Tuðran - 01.05.1977, Blaðsíða 22
TUÐRAN
1. t~bl. 1. árg,
keppnina, en tvívegis verið í úrslitum.
Enskur deildarbikarmeistari varð Birm-
ingham City hins vegar árið 1963.
Sína stærstu sigra í knattspyrnuleikj-
um vann Birmingham City 17. desember
1892 er liðið sigraði Walsall 12—0 í 2.
deildar keppninni og 11. apríl 1903 er
sigur vannst yfir Doncaster Rovers með
sömu markatölu, 12—0, í 2. deildar
keppninni. Mesti ósigur Birmingham i
knattspymuleik er hins vegar er liðið
tapaði 1—9 fyrir Sheffield Wed. í 1.
deildar keppninni 13. desember 1930.
Flest stig í deildarkeppninni hlaut Birm-
ingham City á keppnistímabilinu
1947—1948, er liðið hlaut 59 stig í 2.
deildar keppninni.
Sá leikmaður sem skorað hefur flest
mörk fyrir Birmingham City á einu
keppnistímabili er Joe Bradford sem
skoraði 29 mörk í 1. deildar keppninni
1927—1928, en sá sem flest mörk hefur
skorað samt. fyrir Birmingham er Joe
Bradford sem skoraði 249 mörk á árun-
um 1920—1935.
Búningur Birmingham City er blá
peysa með breiðri hvítri rönd að framan,
bláar buxur og hvítir sokkar.
Aston Villa
Aston Villa var stofnað 1874, en 1885
var tekin upp atvinnu-
mennska hjá félaginu.
hefur félagið frá upphafi
heitið sama nafni, en
gælunafn þess er ýmist
„Villa“ eða „The Villians".
Fyrsti völlur félagsins hét Aston Park,
en frá árinu 1897 hefur Villa Park verið
heimavöllur félagsins. Hann rúmar
58.182 áhorfendur, en mest aðsókn að
honum hefur verið 76.588 áhorfendur er
Aston Villa lék við Derby County í 6.
umferð ensku bikarkeppninnar 2. marz
1946.
Enski meistaratitillinn hefur fallið
Aston Villaallssexsinnum ískaut: 1894,
1896, 1897, 1899, 1900 og 1910 og eigi
færri en í átta skipti hefur liðið orðið í
öðru sæti í 1. deildinni. Enskur bikar-
meistari hefur Aston Villa orðið oftar en
nokkurt annað félag, eða samtals sjö
sinnum, þ.e. árin 1887, 1895, 1897, 1905,
1913, 1920 og 1957 og tvívegis hefur
Aston Villa borið sigur úr býtum í
deildarbikarkeppninni, árin 1961 og
1975.
Stærsta sigur sinn í knattspyrnuleik
vann Aston Villa er liðið sigraði
Wednesbury Old Athletic með þrettán
mörkum gegn einu í 1. umferð bikar-
keppninnar árið 1886, en mesti ósigur
Aston Villa í leik er þegar liðið tapaði
1—8 fyrir Blackbum Rovers í 3. umferð
ensku bikarkeppninnar 1888. Flest stig í
deildakeppninni hlaut Aston Villa á
keppnistímabilinu 1971—1972 er félag-
ið fékk 70 stig í 3. deildar keppninni, en
flest mörk á einu keppnistímabili skor-
aðiVilla 1930—1931 er liðið skoraði 128
mörk í 1. deild.
Sá leikmaður sem skorað hefur flest
mörk fyrir Aston Villa á einu keppnis-
tímabili er Pongo Waring sem skoraði 49
mörk 1930—1931, en sá leikmaður sem
skorað hefur flest mörk alls fyrir Aston
Villa eru Harry Hampton og Billy
Walker sem skoruðu 213 mörk hvor á
ferli sínum með félaginu. Lék Hampton
á árunum 1904—1920, en Walker á ár-
unum 1919—1934.
Arsenal
Arsenalfélagið var stofnað árið 1886
og hét það fyrst til að
byrja með Royal Arsenal,
eða fram til ársins 1891,
að félagið tók upp at-
vinnumennsku í knatt-
spyrnu, en þá var nafni
þess breytt í Woolwich
Arsenal. Hét félagið því nafni fram til
ársins 1914, en þá var nafn þess stytt í
Arsenal. Jafnframt tók félagið þá upp
gælunafn það sem síðan hefur fylgt því,
„Gunners".
Til að byrja með var Arsenal á
nokkrum hrakhólum með aðstöðu fyrir
starfsemi sína, eða fram til ársins 1913
að nýr völlur sem félagið hafði látið gera
var vígður. Nefnist völlur þessi High-
bury og hefur síðan verið vettvangur
margra sögufrægra leikja sem liðið hefur
leikið.
Arsenal er eitt af þekktustu ensku
knattspyrnuliðunum, og hefur það
lengst af verið í fremstu röð. Alls hefur
félagið orðið átta sinnum Englands-
meistari í knattspyrnu: 1931, 1933, 1934,
1935, 1938, 1948, 1953 og 1971, og þrí-
vegis hefur félagið orðið í öðru sæti í 1.
deild. Fjórum sinnum hefur svo félagið
unnið ensku bikarkeppnina: 1930, 1936,
1950 og 1971.
Sinn stærsta sigur í knattspyrnuleik
vann Arsenal árið 1900 er það sigraði
Loughborough með 12 mörkum gegn
engu í 2. deildar keppninni, en stærsta
ósigur sinn hafði Arsenal beðið fyrir
sama liði fjórum árum áður er það tap-
aði 0—8. Flest stig í deildarkeppninni
hlaut Arsenal á keppnistímabilinu
1930—1931, er liðið fékk 66 stig í 1.
deildarkeppninni og á sama keppnis-
tímabili skoraði liðið einnig flest mörk á
einu keppnistímabili, 127 talsins.
Sá leikmaður, sem skorað hefur flest
mörk fyrir Arsenal á einu keppnistíma-
bili er Ted Drake sem skoraði 42 mörk
1934—1935, en sá er flest mörk hefur
gert fyrir liðið samtals er Cliff Bastin
sem skoraði alls 150 mörk á þeim 17
árum sem hann lék fyrir Arsenal.
Highbury, völlur Arsenal í London
tekur 60.000 áhorfendur en mesti fjöldi
áhorfenda að leik á þessum velli er
73.295, og var það er Arsenal lék við
Sunderland í 1. deildar keppninni 9.
marz 1935.
Búningur Arsenal er rauð skyrta með
hvítum ermum, hvítar buxur og hvítir og
rauðir sokkar.
Birt með leyfi
Frjáls framtaks h.f.
og Iþróttablaðsins
Hilmar í síma 1631
Skarphéðinn í 1458
eða
Stefán í 1263
FRAMLEISUM
HANSAHILLUR
Bygglngaíyrirtœki —
Engjavegi 55 Selfossi