Tuðran - 01.05.1977, Blaðsíða 10
TUÐRAN
1. ttol. 1. árg,
TUÐRAN
SPYR
Fylgist þú með leikjum
yngri flokkanna?
Einar Hansson: - Já, já,
ég fer stundum og horfi
á strákana mína.
Marels Jónsson: - Eg
geri lítið af því. Ég
veit aldrei hvenær þeir
eru að spila. Ég færi ef
ég vissi af leik, því
það er oft gaman að horfa
á strákana.
Guðmunda Auðunsdóttir:
- Einstaka sinnum þegar
strákurinn minn keppir.
Otgefandi: Unglingaráð Knattspyrnudeildar
Abyrgðarmaður: Björn Gíslason
Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson
Hafsteinn Már Matthíasson
Kristinn Marinó Bárðarson
Sigurjón Bergsson
Ljósmyndun: Trausti Gunnarsson
Vélritun: Svanhildur Edda Þórðardóttir
Umbrot: Kristinn Marinó Bárðarson og
Gunnar Gunnarsson.
Agæti lesandi.
Með blaðaútgáfu þessari hefur
verið stigið stórt framfara spor
í starfsemi knattspyrnudeildar
Umf. Selfoss. F^lstu ástæður fyr-
ir því að út í þetta er ráðist
eru þær, að á undanförnum árum
hefur það komið æ betrur og betur
í ljós að starfsemi yngri flokka
deildarinnar hefur verið mjög
ábótavant.
Einkum er það skortur á hæfum leiðbeinendum og leið-
togum svo og þetta mikla starf sem fer í að afla fjár
fyrir alla starfsemina, sem hefur óneitanlega bitnað á
þeim yngstu. Á s.l. ári var sett á laggirnar unglingaráð
sem hefur eingöngu með starfsemi yngri flokka deildarinn-
ar að gera þ.e.a.s. 3., 4., 5., og 6. flokk.
Það er alveg óhætt að fullyrða það hér að þessi ákvörð-
un hefur náð tilgangi sínum, bæði hefur þetta auðveldað
stjórn deildarinnar að einbeita sér að allri fjáröflun
og unglingaráði að skipuleggja starf yngri flokkanna út
af fyrir sig.
Það er meira en að segja það, að hafa starf yfir eitt
hundrað unglinga í lagi. Þessir aldursflokkar eru kröfu-
harðir og vilja aga og festu og gleyma engu því sem lof-
að er, það verður að efna öll loforð.
Með útgáfu þessa blaðs sem unglingaráð sér um er verið
að kynna fyrir foreldrum starf deildarinnar og jafnframt
að fá þá til starfa á einhvern hátt. Það er ekki nóg að
vita að börnin séu á æfingu eða í keppni þessa og þessa
stundina. Það þarf lifandi tengsl á milli þessara aðila
og betri upplýsingar TAm hvað verið sé að gera hverju
sinni, allt þetta og meira til er verið að reyna að bæta
með þessari útgáfu sem ég vona að verði selfyskri æsku
og félagsstarfinu almennt til sóma.
Björn Gíslason.