Skátablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 12
húsi þarna á staðnura. Held ég varla, að
ég geri nokkrum rangt til, þótt ég segi að
hann sé sá allra „sniðugasti“ varðeldastjóri,
sem ég hefi fyrir liitt, já, það er víst tæp-
lega hægt að nota annað orð í þessu sam-
bandi. Aðalatriði varðeldsins voru annars
almennur söngur og sýningar í skátatækni,
en of langt mál væri að lýsa þeirn nánar.
Að sjálfri aðalhátíðinni lokinni var sam-
eiginleg kaffidrykkja fyrir alla hina æðri
foringja. Gústaf Adolf prins og Folke
Bernadotte greifi, skátahöfðingi „Sveriges
Scoutförbunds“, voru þar einnig viðstaddir.
Okkur íslendingunum var vísað til sætis
rétt við konunglega borðíð, svo að ég hafði
þann heiður að snúa bakinu í hans kon-
unglegu tign. Voru varla meira en þrjátíu
centimetrar milli stólanna. Já, það var sann-
ast að segja undarleg tilfinning. Hófið
náði hámarki sínu, er Bernadotte sjálfur
steig upp á stól og tók að stjórna söngn-
um með líflegum og skemmtilegum handa-
tilburðum. Hann er víst karl í krapinu, og
ekki verri, þótt af aðalsættum sé.
Þegar við lölluðum niður hæðina heim
á leið, voru varðeldarnir slokknaðir. Fyrir
hugskotssjónum okkar sáurn við þó enn
neistaflugið, sem tendrað var á „Gránsö",
sáum það brenna í brjóstum þúsunda
drengja, sem sóttu þetta merkilega mót,
þroskast þar og bera heillaríkan ávöxt, eins
og önnur dýrleg ævintýr, sem skátahreyf-
ingin hefir borið gæfu til að flytj a þessum
lieimi.
Skotasaga.
Skoti var að gera við þakið á húsi sínu.
Allt i einu missti hann jafnvægið og datt
niður. Um leið og hann fór fram hjá eld-
lnisglugganum, kallaði hann inn: „Þú þarft
ekki að ætla ntér miðdegisverð í dag.“
°o°
Bónorð eða veðurfregn?
Hann: Þú ert sólskin sálar minnar. Ætti
ég að lifa án þín, myndi ský draga á himin
lífs míns.
Hún: Er þetta bónorð eða veðurfregn?
o0°
Auglýsingar.
Konnnóða er til sölu hjá undirritaðri,
sem er grænnráluð með fjórum skúffum.
o o O
Stúlka óskast í vist, Sem kann að sjóða
og passa börn. Uppl. á Úlfagötu 2.
Meira vinnur vit en strit.
4
SKATABLAÐIÖ