Símablaðið - 01.12.1983, Page 46
Til kvenna innan F.I.S.
Kynning á starfsemi Málfreyja
Mig langar til að kynna konum innan
F.Í.S., starfsemi Málfreyja. Nafnið þykir
kannske fráhrindandi oj* gefur ekki rétta
mynd af samtökunum. Eg er hrædd um að
þær ykkar sem hafa heyrt málfreyja getið
haldi að þær séu bara konur sem séu alltaf
að halda ræður. En ræðumennska er bara
einn lítill hluti starfsins. Ekki þar fyrir, engin
skyldi vera hræddur við ræður, þær eru bara
orð fest á blað, sem síðan eru lesin upp.
En starf í málfreyjudeild er mikið meira en
það. Þar fá konur tækifæri til að þjálfa sig
í fundarstörfum, fundarstjórn, hlustun af at-
hygli og að tjá sig upphátt í hópi annarra
kvenna sem uppörva þær og hvetja.
Hver þekkir það ekki af eigin raun að sitja
fundi í starfsmannafélagi, stjórnmálafélagi
eða á foreldrafundi og dauðlanga til að koma
með fyrirspurn og tjá sig um málefnið, en ha-
fa alls ekki kjark til að standa upp, hvað þá
að fara í ræðustól. Konur gera lítið af því að
leggja orð í belg á mannamótum. Ekki af því
að þær hafi ekkert til málanna að leggja, eða
engar skoðanir, heldur af óvana og ör-
yggisleysi. Starf í málfreyjudeild gefur gott
tækifæri til þess að stíga fyrstu skrefin í þá
átt, að koma hugsunum sínum og skoðunum
á framfæri.
í Málfreyjudeild mega vera 12—30 aðil-
ar. Flestar deildir telja þó 18—25. Þessar
konur skifta með sér stjórn deildar og nefnd-
arstörfum og öllum verkefnum funda, en þeir
eru tvisvar í mánuði, yfir vetrarmánuðina.
Þar sem félagatalan er bundin við svo fáa
aðila fá allar konur tækifæri til að spreyta sig
á verkefnum, sem ég er hrædd um, að við
tækjum ekki að okkur ef einhverjir karlar
væru til staðar, sem tækju af okkur ómakið.
Fundir eru formlegir, lögð er fram prentuð
dagskrá og henni fylgt. Þó er líka glens og
gaman á þessum fundum. Konur sýna hver
annarri þá virðingu að heyra má saumnál
detta þegar einhver flytur ræðu, og við upp-
lestur annað verkefni. Málfreyjur leggja
mikla áherslu á að fræðast um hin ólíkustu
málefni. Á fundina eru oft fengnir gestir til
að flytja erindi eða annast kennslu. T. d.
læknar, stjórnmálamenn, leikarar og lista-
menn. Auk þess eru í deildunum fluttar
kynningar á nýjum bókum.
Málfreyjudeildir hafa með sér samtök og
er yfirstjórn þeirra nefnd Ráð. Ráð heldur
fjóra fundi á ári og er einn fulltrúi kosinn fyr-
ir hverja deild til að sækja þá og hefur hann
atkvæðisrétt. Allar málfreyjur eru velkomn-
ar á þessa fundi og hafa þær málfrelsi. Sem
dæmi um þátttöku, þá eru 220 málfreyjur á
landinu, en algengt er að 80—90 sæki Ráðs-
fundi.
Þar sem deildir eru á ýmsum stöðum á lan-
dinu, gefur það okkur tækifæri, til að kynn-
ast konum, sem við aldrei annars mundum
kynnast, og hef ég orðið vör við, að mál-
freyjur meta það mjög mikils og telja ekki
eftir sér löng og oft dýr ferðalög til að koma
á Ráðsfundi, og sérstaka hátíðafundi.
Málfreyjur vilja gjarnan kynna sem flest-
um, þennan góða og skemmtilega félagsskap
og reyna því, að auglýsa fundi sína ef fjárhag-
ur leyfir. En gestir eru velkomir án nokkurra
skuldbindinga á alla fundi í deildum og í
Ráði. Vil ég hvetja ykkur félagskonur í F.Í.S.
til að fara á málfreyjufund. Það er ekki ýkja
stórt skref eða erfitt, en það getur leitt þig til
sjálfsþroska og framfara.
í sálarþroska svanna
býr sigur kynslóðanna.
Og hvað er menning manna
ef menntun vantar snót.
Mali. Joch.
Anna Einarsdóttir.
talsímavörður
Talsambandi við útlönd.
120 SÍMABLAÐlt)