Tuðran - 01.05.1977, Blaðsíða 3

Tuðran - 01.05.1977, Blaðsíða 3
1. ttol. 1. árg tuðran 0) - Þórunn, hvað segir þú um alla þá auknu vinnu sem leggst á þig þegar 4 strákar eru í fótbolta daginn út og inn? Þórunn: "Þetta er engin aukavinna, þvo buxurnar jú." - Þú þarft ekkert að bíða með mat? "Jú, það kemur fyrir." Jón: "Það má nú segja að þeir komi ekki alltaf á réttum tíma i mat þó þeir séu ekki í fótbolta. Strákar eru nú þannig að þeir geta skítnað út, þó þeir séu ekki í fót- bolta. Jú, auðvitað er aukin vinna við þetta, en er líklega fyrir hendi í hverju sem strák- ar taka sér fyrir hendur. Þórunn: "Maður veit þó hvar þeir eru þegar þeir eru úti á velli." - Hér í kringum húsið er stór og myndarleg- ur garður, hvernig hefur gengið að forða við- kvæmum jurtum frá eyðileggingu af völdum boltaleikja? Þórunn: "Það gengur svo sem ekkert illa að passa þau, en það er samt allt í hers höndum, bæði úti og inni. Það eru lampar, speglar og myndir, sem fara í súginn. Jón: "Það pirrar nú stundum, ég verð að segja það, en það virðist ekki duga þó verið sé að banna, en haldið áfram samt. Ég læt það nú vera, með blómin, enda er völlurinn nú skammt frá. því betra sem þeir gera, þeir gætu gert margt verra en að vera í íþróttunum." - Farið þið oft á völlinn? Þórunn: "Alltof sjaldan. - Ég man eftir þvi að þið komuð stundum í fyrra. Jón: "Þú manst eftir því að við komum í fyrra. Jú, það er rétt, við förum líklega svo sjaldan að þið sem eruð í þessu munið eftir því þegar við komum. Ég efast ekki um að það mundi örva mikið ef maður sýndi meiri áhuga, en það er nú einhvern veginn svo- leiðis, að maður gefur sér ekki tíma. Ég reikna líka með því að það sé eins með þá sem eru í þessu í sjálfboðavinnu, foringjarnir, að þeir finna vissa full- nægingu í því að störf þeirra séu metin og tekið eftir því, sem þeir gera. Við höfum nú lítið gert annað en að leggja fram strákana, en við erum mjög þakklát fyrir það starf sem unnið er. - Hvernig finnst ykkur staðið að íþrótta- málum á Selfossi? Jón: "Ég held ég verði að segja nokkuð vel. Þeir sem þykjast vit hafa á segja að aðstaðan sé orðin nokkuð góð og kannski betri en víða annars staðar. Ég held að af hálfu sveitarfé- lagsins sé nokkuð vel að þessum málum staðið. Ég þekki þetta nú ekki í smáatriðum annars staðar, en ég finn að hér eru margir góðir menn, sem leggja sig vel fram og vinna að þessu í sjálfboðavinnu. Því er ekki að neita að það yrði lítið úr þessu starfi, ef það væru ekki ötulír menn sem leggja krafta sína fram,, það er mikið æskulýðsstarf sem er fólgið í því. Eins og Þórunn sagði áðan "maður veit hvar þeir eru þegar þeir eru úti á velli", og það er með

x

Tuðran

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tuðran
https://timarit.is/publication/740

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.