýtir þú á takkann með ferningnum og
símsvari staðfestir pöntun þína. Þessi þjón-
usta er að sjálfsögðu ekki ókeypis og í hvert
sinn sem þú tengir símann þinn við hana, telst
ákveðinn skrefafjöldi á númerið þitt.
SÍMABI.AÐIÐ 113