Tuðran - 01.05.1977, Blaðsíða 21
1. ttol. l.árg
TUÐRAN
Búningur Everton er blá peysa með
hvítri rönd, hvítar buxur og hvítir sokk-
ar.
Derby County
Derby County var stofnað árið 1884
og hefur verið atvinnu-
mannafélag frá upphafi.
Nafn félagsins hefur held-
ur engum breytingum tek-
ið, en gælunafn félagsins
er „The Rams“. Fram til
ársins 1895 hét völlur
Derby County Racecourse Ground, en
síðan var Baseball Ground tekinn i
notkun og hefur verið heimavöllur
Derby síðan. Tekur völlurinn 38.500
áhorfendur, en met aðsókn að honum
eru 41,826 áhorfendur sem komu er
Derby lék við Tottenham Hotspur í 1.
deildar keppninni 20. september árið
1969.
Tvívegis hefur Derby County unnið
enska meistaratitilinn, árið 1972 og
1975, og þrívegis hefur félagið orðið
í öðru sæti í 1. deild. Enska bikarmeist-
aratitilinn hefur félagið unnið einu
sinni, árið 1946 og þrisvar að auki hefur
það verið í úrslitum bikarkeppninnar.
Bezti árangur Derby i deildarbikar-
keppninni er þegar liðið komst í undan-
úrslit keppninnar á tímabilinu
1967—1968.
Stærsti sigur Derby County í knatt-
spymuleik er þegar liðið vann Wolver-
hampton Wanderes 9—0 í 1. deildar
keppninni 10. janúar 1891 ogþegarsigur
vannst yfir Sheffield Wed. í 1. deild 21.
janúar 1899 með sömu markatölu. Mesti
ósigur Derby í leik er hins vegar tap yfir
Everton, 2—11, í leik sem fram fór í 1.
umferð ensku bikarkeppninnar 1889.
Mesti stigafjöldi Derby i deildarkeppn-
inni er 63 stig, en þeim árangri náði liðið
í 2. deildar keppninni 1968— 1969 og í 3.
deildar keppninni 1955—1956 og
1956—1957. Flest mörk á einu keppnis-
tímabili skoraði Derby í 3. deild
1956—1957, 111 talsins.
Þeir tveir leikmenn sem skorað hafa
flest mörk fyrir Derby á einu keppnis-
tímabili eru Jack Bowers og Ray Straw,
sem gerðu 37 mörk. Sá fyrrnefndi á
keppnistímabilinu 1930—1931, en sá
síðamefndi á timabilinu 1956—1957. Sá
sem skorað hefur flest mörk fyrir Derby
samtals er hins vegar Steve Bloomer sem
gerði alls 291 mark þegar hann lék fyrir
liðið á árunum 1892—1906 og
1910—1914.
Búningur Derby County er hvít peysa,
bláar buxur og hvítir sokkar.
Coventry City
Coventry City var stofnað árið 1883,
en árið 1908 var at-
vinnumennska tekin
upp hjá félaginu.
Fyrstu árin hét félagið
Singers FC, en nafni
þess var breytt í
Coventry City árið
1898. Gælunafn félagsins er „Sky Blues“
Heimavöllur Coventry tekur 48.000
áhorfendur, en metaðsókn að vellinum
eru 51.457 áhorfendur, en þeir komu á
völlinn 29. apríl 1967 er Coventry mætti
Wolverhampton Wanderes í 2. deildar
keppninni.
Coventry City hefur aldrei unnið
enska meistaratitilinn, og bezti árangur
liðsins er 6. sætið í 1. deild árið
1969—1970. Coventry hefur heldur ekki
náð mjög langt í ensku bikarkeppninni,
eða aldrei lengra en í sjöttu umferð, og
fimmta umferð er bezti árarigur liðsins í
deildarbikarkeppninni.
Stærsti sigur sem Coventry City hefur
unnið í knattspymuleik er 9—0 yfir
Bristol City í 3. deildar keppninni 28.
apríl 1934, en mesti ósigur Coventry er
2—10 í leik við Norwich City í 3. deildar
keppninni 15. marz 1930. Flest stig í
deildarkeppninni hlaut Coventry i 4.
deild 1958—1959 og í 3. deild
1963—1964, 60 talsins, og flest mörk á
einu keppnistímabili skoraði liðið í 3.
deildar keppninni 1931—1932 er það
sendi knöttinn samtals 108 sinnum í
mark andstæðinganna.
Clarrie Bourton er sá leikmaður
Coventry sem skorað hefur flest mörk á
sama keppnistímabilinu, en hann skor-
aði alls 49 mörk í 3. deildar keppninni
1931—1932. Sá leikmaður sem skorað
hefur flest mörk alls fyrir Coventry er
einnig Clarrie Bourton en hann skoraði
171 mark fyrir Coventry á árunum
1931—1937.
Búningur Coventry City er blá peysa
með hvítum röndum, bláar buxur og
bláir sokkar.
Bristol City
lCnattspymufélagið Bristol City var
stofnað árið 1894, en
atvinnumennska var
tekin upp hjá því árið
1897. Upphaflega hét
félagið Bristol South
End, en nafni þess var
breytt í núverandi horf
þegar atvinnumennskan hélt innreið
sína hjá þvi.
Frá árinu 1904 hefur Ashton Gate
(2)
verið heimavöllur félagsins. hann rúmar
37.000 áhorfendur en metaðsókn að
vellinum eru 43.335 áhorfendur sem
komu til þess að sjá Bristol City leika við
Preston North End í 5. umferð ensku
bikarkeppninnar 16. febrúar 1935.
Bristol City hefur aldrei unnið til
enska meistaratitilsins í knattspyrnu, en
einu sinni, árið 1907 varð félagið í öðru
sæti í 1. deild. Einu sinni hefur Bristol
City einnig komizt í úrslit bikarkeppn-
innar, en tapaði. Það var árið 1909. Bezti
árangur félagsins í ensku deildarbikar-
keppninni var er það komst í fjögurra
liða úrslit á keppnistímabilinu
1970—1971.
Stærsta sigur sinn í knattspyrnuleik
vann Bristol City er liðið bar sigurorð af
Chichester, 11—0, í 1. umferð ensku
bikarkeppninnar 5. nóvember 1960, en
mesti ósigur Bristol City erO—9 í leik við
Coventry City i 3. deildar keppninni 28.
apríl 1934. Flest stig í deildarkeppninni
hlaut Bristol City á keppnistímabilinu
1954—1955 er það hlaut alls 70 stig i 3.
deildar keppninni og flest mörk á einu
keppnistimabili skoraði félagið i 3.
deildinni 1926—1927. eða 104 talsins.
Don Clark er sá leikmaður Bristol
City sem skorað hefur flest mörk fyrir
félagið á einu keppnistímabili, eða 36
talsins á keppnistímabilinu 1946—1947.
John Atyeo er hins vegar sá leikmaður
sem hefur skorað flest mörk alls fyrir
Bristol City en hann skoraði alls 315
mörk á árunum 1951—1966.
Birmingham City
Knattspymufélagið Birmingham City
erstofnað árið 1875, en
árið 1885 var tekin upp
atvinnumennska hjá
félaginu. Til að byrja
með hét félagið Small
Heath Alliance eða
fram til ársins 1888, að
nafni þess var breytt í Birmingham og
árið 1905 var nafninu breytt í Birming-
ham City. Gælunafn félagsins er „Blu-
es“
Núverandi völlur félagsins, St. And-
rew‘s var tekinn í notkun 1906. Hann
tekur 52.500 áhorfendur, en metaðsókn
að vellinum var er Birmingham City lék
við Everton í 5. umferð ensku bikar-
keppninnar 11. febrúar 1939, en þá
komu 66.844 áhorfendur.
Birmingham City hefur aldrei unnið
til enska meistaratitilsins í knattspyrnu
og bezti árangur félagsins til þessa er
þegar liðið varð í sjötta sæti í 1. deild
keppnistímabilið 1955—1956. Félagið
hefur heldur aldrei unnið ensku bikar-