Tuðran - 01.05.1977, Blaðsíða 16

Tuðran - 01.05.1977, Blaðsíða 16
TUÐRAN 1. tbl. l.árg „Albion". Frá árinu 1900 hefur The Hawthoms verið heimavöllur W.B.A. Sá völlur tekur 50.500 áhorfendur, en met- aðsókn þar að leik eru 65.815 áhorfend- ur sem komu á leik W.B.A. gegn Arsenal í 6. umferð ensku bikarkeppninnar 6. marz 1937. West Bromwich Albion hefur einu sinni orðið enskur meistari í knatt- spymu. Það var árið 1920, en tvívegis hefur félagið orðið i öðru sæti i 1. deild. Betur hefur gengið hjá West Bromwich Albion í bikarkeppninni, þar sem liðið hefur sigrað fimm sinnum: 1888, 1892, 1931, 1954, 1968. Og enskur deildarbik- armeistari hefur félagið einu sinni orðið, 1966. Met sigur West Bromwich Albion i leik er 12—0, en þann sigur vann félagið í leik við Darwen í 1. deildar keppninni 4. april 1892. Mesti ósigur W.B.A. í leik er hins vegar 3—10 tap fyrir Stoke í 1. deildar keppninni 4. febrúar 1937. Hæsta stigatala félagsins á keppnis- tímabili eru 60 stig sem félagið hlaut í 1. deildar keppninni 1919—1920, -en 1929—1930 skoraði W.B.A. flest mörk á einu keppnistímabili, 105 talsins. William „Ginger" Richardson er sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk fyrir félagið á einu keppnistímabili, en hann skoraði 39 mörk er W.B.A. lék í 1, deildinni 1935—1936. Ronnie Allen er hins vegar sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk samtals fyrir félagið, en hann skoraði 208 mörk á árunum 1950—1961. Búningur West Bromwich Albion er blá og hvítröndótt peysa, hvítar buxur og hvítir sokkar. Tottenham Hotspur Tottenham Hotspur var stofnað árið 1882, en atvinnumennska var tekin upp hjá félaginu árið 1895. Frá stofnári til 1885 hét félagið Hotspur Football Club, en þá var nafninu breytt í Totten- ham Hotspur. Gælunafn félagsins er „Spurs“. Fyrst í stað var Tottenham Marshes heimavöllur félagsins en frá 1898 hefur Tottenham haft White Hart Lane sem heimavöll. Þar er rými fyrir 52.000 áhorfendur, en metaðsókn að leik á White Hart Lane eru 75.038 áhorf- endur sem komu á leik Tottenham við Sunderland í 6. umferð bikarkeppninn- ar 5. marz 1938. Tvívegis hefur Tottenham Hotspur orðið enskur meistari í knattspyrnu: 1951 og 1961, og fjórum sinnum hefur liðið orðið í öðru sæti í 1. deild. Fimm sinnum hefur Tottenham sigrað í ensku bikarkeppninni: 1901, 1921, 1961, 1962 og 1967, og enskur deildarbikarmeistari hefurliðið tvívegis orðið: 1971 og 1973. Metsigur Tottenham Hotspur í leik er 13—2 er liðið lék við Crewe Alexandra í 4. umferð ensku bikarkeppninnar 1960, en eigi sjaldnar en fjórum sinnum hefur Tottenham tapað leik 2—7; fyrir Liver- pool í 1. deild 1914, fyrir Newcastle United í 1. deild 1951, fyrir Blackburn Rovers í 1. deild 1963 og fyrir Burnley í 1. deild 1964. Hæsta stigatala Totten- ham á keppnistímabili er þegar liðið hlaut 70 stig í 2. deildar keppni 1919—1920, en á keppnistímabilinu 1960—1961 er liðið lék í 1. deild skoraði það flest mörk, 115 talsins. Sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk fyrir Tottenham á einu keppnis- tímabili er Jimmi Greaves sem skoraði 37 mörk í I. deildar keppninni 1962—63. og Greaves er einnig sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk samtals fyrir Tottenham, en hann gerði 220 mörk á árunum 1961—1970. Búningur Tottenham Hotspur er hvít peysa, bláar buxur og hvítir sokkar. Sunderland Sunderland var stofnað árið 1879, en atvinnumennska var tekin upp árið 1886. Fram til árs- ins 1891 hét félagið Sund- erland and District Teach- ers, en þá var nafni félags- ins breytt í núverandi mynd. Gælunafn Sunderland er „Rokerites". Heimavöllur félagsins til að byrja með var Blue House Field, en frá árinu 1898 hefur Roker Park verið heimavöllur þess. Hann tekur 53.500 áhorfendur, en metaðsókn að leik þar eru 75.118 áhorfendur sem komu er Sunderland lék við Derby County í 6. umferð bikarkeppninnar 1933. Sunderland hefur sex sinnum orðið enskur meistari í knattspyrnu: 1892, 1893, 1902, 1913, og 1936 og fimm sinn- um hefur félagið orðið í öðru sæti í 1. deild. Tvívegis hefur Sunderland hreppt enska bikarmeistaratitilinn: 1.937 og 1973 og í ensku deildarbikarkeppninni hefur liðið einu sinni komizt í undanúr- slitin. Stærsti sigur Sunderland í leik er 11—1 er það mætti Fairfield í 1. umferð ensku bikarkeppninnar 1894, en mesti ósigur liðsins er 0—8 í leik við West Ham United í 1. deildar keppninni í október 1968. Hæsta stigatala Sunder- land á keppnistimabili eru 61 stig er liðið fékk í 2. deildarkeppninni 1963—1964 og flest mörk á keppnistímabili skoraði liðið 1935—1936 er það gerði 109mörkí l.deiid. Sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk fyrir Sunderland á keppnistíma- bili er Dave Halliday sem skoraði 43 mörk í 1. deildar keppninni 1928—1929. en sá sem skorað hefur flest mörk sam- tals fyrir Sunderland er Charlie Buchan sem skoraði 209 mörk á árunum 1911—1925. Búningur Sunderland er rauð-hvít- röndótt peysa, svartar buxur og rauðir sokkar. Stoke City Stoke City er annað elzta knatt- spyrnufélag í Englandi, en það var stofnað árið 1863. Atvinnumennska var tekin upp hjá félaginu árið 1885. Hefur Stoke heitið núver- andi nafni frá upphafi, en gælunafn félagsins er ..Potters". Fyrsti heimavöllur félagsins var Sweetmg's Field, en frá árinu 1878 hefur það leikið heimaleiki sína á Victoria Ground. Þar er rúm fyrir 50.500 áhorfendur, en met- aðsókn að vellinum eru 51.380 áhorf- endur sem komu til þess að horfa á Stoke keppa við Arsenal í I. deildar keppninni 29. marz 1937. Stoke City hefur aldrei orðið Eng- landsmeistari og bezti árangur félagsins í 1. deild náðist á keppnistímabilinu 1935—1936 og 1946—1947, er liðið varð í fjórða sæti. Þrívegis hefur liðið komizt í undanúrslit ensku bikarkeppninnar en aldrei sigrað, en einu sinni, 1972 varð Stoke City enskur deildarbikarmeistari. Met sigur Stoke City í knattspyrnuleik er 10—3 sem liðið vann yfir West Bromwich Albion í 1. deildar keppninni 4. febrúar 1947, en mesti ósigur Stoke City í leik er 0—10 í leik við Preston North End í 1. deildar keppninni 1889. Fiest stig á einu keppnistímabili hlaut Stoke árið 1926—1927 er liðið hlaut 63 stig í 3. deild og það sama ár skoraði það flest mörk á sama keppnistímabilinu, 92 talsins. Freddie Steele er sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk á einu keppnis- límabili, en hann skoraði 33 mörk í 1. deildarkeppninni 1936—37. Hanner einnig sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk samtals fyrir félagið, en hann skoraði 142 mörk á árunum 1934—1949. Búningur Stoke City er hvít-rauð- röndótt peysa, hvítar buxur og hvítir sokkar.

x

Tuðran

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tuðran
https://timarit.is/publication/740

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.