Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 29

Skátablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 29
svo sjaldan að leika sér við þá. Svo ga£ Siggi, sonur nábúans, honum viðurnefnið „peni“ og eftir það var hann alltaf kall- aður Pétur peni. Einu sinni kom utlenzkt skip þangað. Það varð uppi fótur og fit hjá mávunum jafnt sem mönnunum. Allir mávar í ná- grenninu fóru til þess að sjá skipið. Þá var það, sem hann ætlaði að fara með þeim, en bróðir hans sagði: „Hann er svo seinn og Ijótur og getur ei verið íljótur." Og loks kom að því, að foreldrar' hans ráku hann burtu. Síðan hafði hann alltaf verið á hrakningi. f dag hafði annað útlenzkt skip komið. Mávarnir flugu allir niður að skipinu, allir nema Pétur peni. Hann ætlaði ekki að biðja um að fá að fara núna. Hann vissi að það þýddi ekki neitt. Honum var víst sarna um þetta allt saman. Pétur peni hrökk upp úr hugsunum sín- um Honum fannst hann heyra eitthvað. Hatm teygði hálsinn og skimaði í allar átt- ir, en sá ekki neitt. Allt í einu kom hann auga á mann með byssu um öxl. Maður- inn var að leita að einhverju. Hann horfði allt í kringum sig. Svo kom hann auga á máv. Maðurinn þreif byssuna og miðaði. Mávurinn ætlaði að forða sér. En það var um seinan. Hár hvellur kvað við. Mávur- inn hóf sig lítið eitt á loft, en svo steyptist hann fram af hamrinum. Maðurinn gekk fram á bjargbrúnina og leit niður. Hann fékk ekki fuglinn. Hafið fékk hann. Síðan eru liðin mörg ár. Litla þorpið er orðið stór bær. Það er búið að setja á stofn rnörg félög í bænum. Eitt félagið er búið að byggja sér skála í heiðinni, handan fjarð- arins. Eitt vor fóru nokkrir meðlimir úr þessu félagi í útilegu í þennan skála. Dag nokk- urn var sett svo fyrir, að þátttakendurnir skyldu fara og leita að einhverjum fugls- leifum. Ein stúlkan gengur eftir fjörunni. Hún er i bláum kjól, með leðurbelti um mittið. Hún er með sítt liár, er fellur laust niður um herðarnar. Allt í einu kemur hún auga á beina- grind af fugli. Hún tekur hana upp og hleypur með hana til félaga sinna. Og nú liggur Pétur peni á steinhellu fyrir utan „Valhöll", skála kvenskátafélagsins Val- kyrjan á Akureyri. Maðurinn (í samkvæmi): Hugsið ykkur, ég vissi ekki fyrri til en mannýgt naut kem- ur beint á móti mér; ég hljóp af reiðhjól- inu eins og elding og klifraði upp í tré og var borgið. Stúlka: Nú, en hvað varð svo um nautið? Maðurinn: Nautið? ... Nautið? Hafið þið nokkurn tíma vitað annað eins, það hljóp upp á reiðhjólið og þeysti í hvarf eftir þjóðveginum. SKATABLAÐIÐ 21

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.