Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 40

Símablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 40
UPPHRINGING FLUTT Á ANNAN SÍMA Ef þú ætlar í heimsókn en vilt jafnframt ekki missa af áríðandi símtölum sem þú átt von á, getur þú stillt simann þannig að hring- ing í hann flyst yfir til síma þess sem þú heim- sækir og þar getur þú svarað þeim sem í þig hringir. Þegar heim kemur, aftengir þú þessa þjónstu. Hafir þú gleymt því, heyrist breyttur valtónn til þess að minna þig á að innhringing í símann þinn er tengd annað. SAMBAND ÁN NÚMERVALS Hægt er að tengja símann beint við eitt númer þannig að þegar heyrnartalfærinu er lyft hringir í hinu númerinu eftir 10 sekúndur. Jafnframt er hægt að nota símann á venjuleg- an hátt en þá þarf að byrja að velja númer innan 10 sekúndna. Þetta er mikið öryggi fyrir þá sem vegna sjúkdóms eða fötlunar eiga erfitt með a velja númer en geta lyft heyrnartalfærinu. SÍMTAL RAKIÐ Fái notandi óþægilega upphringinu frá ó- þekktum aðila, getur hann fundið uppruna- símann með því að hringja ákveðinn kóða. Á símstöðinni er niðurstaðan skráð sjálfvirkt og notandinn fær upplýsingar um númer og eig- anda símans sendar heim skriflega. VIÐMÆLANDI GEYMDUR Ef svo ber til meðan á samtali stendur að upplýsingar þurfi að fá frá þriðja aðila, getur notandi frá AXE-stöð geymt viðmælanda sinn meðan hann hringir annað til að fá þær. Með því að ýta á einn takka fær hann síðan samband aftur við fyrri viðmælandann og þriðji aðilinn tengist frá. TALAÐ VIÐ TVO TIL SKIPTIS Önnur útgáfa þessa fyrirkomulags er þann- ig að notandinn getur talað við tvo aðila til skiptis og getur hann svo oft sem hann óskar skipt um viðmælanda en sá aðili sem geymdur er heyrir ekki tal hinna tveggja. 114 SÍMABLAÐIÐ ÞRIGGJA MANNA TAL Fullkomnassta sambandið af þessu tagi er þriggja aðila ráðstefnusímtalið þar sem beint samband er milli allra, þ. e. hver getur heyrt allt sem sagt er eða talað til hinna tveggja í einu. Reikningslega verður þetta sem tvö sím- töl. SAMTAL BÍÐUR Hægt er að stilla símann þannig að notand- inn verði var við ef einhver hringir meðan á samtali stendur. Þetta á sér stað á þann hátt að tveir stuttir tónar heyrast og getur notand- inn þá brugðist við með tvennum hætti: í fyrsta lagi getur hann lokið yfirstandandi símtali og svarað þeim sem hringir. I öðru lagi getur hann geymt viðmælanda sinn meðan hann svarar þeim sem bíður en i því tilviki þarf hann að hafa 13 takka síma. í báðum til- vikum þurfa viðbrögð hans að eiga sér stað innan 20 sekúndna. Sá sem hringir fær venju- legan hringingartón í 20 sekúndur en eftir það fær hann merki um að númerið sé upptekið. TENGING VIÐ ANNAN SÍMA ÞEGAR NÚMERIÐ ER UPPTEKIÐ Þetta fyrirkomulag getur verið þægilegt fyrir lítil fyrirtæki sem hafa fleiri en einn síma og vilja koma i veg fyrir að þau missi af vænt-

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.